Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 265 í skýaböggum frost og fjúk flytur gamli Kári. Einu sinni var fóstri minn á ferð út í Hólm að vcrlagi og var kom- inn í Helgafellssveitina árla morg- uns. Þá var fagurt veður og ljóm- aði sól um land og haf. Þá kvað hann: Nú er prýði að líta lönd, Ijómar fríða stássið, dýrleg skrýðir Drottins hönd Drápuhlíðarplássið. Einu sinni var fóstri að leiða kú um vetur. Var þá veður gott og hálft tungl á lofti. Um það kvað hann: Tóra dagar tylftir sex tanna ígul grímu, halakollu hef til vegs hálfs í mána skímu. ígultanni er björn, gríma er nótt, ígultannagríma er því Bjarnar- nótt, en svo var vetur kallaður. Hann segir því að enn sé eftir 72 dagar af vetrinum. Halakolla er kýr. Þegar stórgripum var slátrað á haustin, var venja að skera kjötið utan af beinunum og salta það, en beinin voru hengd upp í eldhús og kölluð ruður, en hér syðra voru þau kölluð hraun. Þessar ruður voru svo soðnar á bóndadaginn. Kom af þeim mikið flot, og gott þótti fólki að kroppa beinin. Þá var og drukkið kaffi til hátíða- brigðis og þótti góð veizla. Ein- hverju sinni á þriðja degi þorra sá fóstri minn, að einhver var enn að kroppa ruður Þá kvað hann: Þorra er haldið þrflieilagt í þessu koti með þjóðardrykk og þvestisáti, þeir sem geta, meira láti. Fróðleikur og gátur Fóstri minn lék sér að því að búa til gátur, og oft voru þær í ljóðum. Bar hann þær svo undir heimilis- fólkið til ráðninga, en enginn mátti gizka á. Hver maður sem kom með ráðningu, varð að leiða rök að því að ráðningin gæti verið rétt. Mér þótti snemma óskaplega mikið gaman að þessu, og eg var alltaf að nauða á fóstra mínum: „Gefðu mér nú gátu!“ Hann varð alltaf við því, og enn man eg nokkrar gáturnar Ein var þannig: Hver er þessi: Hógvært geð, höfuð löngu, penni með, undir fugli, alur hvass, eitt 1 bók og síða vatns. Ráðningin var vasahnífur. Hóg- vært geð — þolinmóður, höfuð löngu — kinn, penni — fjöður, undir fugli — egg, alur hvass — oddur, eitt í bók — blað. síða vatns — bakki. Einu sinni kom hann inn um heyskapartímann og sagði: Úti sá eg svínið lá nú samstundis gert af strái. Gettu þess. Ráðningin var galti. Öðru sinni kvað hann: Fimm þúsund og t'jögur hundruð mílur tvennar stundir tólf eg fer, tvíllaust fundin kyr þó er. Það var jörðin, og gátu margir ráðið þá gátu. En eg held að eng- inn hafi getað ráðið þessa: Fyrir barni foreldra minna fyrsta skylda mín er að vinna. Hafa lög þau heims allar þjóðir, hvorki er það mín systir né bróðir. Þar átti hann auðvitað við sjálf- an sig. Þessa gátu gerði hann um kvörnina: Þörf eg snýst og þéna trú, þó að stundum doski, er mitt nafn og á sér bú inni í haus á þorski. En þessa gátu gat enginn ráðið: Hvílu á eg húss við gafl, hlustarskjól eg prýða kunni. gadda ber mig odda afl, árin tel í hesta munni. Ráðningin er biti. í gafli hvers húss er biti. Hlustarskjól er eyra og mark á því er biti, enda þótt skiftar skoðanir kunni að vera um hvort prýði er að honum þar. Matar-bita ber maður á oddum gaffalsins, og aldur hesta merktu menn á tönn þeirri er kallaðist biti. Þannig lék fóstri minn sér að því að skemmta heimilisfólkinu, og það var vel þegið Slíkar skemmti- stundir gleymast' ekki. Eg lifi þær enn í anda, þótt 80 ár sé liðin síðan. Og oft finnst mér í vökudraumum mínum sem eg sé komin í baðstof- una á Emmubergi og hlusti á þau Bergljótu og fóstra minn kastast á vísum alla kvöldvökuna, eða gefa heimilisfólkinu gátur að glíma við. Á. Ó. skráði. Rafmagnsbílar ÞAÐ hefir verið fremur hljótt um það á undanfömum árum að smíða bíla, sem knúðir sé rafmagni. En hugmynd- in hefir þó aldrei fallið niður og nú er sagt að 12 fyrirtæki í Bandaríkj- unum hafi snúið sér að því að finna upp beztu rafbílana. Eitt fyrirtæki, Nu-Klea Auto Corp. í Michigan hefir þegar smíðað raf- magnsbíl. Hann er einfaldari en benzínbílar og talinn ódýrari í rekstri. Honum fylgir og sá kostur, að hann blæs ekki eitri, eins og aðrir bílar, og mun því ekki spilla andrúmslofti í borgum. Þessi bíll (sem þó er aðeins sýnis- horn) getur ekið með 65 km. hraða á klukkustund, og hann getur farið 90 —100 km. á hverri rafmagnshleðslu. Framleiðendur búast við því að geta keppt við aðra um verð á bílum, þeg- ar farið verður að framleiða þessa bíla í stórum stíl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.