Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 4
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Leifarnar af steinbryggju Miljónarfélagsins. arness, Klepps og Bústaða, og þeir voru þar rétt hjá sem nú er íþróttahúsið á Hálogalandi. Þar sem Þórhallur Oddsson talar um „Líkavörðu þá gömlu“ verður það að skiljast þannig, að hún beri þá ekki lengur það nafn með réttu, enda var þá liðin rúmlega hálf öld síðan líkflutningar til Viðeyar hættu. Það lagðist niður að flytja þangað lík til greftrunar, þegar klaustrið var af tekið. En varðan hefir staðið og verið alþekkt, og 280 árum síðar stendur hún enn, samkvæmt bréfi eigenda Laugar- ness 1884, en þá fáum vér líka að vita, að hún hefir verið úr torfi og því eflaust mikil um sig. Nú ber þess að geta, að til er lýsing á landamerkjum Laugar- ness eftir séra Eggert Guðmunds- son í Reykholti, skráð 1826. Séra Eggert var fæddur og upp alinn á Arnarhóli í Reykjavík. Hann seg- ir landamerkin vera: „Úr rústun- um (þar mun átt við Bústaðaborg) í Sogakelduna sem ræður sjón- hending á vörðuna, sem er í Laug- arholtinu og sjónhending það- an í gegnum Gunnarshóla að »já, í Ábótasæti í Heljarkinn í Viðey“. Hér kemur ýmislegt nýtt. „Varð- an á Laugarholtinu" er eflaust sama sem Þrísteinar, en ekki veit eg hvar Gunnarshólar hafa verið. Sennilegt þykir mér, að þeir hafi verið austan við Laugarásinn um það bil * er Kambsvegur og Kleppsvegur mætast nú. Á þessum slóðum var tekið mikið af grjóti og sandi fyrir mörgum árum og hafa hólarnir sennilega horfið í því jarðraski. (Á þeim árum kom upp rangnefnið Kleppsholt; það ör- nefni hefir aldrei verið til). Þessi landamerkjalýsing séra Eggerts er ekki nákvæm, og ein- kennilegt að hann skuli miða við Ábótasæti í Viðey. Það ömefni er enn vel kunnugt og er í klettunum fyrir austan Viðeyarstofu. Sé dreg- in bein lína frá Þrísteinum í Ábóta- sæti, lendir hún um Flugskálann hjá tjarnarvíkinni. Þar er enginn Köllunarklettur og þar hefir Líka- varða ekki staðið, því að þá er hún langt en ekki skammt fyrir sunn- an Vatnagarð. Þessi landamerkja- lína er líka of austarlega, en þetta sýnir að séra Eggert telur landa- merkin fyrir austan Laugarásinn. Hann hefir talið að þau ætti að fylgja Langholtinu á enda. Annars hefir nafn á holtinu verið nokkuð á reiki. Þórhallur Oddsson kallar það Laugarás, séra Eggert kallar það Laugarholt, en Guðni Einars- son kallar það Langholt. Sýnílegt er, að allir eiga við sama holtið, sem byrjar hjá Þrísteinum. — ★ — Eg fór nokkrar ferðir upp með Viðeyarsundi og byrjaði á því að leita að Biskupsgötu, en hún mun hvergi sýnileg á þessum slóðum. Einu minjar hennar munu nú vera á sjávarbökkunum milli bæar- rústa Klepps og Gelgjutanga. Gat- an mun þó fyrst hafa legið frá Laugarnesi upp að Barnhóli og svo skáhallt fram á sjávarbakkann þar sem nú er Olíustöðin og fisk- vinnsluverksmiðjan og síðan alltaf á sjávarbakkanum að grandanum fyrir framan tjörnina hjá Klepps- spítala. — Ef einhver nennir að skreppa með mér þessa leið, þá er þar ýmislegt að sjá. Þarna eru víðast þverhnýpt- ir klettar, lítil sem engin fjara undir þeim, og ekki hægt að kom- ast niður nema á stöku stað. Köllunarklettsvegur er rang- nefni og það nær engri átt að fisk- vinnsluverksmiðjan standi á Köli- unarkletti. Bein lína þangað úr Þrísteinum mundi hafa lent vestan við Laugarásinn, en Laugarásinn var ekki í Kleppslandi. Þar fyrir innan koma aðrar verksmiðjur, en ekki þarf heldur að leita að Köllunarkletti þar. Svo kemur slakki og óbyggt svæði inn á móts við Balbóbúðir. Þar hafa fyrrum verið ótræðismýrar alveg fram á sjávarkletta. Vesturhluti þessa svæðis hefir verið ræstur fram og þar gert tún, svo að nú er allt ólíkt því sem áður var. Niður af Balbóbúðum gengur fram klettaröðull og er þar einn hóll mestur og áberandi og nefnist Grjóthóll, en ekki veit eg hvað það nafn er gamalt. Á honum eru rúst-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.