Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 16
276 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKIP MITT KEMUR AÐ LANDI — Á hverju vori hefjast siglingar á Reykja- víkurtjörn og má þar sjá marga fagra fleytu. Og kátir eru eigendur er þeir taka á móti skipum sínum eftir að þau hafa siglt þvert yfir tjörnina. (Ljósm. Ól. K. Magn.) BRIDGE A K 9 7 6 3 V 5 3 2 ♦ 5 4 3 * A 6 * G 5 4 2 V — ♦ D 10 8 7 f KD985 A D *A K G 10 9 6 4 ♦ A K 9 * 10 5 S sagði 4 hjörtu og út kom L K, sem drepinn var í borði. Þá sló hann út lágtrompi, en enda þótt hann væri með 10 tromp alls, drap hann á hendi með tíunni, og fyrir þetta fekk hann 10 slagi. Mönnum mun nú sýnast sem þetta hafi verið slympilukka fyrir S, og hann hafi í rauninni spilað klaufalega. En svo er ekki. Enda þótt V hefði haft H D, mundi hann hafa unnið. Þá fær hann einn slag á spaða, því að hann getur þá geymt H5 til þess að komast inn í borði. Bæn Magnúss Árið 1871 var hið fjórða „kirkjumót Norðurlanda" haldið í Kaupmanna- höfn. Þar var meðal annars rætt um „hlutfallið milli skynsemistrúar og hinnar kristnu trúar“. Magnús Eiríks- son guðfræðingur var þar, beiddi sér hljóðs og fekk það. Hann ætlaði nú að verja trúéarskoðun sína vel og ræki- lega fyrir fjölmennri samkomu. En hann komst ekki langt. Áheyrendur gerðu ys mikinn svo hann varð að hætta. Hann krýpur þá á kné við ræðu- stólinn og biður brennandi bænarorð- um til guðs síns, en þeim sem við- staddir voru, fannst mikið um. Hin barnslega brennheita trú, sem lýsti sér í bæn hans, vakti eftirtekt þeirra. Margir prestar, sem voru á mótinu, rituðu Magnúsi seinna og tjáðu hon- um virðing sína fyrir framkomU hans á fundinum. (Hafsteinn Pétursson) Fyrir 75 árum Það voraði snemma hér í Reykjavík 1885. Vorið byrjaði í aprílmánuði og var svo hlýtt, að blómjurtir gægðust upp úr moldinni og voru komin nær fullvaxin blöð á þær í maí. En þá gerði nepjukulda og hvassviðri, er banaði nýgræðingnum og jörð blés svo upp að hún líktist ösku. Kuldinn helzt langt fram í júnímánuð, en gaddurinn byrjaði aftur í ágúst — nóttina milli 11. og 12. ágúst var hitamælirinn fyrir neðan frostmark hér í kring um Reykjavík. (Schierbeck landlæknir) lslenzkan í bréfi til Gríms Jónssonar segir Rasmus K. Rask: „Það kalla eg aðal sérhverrar tungu, sem henni er einkum auðið fram yfir aðrar tungur í heim- inum. Svo held eg alls engin geti jafn- ast við norrænu í tilliti til skáldskap- ar, þegar smekkfull skáld yrkja, og fáar kannske í krafti og djarfleik, þeg- ar mælskumenn tala.... Hún hefir þann eiginleik fram yfir flestallar tungur, er eg hefi nokkra þekkingu á, nefnilega óendanlegt nýgervingaefni, og vona eg að hún með þeim hætti geti jafnast við hverja aðra sem til er eða nokkurn tíma hefir til verið í heiminum“. Afleiðing drykkjuskapar. Þórey Bjarnadóttir prests Jónssonar á Þönglabakka varð seinni kona séra Björns Jónssonar gamla á Hvanneyri (um miðja 17. öld). Hún var miklu yngri en séra Björn og þóttist illa gefin og varð drykkfelld. Sagnir segja, að svo mikið hafi kveðið að drykkju- skap Þóreyar, að er sonur þeirra Magnús fæddist, hafi hann verið húð- laus í heilt ár, hverra lækninga sem leitað var, þar til loks að hollenzkur læknir læknaði hann með áburði. Kvað hann húðleysið stafa af of- neyzlu áfengra drykkja móðurinnar um meðgöngutímann. (Siglufj arðarprestar). 8 A A 10 V D 8 7 ♦ G 6 2 + G 7 4 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.