Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 8
452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Börnin hjá húsinu sínu, Balbókamp 54. Talið frá vinstri: Sveinbjörn, Halldóra, Sigurður Helgi, Þórir og Asmundur. Lengst til hægri sést dúfnahúsið, sem Svein björn var að smíða. Nú bætist enn lítill drengur í hópinn, svo að þau eru orðin fimm bömin. Eg fæ að vita að faðir þeirra heitir Þórir Haraldsson og er vörubílstjóri, og er fæddur í fyrsta býlinu, sem reist var í Lang- holti. Móðir þeirra heitir Margrét Ásmundsdóttir. Elztur er Svein- bjöm 11 ára, þá Ásmundur 9 ára, Halldóra 7 ára, Sigurður Helgi 6 ára og Þórir 5 ára. Og svo eru tvö systkin enn, stúlka sem er elzt og farin að vinna fyrir sér, og svo er lítið barn í vöggu. — Hvert ert þú að fara? spyr Sveinbjöm svo þegar hann hefir skýrt mér frá þessu. — Eg er að snuðra hérna um sjávarbakkana, segi eg. Til hvers er þessi girðing hér fyrir neðan? — Ætli hún hafi ekki verið sett til öryggis vegna grjótnámsins, segir hann. — Veiztu hvað hann heitir þessi hái hóll þama fyrir neðan gírð- inguna? — Hann heitir Grjóthóll. — Ekki var eg að leita að hon- um, eg var að leita að Köllunar- kletti. — Nú, þarna er Köllunarklettur, segir hann og bendir á hólinn með fuglaþúfunni rétt við veginn upp úr grjótnámunni. Hafðu blessaður sagt, hugsa eg með mér, en upphátt segi eg: — Hver hefir sagt þér það? — Fullorðnir menn hafa sagt mér það og þar á meðal gamall maður sem nú er í Hrafnistu, en eg man ekki hvað hann heitir. Og það bergmálar mikið þegar kallað er á klettinum, tvöfalt bergmál. Við töluðum margt fleira saman. Drengurinn er óvenjulega skír. Móðir hans sagði mér að í frístund- um sínum væri hann að grúska í stjörnufræði og vélfræði. Hann langar mest til að verða flugmaður, þegar hann er orðinn stór. Og þessi ungi drengur gat frætt mig á því, er fjöldi gamalla manna, er eg hafði spurt, vissi ekki. Hann gat staðfest það, sem mig langaði til að fá staðfest, að þarna væri Köll- unarklettur, en ekki niðri hjá verksmiðjunni. Kletturinn þar, sem kallaður hefir verið Köllunar- klettur, hefi eg heyrt að heiti Sýru- klettur. Á. Ó. u lóan eina — Hreimsárt á strengjunum grætur mín gleði, sifrar mín sælasta sorg .... Ég átti aðeins eina visu. Öll var hún helguð þér! 1 sælustu sorg og sárustu gleði söng hún í brjósti mér! Draumur minn var hún um nætur, á daginn mín heita þrá. 1 örbirgð var hún minn auður. — Og enn er hún allt sem ég á! oOo— Ég á aðeins eina vísu, — einn ómandi span-þaninn streng, — sem kliðar og niðar og hvíslar hljótt í huga mér, — hvar sem ég geng: Landið mitt hörku-ljúfa og blíða. Mitt hjarta er helgað þér! í sælustu gleði og sárasta kvíða býrð þú í brjósti mér! HELGI VALTÝSSON Hnýsur eru vitrar Nú þykjast menn haifa komist að raun um að hnýsur séu þriðju vitrustu dýr jarðar og standi ekki öðrum að baki en manninum og chimpanze-apa. jafn- vel að þær muni ganga næst manninum. Heilinn í hnýsum er stærri en í manni. Meðalþyngd mannsheila er 1300 grömm, en í hnýsunni 1800 grömm. Og svo hafa hnýsur svo gott tungutak, að ekki er talið ósennilegt að hægt sé að kenna þeim að tala. Hnýsa í fiska- safni í Marineland í Florida hermdi svo vel eftir gæslumanni sínum, að kona hans rak upp skellihlátur. Og hvað gerði hnýsan þá? Hún hermdi sft- ir konunni og skellihló eins og hún.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.