Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 1
17. tbl. Sunnudagur 15. maí 1960 XXXV árg, ÖNNUR VAR ÖLDIN ÞEGAR FÓLK TALAÐI SAMAN í LJÓÐUM Á ELLI- OG HJÚKRUNARHEIM- ILINU GRUND í Reykjavík er blind kona, sem Ólöf heitir Jóns- dóttir, og er nú á 86. árinu, fædd 11. okt. 1874. Hún er systir hins mikla áhugamanns og hugsjóna- manns Stefáns B. Jónssonar kaup- manns og ritstjóra, sem fyrstur manna hóf mjólkursölu í Reykja- vík og gerilsneiddi mjólk, varð og fyrstur til að nota jarðhita til upp- hitunar. Þau eru af traustum ætt- um. Faðir þeirra, Jón Guðmunds- son, Vigfússonar stórbónda á Bíld- hóli. Móðir þeirra var Marta Sig- ríður, dóttir séra Jóns Benedikts- sonar á Breiðabólstað, Setbergi og víðar. Móðir séra Jóns var Helga, systir séra Sigurðar á Hrafnseyri, föður Jóns forseta. Þau séra Jón og Helga áttu mörg börn, þar á meðal Benedikt Gabríel amtsskrif- ara og smáskammtalækni (föður Benedikts Gabriels skrautritara í Reykjavík), Sigurð söðlasmið að Haukagili í Hvítársíðu (föður Jóns alþingismanns) og Hildi sem átti Sigurð Andrésson (þau voru for- eldrar Ásgeirs konsúls og kaup- manns í Reykjavík). Ó'óf Jónsdóttir Þetta verður að nægja sem kynning, en það má um Ólöfu segja, að þrátt fyrir sjónleysið er hún enn svipmikil og ber með sér að hún hafi skörungur verið. Minnið er óbrjálað og fylgist hún enn með öllu sem gerxst, hlustar stöðugt á útvarp og leggur á minn- ið allt sem hún heyrir. Fundum okkar bar fyrst saman þarna í Elliheimilinu, og var það af nokkurs konar tilviljun, því að eg þekkti hana ekki og hafði ekki heyrt hennar getið. Við tókum tal saman og eg sagði eitthvað á þessa leið: — Þú munt kunna frá mörgu að segja. Mér er sagt að þú sért fædd Þjóðhátíðarárið. Þjóðhátíðin 1874 — Jú, satt er það, en af góðum og gildum ástæðum man eg ekki eftir Þjóðhátíðinni, því að eg var þá ekki fædd. En margt heyrði eg um hátíðina talað í æsku minni, það var eins og menn þreyttust aldrei á að rifja upp ýmislegt í sambandi við hana. Skógstrend- ingar heldu sína Þjóðhátíð á Breiðabólstað og var þar mikið um dýrðir. Þangað kom allt fólk úr sókninni, og þar var móðir mín svo að eg hefi verið þar líka. Frú Katrín, kona Guðmundar prófasts Einarssonar bauð öllum til veizlu og á eftir boðaði hún all-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.