Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 263 bróður Jóns. Elzt þeirra var Gísli og var hann nú fulltíða maður. Eg man eftir mér þegar eg var á öðru árinu svo að ekki verður véfengt. Eg man eftir þremur at- burðum, sem gerðust á Emmu- bergi fyrsta veturinn, sem eg var þar. Einn af þeim var þessi: Eg lá í rúmi mínu, en fóstra mín var að koma framan úr bæ með ljós. Man eg að þegar Ijósgeislinn kom inn í baðstofuna þá fell hann fyrst á Gísla, sem lá í rúmi sínu, og Lárus, sem sat á rúmstokknum fyrir framan hann. Man eg eftir að Gísli hafði dökkt skegg, en Lárus helt á flyðrulagaðri pontu og ætlaði að fara að taka í nefið. Þeir drukkn- uðu báðir þá um vorið 1876. Höfðu þeir farið ásamt gömlum manni að vitja um hrognkelsanet, og átti hann bátinn. Ekki veit eg hvernig slysið hefir skeð, en bátnum hvolfdi undir þeim og drukknuðu þeir Gísli og Lárus, en karlinn komst á kjöl og var honum bjarg- að. Um það kvað fóstri minn: Biturt svíða sorgarmein, sárt er að líða slysin ung og fríð þá fellu: grein, fauskurinn biður visinn. Eg man ekkert eftir því þegar þessi atburður gerðist. Mér var auðvitað ekkert sagt, en eg man að mér fannst heimilið skyndilega verða mjög tómlegt og grunaði að eitt- hvað óhugnanlegt væri að ske, leið illa, en vissi þó ekki hvað gerzt hafði. Og svo leið þetta hjá. Eg man l'ka vel eftir því þegar eg var bólusett. Það gerði séra Guðmundur og þá var eg á þriðja ári. Eg man að hann var að hug- hreysta mig með því að þetta væri ekkert sárt. og svo tók hann ból- una úr Guðrúnu systur minni. Harðind5 og bágindi — Hvað manstu næst? — Frá æskuárunum man eg bezt eftir harðindum, ísalögum, gras- bresti og allskonar vandræðum. Sérstaklega er mér minnisstætt harðindavorið 1882. Sumarið áður hafði verið óvenjulegt grasleysi svo að bændur voru að reita saman sinuþófa hingað og þangað, og var það ekki hollt fóður, enda urðu menn um veturinn að kaupa korn- mat 1 Stykkishólmi til þess að bæta gjöfina, meðan til vannst. Vetrar- harðindin byrjuðu á jólaföstu og gerði þá mikla áfrera, svo að hvergi voru snapir. Upp úr pásk- um keyrði þó um þverbak með grimmdarhörkum og áhlaupa bylj- um og fannfergi. Allt var samfros- ið, sjór og land, en hafísinn lukti um landið frá Látrabjargi norður um og suður fyrir Austfirði. Þá tók fé að hrynja niður og hefi eg einhvers staðar lesið, að þetta vor hafi fallið þriðjungurinn af öllu sauðfé í Vesturamtinu. Og svo fór að verða biargarskortur á heimil- unum. Seint í maí gerði einn áhlaupabylinn enn með fannfergi. Þá brutust menn í því að fara lestaferðir norður á Vatnsnes, til þess að ná í hval, en þá var hinn mikli hvalreki þar. Þetta var óálit- legt ferðalag í ófærð og hríðum og hestarnir allir grindhoraðir. Þegar piltar voru farnir, urðu konur víða að annast gegningar, og var það ekki auðvelt þar sem sauðburður var að hefjast. Og svo bættist ný hörmung hér ofan á, mislingar. Þeir höfðu borizt til Reykjavíkur í maíbyrjun. Tókst ekki að stemma stigu fyrir þeim þótt reynt væri, heldur breiddust. þeir eins og eldur í sinu um land allt, og voru mjög mannskæðir. Úr þeim dóu allar vanfærar konur á Skógarströnd nema tvær. Önnur var vinnukona hjá fóstra mínum Hin var María Andrésdóttir, sem enn er á lífi í Stykkishólmi og nú rúmlega hundrað ára. Þegar Ijósið kom En' það v’æri þó synd að segja, að allar bernskuminningar mínar sé dapurlegar. Þegar ég man fyrst eftir mér, var kominn steinolíu- lampi að Emmubergi. Það var flat- brennari með skermi. Einu sinni brotnaði glasið og ekkert glas var að fá í Hólminum, svo að nú varð aftur að grípa til gamla grútar- lampans. Eg hefi þá líklega verið á sjötta ári. Svo var það nokkru seinna, að þrír ferðamenn með marga hesta gistu heima. Það var svo sem ekki neitt óvenjulegt að hafa næturgesti, og oft kom það fyrir að þeir voru svo margir að heimafólkið varð að þrengja að sér og ganga úr rúmi. En ekki minnist eg þess að neitt væri tekið fyrir næturgreiða, og sennilega hefir borgun ekki verið fram boð- in. Einn af þessum þremur mönn- um var Guðmundur, sonur séra Jakobs á Sauðafelli. Um morgun- inn, er þeir höfðu matast, fóru þeir út og tóku að leysa upp klyfjar, en menn voru ekki að hnýsast neitt í það. En rétt á eftir kemur hús- bóndinn inn með lampa í hendinni. Þetta var fallegur 10 lína hring- brennari, með hvítum olíugeymi úr postulíni og postulínskúpli. Hafði Guðmundur gefið honum þennan lampa fyrir næturgreið- ann, og það var vel launaður næt- urgreiði! Það var sem hátíð hefði skyndilega haldið innreið sína í baðstofuna. Og nú var kveikt á lampanum og hann bar þessa skín- andi birtu. svo að hvergi bar skugga á. Baðstofan var orðin að Ijóssins höll. Þá greip Bergljót, systir fóstra míns, blað og skrifaði á það í hinum dýrlega ljóma þessa vísu: Lýsir vel lampi á ijóst pennatraf. Hamingjan hampi honum sem gaf. Já, eg hefi gleymt að segja þér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.