Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 16
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A A 7 6 ¥ 8 4 3 ♦ A K 7 3 2 496 4 K 10 5 3 V K 7 6 ♦ D 10 8 5 * G 4 ¥ D G 9 5 ♦ 9 4 D 10 8 7 4 D 8 2 ¥ A 10 2 ♦ G 6 4 * A D 5 2 Sagnir voru þessar: N A S 1 ♦ pass 2 gr. 3 gr. pass pass V ' pass pass V slær út S3 og slagnum er hleypt til drottningar. En hvernig á S svo að spila? Hann verður að ná 4 slögum á tígul, ef hann á að vinna. Það ætti að vera hægðarleikur ef tiglamir hjá and- stæðingum eru 3-2, verra er við að eiga ef þeir skyldu vera 4-1. Veriu get- ur að drottningin sé þá einspil, og flestir mundu hafa slegið út lágtigli undir kónginn til þess að ganga úr skugga um það. En þó er vissara að spila tigulgosa fyrst, því að vérið get- ur að 8, 9 eða 10 sé einspil. Nú þegar gosinn kemur út, verður V að drepa með drottningu. Hún er svo drepin með kóng og T9 kemur í hjá A. Þá slær N út lægsta tigli sínum undir sexuna, en V drepur með T8. En þá er tían hans ónýt í millihönd, og S vinn- ur spilið. í HERJÓLFSDAL — Engin sumarskemmtun hér á landi kemst til jafnaðar við Þjóðhátíð Vestmanneya, sem haldin er á hverju sumri inn í Herjólfsdal. Þar er tilkomumiki'! samkomustaður milli hárra fjalla og skjól gott. Eya- skeggjar leggja lika mikið í kostnað við að prýða staðinn í hvert sinn, eins og sjá mt hér á myndinni, því að h;*nn likist nokkuð skemmtigarði. Eitt vantar þó á, að þarna er enginn skógur. Nú er byrjað að bæta úr því og hefir talsvert verið gróðursett þar af plöntum. En væri ekki heillaráð fyrir Vest- manneyinga að stofna skógræktarfélag, sem hefði það hlutverk að koma úpp sem mestum skógi i Ilerjólfsdal og á sem skemmstum tíma? Enginr. vafi er á, að þar geta barrtré þrifizt, því að þar er skjól fyrir vcrstu og þrálátustu áttinni í eyunum. lagt undir tungurætur á tröllriðnum hestum, þá batni þeim þegar. Seint fyrnist forn ást Stúlka átti heima í Grindavík suður. Þar trúlofaðist hún huldupresti, en harn sagði henni upp. Seinna giftist stúikan í Hreppum og dó þar fyrir fáum árum. Ávallt unni hún huldu- prestinum og beið þess aldrei bætur að hún hafði misst hann. (Séra Ólafur Briem, 1901) sótt^ en ekki mikil, og bóla. Sú kind sást líka hjá Höfða í Biskupstungum fyrir miklu bóluna, með sama lit og vexti, 1555 (Kjósarann.) t tgerðarmenn Nú er önnur merking í þessu nafni en áður var. Þá voru aðkomusjómenn í verstöðvum kallaðir útgerðarmenn ef þeir nestuðu sig sjalfir því að mat- vælaforði þeirra til vertíðarinnar var kallaður útgerð. Tröllriðinn Séra Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal getur þess í Grasnytjum sín- um að hestar þeir sé nefndir tröll- riðnii. sem detta niðui án orsaka, og bætir hann því við, að ef tófugras sé Ókind boðar bólusótt Árið 1573 sást í Auðsholti í Biskups- tungum hjá efra ferjustaðnum ein und arleg kind; hún var skjöldótt og vaxin sem gaflkæna með langri trjónu fram, en snubbótt aftan fyrir. Þar eftir kom Mýs og lundamold. Flestar Breiðafjarðareyar eru laus- ar við mýs. Það er jafnvel sagt, að þær geti ekki lifað þar. Því er og almennt trúað, að lundamold sé eins eg eitur fyrir mýsnar. (Eggert Ólafsson.) z

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.