Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 LITIR í KIRKJUM athöfnin helgiblæ á sér. Hér var ekki um það að ræða að snerting handa konungsins megnaði að lækna, heldur hitt, að vegna þess að konungur væri æðsti maður landsins, gæfist honum guðlegur máttur, og það væri þessi máttur sem læknaði. Konungurinn var verkfæri í hendi guðs. Það var nokkuð breytilegt hvernig konungarnir fóru höndum um sjúklingana. Sumir snertu að- eins sárið með fingurgómunum. Aðrir gerðu krossmark á hinn veika stað. Karl I. og Karl II. struku um veika staðinn. Karl II. sat á konungstóli 1660—1685 og enginn konungur læknaði jafn marga og hann. Árið 1682 er þess getið, að þá hafi hann þegar lagt hendur yfir rúmlega 8000 sjúkl- inga. Hann læknaði og fleira en kirtlaveiki. Til hans voru færðir blindir menn og þeir fengu sýn. Og menn sem lengi höfðu legið ósjálfbjarga vegna lömunar, gengu sjálfir út úr konungshöllinni, eftir að hann hafði lagt hendur yfir þá. Vilhjálmur III., sem kom til rík- is 1689, varð fyrstur allra til þess að efast um lækningamátt handa- álagningar. Þegar komið var með sjúklinga til hans, sagði hann við þá, að „hann vonaði að guð gæfi þeim meiri skynsemi". Lagði hann þó hendur yfir þá, en fekkst aldrei til að gera það oftar. En Anna drottning hóf lækning- arnar að nýu. Hinn 28. febrúar 1712 birtist í „Gazette" eftirfarandi tilkynning: „Það er ætlan hennar hátignar að leggja hendur yfir sjúka menn miðvikudaginn 19. marz n. k. og síðan á hverjum miðvikudegi alla föstuna. Er það hennar konungleg tilskipan að umsóknir sé sendar daginn áður til Whitehall“. Hinn 30. marz 1714 lagði hún hendur yfir Samuel Johnson sem þá var aðeins 5 ára, en var kominn Á SEINUSTU árum hefir litafræði fleygt mjög fram, einkum vegna þess að menn hafa uppgötvað, að ekki stend- ur á sama hvaða litir eru í íbúðarher- bergjuih og vinnustofum. Nú er það orðin sérgrein að ákveða, hvaða litir hæfa bezt á hverjum stað. En litafræðin er þó mörgum sinnum eldri, og í Gamla testamentinu er skýrt frá því hvaða litir skuli vera ráðandi í helgidóminum. Segir þar svo í 2. Mósebók: „Tjaldbúðina skaltu gera af 10 dúkum; þeir skulu vera úr hvítri viðarull tvinnaðri, bláum purpura, rauðum purpura og skarlati. Þú skalt búa til lykkjur af bláum purpura á jaðra dúkanna .... og króka af gulli að tengja saman dúkana“. Og um messuklæði prestanna segir: „Þeir skulu gera Aron bróður þínum og son- um hans helg klæði, að hann þjóni mér í prestsembætti Og skulu þeir til í dauðann af kirtlaveiki. Samuel Johnson varð síðar nafnkunnur rithöfundur og skáld. Hann lifði 70 ár eftir að drottningin lagði hend- ur yfir hann. „Hvaða lækningamáttur var það, sem fylgdi hinni konunglegu snert- ingu?“ spyr Stuart Martin, sem þetta er haft eftir. „Eg hefi heyrt menn segja að það hafi „bara ver- ið trúarlækning". Gott og vel, segjum að trúin hafi hjálpað fólk- inu. Ekki gerir það lækningarnar ómerkilegri. Þá sést hvers trúin er megnug. En eg hefi aldrei heyrt að hún væri talin til raunvísinda. En minnast má þess sem Kristur sagði: Trú þín hefir læknað þig“. Dr. Helgi Pjeturss hafði þá skýr- ingu á þessu, að hér væri um „bio- induktion" að ræða og hann helt því fram, að lífgeislalækningar muni verða hinn mikilsverðasti þáttur 1 læknisfræði framtíðarinn- ar, menn verði magnaðir til heilsu þannig, að lífgeislunum verði veitt til þeirra. Til þess að geta gert þess taka gull, bláan purpura, rauðan purpura, skarlat og hvíta viðarull“. Litir helgidómsins eru því fimm: gult, blátt, blárautt, rautt og hvítt. Á 6. öld ritaði St. Gregory að þessir væri hinir helgu litir rómversku kirkj. unnar og á 8. öld segir Beda prestur hinn fróði hið sama um helgiliti engil- saxnesku kirkjunnar. Og 1678 kom út bók eftir mann sem hét William Sal- mon. Þar er lýst táknrænni þýðingu lita: hvítt er litur trúarinnar, vamm- leysi hefir gullinn lit, en eilífðin er ætíð táknuð með bláum lit og gylltum stjörnum. Þess vegna var það siður að mála hvelfingar kirkna bláar með gullnum ^Btjörnum; ennfremur að mála kirkju- klukkur bláar og með gylltri rönd. Má enn sjá liti þessa í ýmsum dóm- kirkjum og fjölda mörgum öðrum kirkjum. kraftaverk, verði menn að hafa traust annara, og þetta traust sé kallað trú. Alþýðan magnar menn með trausti sínu, og það er alveg eðlilegt að traustið komi niður þar sem konungarnir eru, æðstu menn þjóðarinnar Það var því traust al- mennings, sem magnaði ensku konungana til að gera kraftaverk. „Traustið gerir þá samstilling, sem er nauðsynleg til að fá þátt í lífs- afli hinnar æðri veru, og geta veitt öðrum þátt í því. Menn gætu talað um tíu, hundrað eða þúsund mann- afla biodynamo (lífaflvél); og þvi fleiri sem eru samhuga, því meira geta þeir til vegar komið með líf- geislum, og sá maður sem þeir magna með trausti sínu“. 1 Sahara eyðimörkinni er vin, sem heitir Tenere. Þar er aðeins eitt tré. Það sést að langar leiðir, því að allt umhverfis er slétt eyðimörk. Nú hefir tréð orðið fyrir miklum skemmdum. Franskur herbíll rakst á það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.