Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 14
274 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann reisti mig á fætur. Mér fannst jörðin vera að sporðreisast og eg gat ekki staðið. „Við skulurn fara niður að dælu- vagninum og hvíla okkur um stund“, sagði hann. „Þú nærð þér fljótt aft- ur“. Eg vissi varla hvernig hann dró mig niður að vagninum, en eg sá að menn voru alls staðar á ferli með skóflur og handslöngur til þess að kæfa eldinn í glæðunum. Eg settist á fótskör dæluvagnsins og fekk uppsölu. „Hægan nú, piltur minn“, sagði ein- hver og greip í axlir mér. Eg tók and- köf. „Það er bezt að þú fáir að hvíla þig, þú þarft ekki að hjálpa meira til í bili“. Eg leit upp og sá að yfir mér stóð ungur slökkviliðsmaður. Hann var lágur og þrekinn og svitinn bogaði af sótugu andliti hans. „Það er annað bál hérna efst í gil- inu“, sagði hann. „Við verðum að reyna að komast þangað hið fyrsta. Það er bezt að þú farir inn í vagninn og sért þar, en þú mátt ekki þvælast fyrir neinum. Og þú skalt ekki fara út úr vagninum, því að enginn er til að líta eftir þér“. Hann hjálpaði mér upp í vagninn og lagði mig þar á bedda. Þá hefi ég víst misst meðvitund aftur, því að næst man eg eftir því að við vorum að skrönglast upp með gilinu. Numið var staðar á sléttum velli fyrir ofan gilið, á milli tveggja húnku- hæða. Þarna komu fleiri dæluvagnar og vatnsvagnar og fjöldi slökkviliðs- manna. Og aftur fylktu þeir liði gegn eldinum. Eg sa eldtungur geisast hátt á loft framundan. Hér var alvara á ferðum. Eg hafði nú náð mér aftur, svo að eg þreifaði upp myndavélina, sem eg hafði geymt í vagninum. Eg athugaði hana, lagaði ljósopið og setti á hana blossaperu. Og svo beið eg tæki- færis. — Eg leit á klukkuna. — Nú var hún átta. Það voru ekki nema tvær stundir síðan að bardaginn við eldinn hófst. Eldurinn kom nær og nær og það var eins og hann færi stökkvandi, en við sáum ekki nema eldtungurnar, því að þéttur hlynskógur skyggði á. En skyndilega og í einu vetfangi stóð þessi skógur í ljósum loga. Og trén fellu hvert af öðru. Eg var þurr í kverkunum og and- stuttur er eg var að bogra við að koma myndavélinni fyrir. En þá tók af skarið. Beljandi logagusur komu yfir okkur. Allar vatnsslöngurnar þeyttu úr sér gusum með heljar afli og reyndu að stöðva bálið. Þá laust yfir ógurlegu neistaregni. Eg flýttt mér niður af vagninum með mynda- vélina og skreið undir hann. En þar var ekki vært fyrir brennandi loft- straumi, svo eg skreiddist undan vagn- inum aftur. Slökkviliðsmenn voru á þönum hrópandi og kallandi. Þeir drógu slöngurnar þangað sem mest var þörf fyrir þær. „Meira vatn! Eg fæ ekkert vatn!“ hrópaði einn í örvæntirigu. Eg fleygði mér flötum og grúfði mig niður í jörðina, því að eg þorði ekki að horfa í kring um mig. „Látið mig fá vatn undir eins!“ hrópaði einhver. „Það er ekki hægt, geymirinn er tómur“, var svarað. Sjóðheitur fellibylur skall á okkur. Þrír menn stóðu með slöngu rétt hjá mér og voru náfölir af skelfingu. Vatnið kom í dropatali fram úr túð- unni. Eldinum laust í runna skammt frá okkur. Við vorum innikróaðir. Þá brauzt fram annar flokkur slökkviliðsmanna til þess að reyna að gera hlið á eldhafið. Eg veit ekki hvemig þeim skaut upp þarna, en þeim tókst að kæfa eldinn, sem ógnaði okkur. Þeir hömuðust eins og berserk- ir. Brátt kom nóg vatn. Vatnsskortur- inn hafði ekki staðið nema nokkrar mínútur ,en það virtist eilifðartími. Eg hringaði mig i skjóli við dælu- vagn þegar ný eldbylgja æddi að okk- ur. Vissi eg ekki fyr til en grasið, sem eg lá á fuðraði upp og við það kvikn- aði í fötum mínum. Eg fleygði frá mér myndavélinni, æddi út í rjóðrið og æpti á hjálp. Þá skall á mér vatns- buna, og svo þreif einhver í mig og fleygði mér flötum og hamaðist svo við að kæfa eldinn í fötunum. Þegar því var lokið skildi hann mig þarna eftir, holdvotan og skjálfandi, en mér leið þó ljómandi vel. Þegar eg áttaði mig aftur var eldur- inn að sleikja um seinustu runnana beggja megin við gilið. Geislar frá ljóskösturum rufu reykmökkinn sitt á hvað. Eg fekk ekki betur séð en allur skógur og allt kjarr væri orðið að ösku. Eyðileggingin var fullkomin, og nú voru seinustu glæðurnar að deya. Eg staulaðist á fætur, þótt eg gæti varla staðið. örþreyttir slökkviliðs- menn höfðu lagzt til hvíldar hjá vögn- unum og teygðu úr sér. Eg ráfaði fram hjá þeim til þess að vita hvort eg sæi lífgjafa minn, en myrkrið var allt of mikið. Og svo hneig eg niður á ösku- hrúgu. Myndavélin mín var týnd, fötin mín brunnin, en eg var þó enn lifandi. Og það skifti mestu máli. (Dick Turner). IVienn breyta veðráttu ENN er verið að tala um það hvort menn muni geta breytt veðráttu og gert hana hagstæðari. 1 skýrslu frá Smithsonian Institution segir dr. Roger Reville nýlega, að þetta muni takast. Honum farast svo orð: — Gera má ráð fyrir því, að með auknum skilningi og þekkingu muni finnast vænleg ráð til þess að ráða fyrir veðri. Draga má úr endurkasti hitageisla frá jörðinni t. d. með því að þíða snjó af stórum svæðum og stækka þannig það svæði, sem tekur við hitageislunum. Einnig rrwetti á hinn bóginn draga úr geislum sólar með því að dreifa um loftið efni, sem sólargeislarnir brotna á. Á vorum dögum höfum vér séð eina aðferðina til þess að breyta veðráttu. Siðan hin mikla iðnvæðing hófst, hefir reykurinn af brenndum kolum, oliu og þess háttar, borið út í loftið sem svarar 12% af kolsýrumagni í viðbót við þá kolsýru, sem að náttúrlegu lög- máli er í gufuhvelinu. Nú er það kunnugt, að höfin draga í sig kolsýru og því má vel vera að mestur hlutinn af þessari viðbót hafi farið í höfin. En á næstu hundrað árum má gera ráð fyrir að iðnstöðvar heimsins spúi út í loftið um 1700 milljörðum tonna af kolsýru, en það eru um 70% af því kolsýrumagni, sem nú er í loftinu. Nú fer mikið af þessu í höfin, en gera má ráð fyrir að kolsýrumagn loftsins auk- ist þó um 20%. Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hver áhrif slík aukning kolsýrumagns í loftinu mundi hafa. Mestar líkur benda þó til þess, að hin lægri loftlög hlýni um nokkur stig. Þannig erum vér nú óafvitandi að gera stórkostlega tilraun til að breyta veðráttu á jörðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.