Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 14
458 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vatn unnið úr sjó Ný aðferð sem VÍÐÁTTUMIKIL svæði á jörðinni eru ber og blásin, vegna þess að þar skortir vatn. Og víða er hörgull á drykkjarvatni. Til þess að bæta úr þessu hefir mönnum helzt hug- kvæmzt að vinna vatn úr sjó í stórum stíl, en það hefir fram að þessu strandað á því, að kostnað- urinn við það hefur reynzt allt of mikill. Reyndar hafa verið ýms- ar aðferðir til þess að eima sjó, og aðrar aðferðir við að frysta sjó og ná þannig vatninu úr honum. Einu sinni var og 1 alvöru talað um, að láta skip draga hafísjaka sunnan úr Suðuríshafi til vesturstrandar Bandaríkjanna. Sá sem kom fram með þessa tillögu, taldi að rýrnun á hafísjakanum mundi ekki verða svo mikil, að þetta gæti ekki borg- að sig. En úr framkvæmdum hef- ir ekki orðið enn. Maður er nefndur dr. Alexand- er Zarchin. Hann er Gyðingur að Handknattleiksdrengir úr Víking komnir heim eftir velheppnaða Dan- merkurför (20.) Axel Kvaran, lögregluþjónn, synti frá Kjalarnesi til Reykjavíkur og er hann annar maður, sem það gerir (23.) Handknattleiksflokkur frá Færeyj- um í heimsókn (24.) Gunnar Sólnes varð Akureyrarmeist- ari í skák (24.) Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák og Freysteinn Þorbergsson, íslands- meistari háðu einvígi, sem lauk með sigri Friðriks, 5 vinningum gegn ein- um (25.) Agústa Þorsteinsdóttir og Guðm. Gísiason, sem kepptu í sundi á Ol- ympíuleikunum í Róm, komust hvor- ugt í milliriðil (27.) fngólfur Isabarn varð Reykjavíkur- meistari í golfi (31.) mun gefast vel ætt og rafmagns-efnafræðingur. Hann átti heima í Rússlandi og vann að rannsóknum í tæknihá- skólanum í Leningrad. Rannsóknir hans snerust um það, hvernig unnt mundi að vinna vatn úr sjó þannig, að það borgaði sig. Svo virtist sem sovézku yfirvöldin hafi verið ánægð með rannsóknir hans, því að stjórnin veitti hohum heiðurs- verðlaun. En skömmu seinna var Zarchin ákærður fyrir ,.Zionisma“ og dæmdur til fimm ára þrælkun- ar í asfaltnámunum í Úralfjöllum. Að loknum refsitíma komst hann úr landi og helt til ísraels- ríkis. Þar hefir hann haldið áfram rannsóknum sínum, og nú hefir honum tekizt að finna aðferð til þess að ná vatni úr sjónum án þess að það verði of dýrt. Aðferð hans er talin bæði frum- leg og merkileg. Hún byggist á því, að í sjávarís eru hvorki málm- sölt né salt, heldur fæst ferskt vatn úr ísnum þegar hann er bræddur, Sjónum er dælt í úða inn í stóran loftlausan geymi. Og vegna þess að enginn loftþrýstingur er í geym- inum, leysist nokkuð af vatninu í sjónum upp í gufu. En við það kólnar svo í geyminum niður fyrir frostmark, svö að ískrystallar myndast. Gufan hefir leitað upp, en ískrystallarnir falla til botns í geyminum og synda þar í salt- pækli. Nú er pæklinum og ísmol- unum dælt í annað ker og aðskil- ið um leið. ísmolarnir verða sér í keri, og nú er gufunni dælt inn í það og um leið bráðna ísmolarnir og verða að yatni ásamt gufunni. Dr. Zarchin hefir komið upp til- raunastöð á Miðjarðarhafsströnd og aðferð hans hefir einnig verið reynd í tilraunastofnunum í Bandaríkjunum. Hefir árangur af þessu orðið svo góður, að nú hafa firmað Fairbanks, Norse & Co. í Bandaríkjunum og stjórnin í ísraei tekið höndum saman um að koma upp stórri „vatnsverksmiðju“ í ísrael. Á hún að framleiða vatn til heimilisþarfa, til iðnaðar og í áveitur. Er búist við að þessi verk- smiðja verði komin á fót fyrir ára- mót. Forstjóri Fairbanks, Norse & Co. hefir látið svo um mælt, að vatn, sem framleitt sé með þessari að- ferð, verði ekki dýrara, og líklega heldur ódýrara en neyzluvatn í Bandaríkjunum, en það kostar nú að meðaltali um 40 cent hver 1000 gallón. Fairbanks fyrirtækið ætlar líka að koma upp slíkum vatnsstöðvum á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og gerir ráð fyrir að árið 1965 verði framleiðslan orðin 1000 milljónir gallóna á dag, og verði notað í áveitur á hrjóstur og eyðimerkur þar, svo að þeim verði breytt í ald- ingarða. Molar Verksmiðja nokkur í Cincinnati í Bandaríkjunum tók upp þann sið að greiða vinnulaun með ávísunum. Þá reis verklýðsfélagið upp og krafðist þess að hver verkamaður fengi kaup fyrir eina klukkustund, áuk vinnu- tíma síns, vegna þess að þeir eyddu klukkustund í að fá ávísanirnar inn- leystar. Bandaríska tímaritið „Time Maga- zine“ segir svo um ungu rithöfundana í Englandi, að þeir skrifi vel, en þeir keppist um það hver geti lýst lífinu í Bretlandi sem argvítugast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.