Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 453 Þegar forsetinn tók við embætti að nýu. Talið frá vinstri: Friðjón Skarphéð- insson, forseti Sam. Alþingis, Ólafur Thors forsætisráð- herra, Dóra Þórhalls- dóttir forsetafrú, Ás- geir Ásgeirsson for- seti tslands og Þórð- ur Eyólfsson dóm- stjóri Hæstaréttar. Þetta gerðist / ágústmánuði FORSETI ISLANDS Ásgeir Ásgeirsson, forseti, tók við embætti að nýju 1. ágúst og hófst þar með þriðja kjörtímabil hans sem forseta landsins. Hin há- tíðlega athöfn hófst í Dómkirkjunni þar sem biskup Islands flutti ritn- ingargrein og ávarpaði forsetann. Sjálf embættistakan fór síðan fram í Alþingishúsinu þar sem forseti hæstaréttar lýsti forsetakjöri og út- gáfu forsetabréfs og mælti fram eiðstafinn, sem forseti síðan undir- ritaði. Að því loknu gekk forsetinn ásamt forsetafrúnni, Dóru Þórhalls- dóttur, fram á svalir Alþingishúss- ins. Þá flutti forseti ræðu. LANDHELGIN Ríkisstjómin féllst á að taka upp viðræður við brezku ríkisstjórnina um deilu þá. sem er um aðstöðu brezkra fiskimanna á íslandsmiðum. Miða við- ræður þessar að því að kanna til hlítar öll úrræði til að koma í veg fyrir áf ramhaldandi árekstra. J afnf ramt áréttaði íslenzka ríkisstjórnin rétt Is- lands til 12 mílna fiskveiðilögsögu. (11.) Á norrænni fiskimálaráðstefnu, sem haldin var í Karlskrona í Svíþjóð skiptust s j ávarútvegsmálaráðherrar landanna m. a. á skoðunum í land- helgismálinu (27.) SÍLDVEIÐARNAR Síldveiðarnar brugðust að lang- mestu leyti í ágústmánuði. Nær engin síld veiddist fyrir Norðurlandi, en nokkur síldveiði var fyrir austan land. Almenn getur veiðin þó ekki talizt og upp úr miðjum mánuðinum fóru bát- ar að tínast heim af vertíðinni. Kol- munni fór þá mjög að gera vart við sig í nótunum. Síldarvertíðin í heild varð mun lakari en í fyrra og náðist ekki upp í gerða samninga af saltsíld. Aflahæsta skipið á síldarvertíðinni var Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskifirði (með um 11,800 mál og tn.), skipstjóri Þorsteinn Gíslason. Eldborgin frá Hafnarfirði, skipstjóri Gunnar Her- mannsson, var með næstmestan afla. VEÐRIÐ Veðurfar var stöðugt í mánuðinum. Norðanátt var að mestu ríkjandi með björtu og þurru veðri á Suðurlandi og Vesturlandi, en rigningu og leiðinda- veðri á Austfjörðum og á Norðurlandi, þó einkum austan til. Heyöflun gekk því með eindæmum vel vestan og sunnan, en var erfið sérstaklega á Norð-Austurlandi. Síðast í mánuðinum birti þó til fyrir norðan og austan svo í heild má segja að vel hafi árað í sveitum landsins. FRAMKVÆMDIR Síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi tóku á leigu tvö norsk skip til síldarflutninga af fjarlægari mið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.