Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 12
45« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS komin heim I ársleyfi ef<ir 5 ára starf við íslenzku kristnibocsstöðina í Konso (5.) Soffía Haraldsdóttir endurkosin for- maður Kvenfélagsins Hringsins (6.) Guðmundur í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, fer í opinbera heimsókn til ísrael (11.) Séra Kristján Róbertsson, sóknar- prestur á Akureyri hefur fengið lausn frá embætti (12.) Karl Ómar Jónsson, verkfræðingur hlaut 10 þúsund d. kr. styrk úr sjóði I. C. Möller til rannsókna í sambandi við hitaveitu (13.) Sigríður Geirsdóttir varð nr. 3 í feg- urðarsamkeppni á Langasandi í Kali- forníu (12. og 14.) Forsetahjónin fóru utan til dvalar í Þýzkalandi um stund (14.) Matthías B. Sveinsson, rafvirkja- meistari á Selfossi, ráðinn sveitarstjóri í Hveragerði (17.) íslenzk stúlka, Högna Sigurðardótt- ir, var hæst af 300 nemendum, sem gengu undir lokapróf á þessu ári í listaskóla Frakka (19.) Sendinefnd Kongóstjórnar hjá Sam- einuðu þjóðunum kom við á Kefla- víkurflugvelli á heimleið (25.) Bæarstjóranum á Akranesi, Daníel Agústínussyni, vikið úr starfi. Hálfdán Sveinsson ráðinn bæarstjórf fyrst um sinn (25., 26., 28. og 30.) Þrjú prófessorsembætti auglýst laus, í geðlæknisfræði við læknadeild Há- skólans, í efnafræði við læknadeildina og eðlisfræði við verkfræðideildina. Prófessorinn í geðlæknisfræði verður jafnframt yfirlæknir sjúkradeildar við Kleppsspítala (26.) Jósef J. Bjömssyni reistur minnis- varði að Hólum í Hjáltadal (27.) SLYSFARIR OG SKAÐAR Skozkur ferðamaður, Stuart A. Mclntosh, sem var leiðsögumaður brezkra skáta á hestaferðalagi hér á landi, drukknaði í Brúará (3.) Óvenjulegt bílslys varð á Siglufirði. Bí) var ekið á húsvegg, sem brotnaði, og stanzaði bíllinn ekki fyrr en inni í stofu. Menn sakaði ekki (3.) Norskur sjómaður varð skipsfélaga sínum að bana í ölæði austur á Seyð- isfirði. Eftir réttarhöld á Seyðisfirði var maðurinn' fluttur út sem fangi (6.) Feðgar, Magnús Björnsson, símamað- ur og Björn sonur hans, 'slasast er dráttarvél valt með þá (6.) ölvaður maður kveikti sofandi 1 rúmfötum sínum og var nauðuglega bjargað frá köfnun (10.) Bíll valt á Þrengslavegi og tvær kon- ur meiddust mikið (16.) 300—400 hestar af heyi eyðilögðust að Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði er eldur kom upp í hlöð- unni þar (17.) Húsið Bergstaðastræti 10 eyðilagðist af eldi. Tveir piltar viðurkenna að hafa kveikt í því af gáleysi (18. og 19.) . Sumarbústaður í landi Skálabrekku í Þingvallasveit brann til kaldra kola (18.) Hollenzkt flutningaskip, Nisse, strandar við Raufarhöfn. Var því aft- ur náð á flot lítið skemmdu (23.) Harður bílaárekstur varð á Þing- vallavegi. SKemmdust tveir bilar mik- ið, en slys urðu ekki alvarleg á mönn- um (23.) Jón Valgeir Hallvarðsson, 58 ára, féll ofan af einnar hæðar húsi og beið bana (24.) Um 100 hestar af heyi eyðilögðust, er eldur kom upp í hlöðu að Grund í Eyafirði (26.) Eldur kom upp í mannlausum bíl skammt frá Bægisá í Eyafirði. Til þess að hindra að eldur kviknaði í benzíni var bílnum hrundið í ána (26.) Tumakot í Vogum, tvílyft timburhús, eyðilagðist í eldi (27.) félagsmAl Sigríður Sigurjónsdóttir, Hurðar- baki, kosin formaður Sambands borg- firzkra kvenna (10.) Guðmundur Lárusson kosinn form. Taflfélags Reykjavíkur (17.) Elísabet Jónsdóttir, Fagradal, kos- in form. Samb. breiðfirzkra kvenna (19) Félag Sjálfstæðismanna stofnað í Borgarfjarðarsýslu. Formaður er Guð- mundur Jónsson, skólastjóri á Hvann- eyri (25.) Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri, endurkosinn formaður Sambands ísl. rafveitna (27.) AFMÆLI Bókaverslun Jónasar Tómassonar « ísafirði 40 ára (24.) Hjálpræðisherinn á íslandi 65 ára (25.) Liðin eru 100 ár frá fæðingu dr. Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjala- varðar (30.) ÝMISLEGT íslenzk áhöfn sigldi ítöisku lysti- snekkjunni Franz Terzo til Grænlands, eftir að áhöfnin, sem var hollenzk, hafði gefizt upp við það. Skipstjóri var Þröstur Sigtryggsson (3.) Svala kom upp ungum sínum í fjós- hlöðunni að Hnausum í Meðallandi. Er mjög sjaldgæft að svala verpi hér (3.) Sparifjáraukning í apríl til júní 33 millj. kr. meiri í ár en á sama tíma í fyrra (4.) Biskup íslands vísiterar Barða- strandarprófastsdæmi (5.) Ferðamannastraumur hefir aldrei verið meiri til íslands en á þessu ári. Meðal annars eru hér tveir vísinda- ieiðangrar, landfræðinga og jarðfræð- inga (6.) Seyðisfjarðartogarinn Brimnes seld- ur á uppboði. Hafa þá allir Austfjarða- togararnir verið seldir (6.) Viðskiptasamningur Islands og Frakkiands framlengdur (7.) Deila var í Skagafirði um stóðhesta, sem gengu lausir í afréttarlandi. Átta hross voru handsömuð og seld á upp- boði (7. og 9.) Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum var mjög fjölsótt að venju (9.) Rúmlega 20 millj. kr. jafnað niður í Hafnarfirði (9.) Ungur maður réðist í ölæði á fóst- urföður sinn og hótaði að ráða hann af dögum (9.) Hafinn hefir verið útflutningur á fiatfiski flugleiðis, en í smáum stíl (10.) Garðyrkjusýning haldin í Hvera- gerði (10.) Björn Pálsson hefir leigt Cessna sjúkraflugvélina sína gömlu til flugs í Grænlandi (11.) Mávahópur flaug fyrir eina flugvél Flugféiags Islands, þegar hún var að lenda á Akureyri. Lentu mávarnir á öðrum hreyflinum og skemmdist hann nokkuð (11.) 15 bátar frá Reykjavík hafa hafið dragnótaveiðar í Faxaflóa (11.) Skymaster-flugvélin Saga, sem var í eigu Loftleiða seld til Luxemburg (11.) Bændur á Kjalarnesþingi fóru í hóp- ferð um Vestfirði (12.) Hreindýraveiðitíminn hófst 7. ágúst og lýkur 20. sept. Samtals er leyfi- iegt að fella 600 hreindýr á þessu hausti (12.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.