Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 10
270 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS týraleikinn Hans og Grétu eftir Willy Kruger. Leikstjóri er SigurSur Krist- insson (3.) Prófessor Lárus Einarsson frá Arós- um flytur tvo fyrirlestra um læknis- fræðileg efni í Háskólanum (5.) Starfsfræðsludagur var haldinn á Akureyri og tókst með ágætum (8.) Ný ljóðabók er komin út eftir Þor- stein Jónsson frá Hamri. Nefnist hún „Tannfé handa nýum heimi“ (8.) Halldór K. Laxness hefir þegar af- hent nokkrum bókaútgefendum í ýms- um löndum meginhluta af handriti að nýrri skáldsögu (8.) Karlakór Reykjavíkur hefir haldið nokkra samsöngva. Sá síðasti var hald- inn á 65 ára afmæli söngstjórans, Sig- urðar Þórðarsonar, sem var hylltur (9.) Leikfélag Akureyrar sýnir íslands- klukkuna eftir Halldór K. Laxness (12.) Þjóðleikhúsið efnir til margvíslegra hátíðahalda í tilefni af 10 ára afmæli leikhússins, sem var 20. apríl (20.) Þjóðleikhúsið flytur tónverkið Car- mina Burana eftir Carl Orff. Stjórn- andi dr. Róbert A. Ottósson (23.) Leikhús Heimdallar sýnir revíu, er nefnist „Eitt lauf“. Höfundar eru margir. Leikstjóri Gunnar Eyjólfsson (24.) Komin er út sjötta bók Þórleifs Bjarnasonar. Nefnist hún „Hjá afa og ömmu" (30.) TJÓN OG SLYSFARIR 120—150 lestir af saltfarmi danska skipsins Clipperen, sem tók niðri við Ólafsvík, eyðilögðust (5.) Skipstjórinn á danska skipinu Clipp- eren varð bráðkvaddur á götu í Reykjavík (9.) Hjálmar Stefánsson, kunnur skíða- maður á Siglufirði, fótbrotnaði illa á æfingu (10.) 71 árs kona, Sesselja Helgadóttir í Hafnarfirði, slasaðist mikið í bílslysi (13.) Grindavíkurbátar urðu fyrir miklu netjatjóni á föstudaginn langa af völdum íslenzkra togara (20.) Patreksfjarðartogarinn Ólafur Jó- hannesson sigldi á togarann Hvalfell frá Reykjavík á Grænlandsmiðum. Bæði skipin skemmdust nokkuð (20.) 18 ára piltur, Sveinbjörn Sigvalda- son, beið bana, er bíll fór fram af bryggju í Hafnarfirði (23.) Trillubátur frá Ólafsfirði fórst með einum manni, Axel Péturssyni. Hann var um fimmtugt, og lætur eftir sig konu og 6 börn (26.) Hollenzkt flutningaskip strandaði í Grundarfirði, en náðist á flot (30.) FÉLAGSMAL Bergur Jónsson kosinn formaður Fé- lags pípulagningameistara (5) Ólafur E. Stefánsson kosinn formað- ur Félags ísl. búfræðikandidata (6.) Kristján Siggeirsson endurkjörinn formaður Fríkirkjusafnaðarins (7.) Ragnar Guðmundsson var kosinn formaður Farfugladeildar. Farfuglar frá 18 löndum komu hingað á sl. ári (9) Úrslit fengust í 4. atrennu við stjórnarkjör í Verkamannafélaginu Fram ó Sauðárkróki, 61:59. Friðrik Sigurðsson var kosinn formaður (12.) Baldvin Jónsson, hrl., kosinn for- maður Flugmálafélags íslands í stað Alexanders Jóhannessonar prófessors, er baðst undan endurkosningu (29.) iÞRÓTTIR Armann varð íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna (6.) Jón Pétursson, KR, stökk 2,02 m á æfingu í hástökki (6.) ÍR varð íslandsmeistari í körfu- knattleik karla (8.) Um 150 íslendingar hafa keypt að- göngumiða á Ólympíuleikana í Róm á þessu ári (9.) Ákveðið hefir verið að alþjóðamót sjóstangveiðimanna fari fram í Vestmanneyum í sumar (10.) FH varð íslandsmeistari í handknatt- leik karla, en Ármann í handknattleik kvenna (12.) Jón Pétursson, KR, setti nýtt ís- landsmet í þrístökki án atrennu, 10,08 m (12.) Sveinn Sveinsson, Siglufirði, varð íslandsmeistari í 15 km skíðagöngu, en sveit Reykvíkinga í flokkasvigi. Kristinn Benediktsson, ísafirði, varð Islandsmeistari í svigi karla, Eysteinn Þórðarson, Reykjavík, í stórsvigi, bruni og þríkeppni í alpagreinum, Skarphéð- inn Guðmundsson, Siglufirði, í stökki, Sveinn Sveinsson, Siglufirði, í nor- rænni tvíkeppni, Sigurjón Hallgríms- son, Fljótum, í 30 km göngu, sveit ís- firðinga í 4x10 km boðgöngu og Kristín Þorgeirsdóttir, Siglufirði, í svigi kvenna, bruni, stórsvigi og þrí- keppni í alpagreinum (20.) Kristleifur Guðbjörnsson, KR, varð fyrstur í 45. Víðavangshlaupi ÍR (23.) Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Valur vann Víking, 5:0 (23.) Þróttur vann Fram, 2:0 (26.) Agnar J. Leví, KR, varð fyrstur í drengjahlaupi Armanns (26.) Freysteinn Þorbergsson varð skák- meistari Islands 1960 (26.) Friðrik Ólafsson, skákmeistari, varð 4. í röðinni á alþjóðlegu stórmóti í Mar del Plata í Argentínu (24.) AFMÆLI Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík varð 40 ára 11. apríl. Sigurður Kristjánsson, fyrrv. alþm., varð 75 ára 14. apríl. Magnús Kjaran, stórkaupmaður, varð 70 ára 19. apríl. Byggingarfélag alþýðu 30 ára (24.) Karlakór Bólstaðarhlíðar 35 ára (24.) Kjartan Thors, framkvæmdastjóri, sjötugur 26. apríl. Ungmennafélag Svarfdæla 50 ára (27.) Kvennadeild Slysavarnafélags Is- lands í Reykjavík 30 ára 28. apríl (29.) MENN OG MALEFNI Nýr sendiherra Belgíu á Islandi, de Fontaine, afhenti forseta trúnaðarbréf sitt 1. apríl (2.) Dr. Konrad Adenauer, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, kom við á Keflavíkur- flugvelli á heimleið frá Tókíó. Ráð- herramir Ólafur Thors og Emil Jóns- son voru meðal þeirra, sem tóku á móti honum (3.) Ingvar Gíslason, lögfræðingur á Ak- ureyri ,tók sæti á Alþingi sem vara- maður Garðars Halldórssonar, 4. þm. Norðurlandskjördæmis eystra (6.) Aðalsteinn Þorgeirsson ráðinn bú- stjóri að Korpúlfsstöðum (29.) Lárus Jóhannesson, hrl., skipaður dómari við Hæstarétt (30.) Jón ísberg, lögfræðingur, skipaður sýslumaður Húnvetninga (30.) ÝMISLEGT Ljóstæknivika var haldin í Reykja- vík fyrst í mánuðinum. Forseti al. þjóðaljóstæknisambandsins kom m. a. í heimsókn (5.) Gerður hefir verið loftferðasamning- ur milli Islands og Svíþjóðar (5.) Lögregluþjónn í Keflavík stal 12 þús. kr. með því að taka til sín hluta af skemmtanaskatti (6.) 17 ára þýzkur sjómaður bjargaði drukknum manni úr höfninni í Reykja- vík (8.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.