Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 1
32. tbl. JltiirpmMiiMjM Sunnudagur 25. september 1960 XXXV. árgi Sólskinsdagar á Búðum á Snæfellsnesi Gististaðurinn á Búðum. ÞAÐ mun hafa verið seint á árinu 1926 að lögfræðingur í Reykjavík kom að máli við mig og spurði hvort eg vildi gera félag við sig að kaupa Hraunhöfn á Snæfellsnesi. — Finnbogi Lárusson á Búðum vill selja Hraunhafnarland og Búð- ir með öllum húsum og inannvirkj- um. Þetta eru kjarakaup og engin útborgun, sagði hann. í fávizku minni spurði eg hvað staðurinn hefði til síns ágætis. — Þú manst sjálfsagt eftir því að þarna hefir verið höfn frá land- námstíð. Hraunhafnaróss er getið hvað eftir annað í sögum og að skip komu þangað. Þarna er enn höfn. Og svo eru landkostir ágætir. Fé gengur þar svo að segja sjálfala allan ársins hring. silungsveiði er í ánni og kola- og silungsveiði í ósnum. Þarna hefir verið verslun frá upphafi og að staðnum liggja tvær frjóvsömustu sveitir landsins, Staðarsveit á aðra hönd, en Breiða- vík á hina. Og svo er þarna ver- stöð og fiskur gengur alveg upp undir landið. Þannig helt hann áfram um stund að gylla kosti staðarms. Ef eg hefði verið ríkur um þær mundir, ef eg hefði átt eitthvað meira en fötin sem eg stóð í, þá getur vel verið að eg hefði orðið eigandi að Búðum. Þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér í sumar, er eg var að velta því fyrir mér hvert fara skyldi í sum- arleyfinu, og hugurinn hafði helzt staðnæmst við Búðir. Þar er nú gististaður, sem hefir fengið á sig almenningsorð fyrir góðan greiða. Og á Snæfellsnesinu er annáluð náttúrufegurð og margt furðulegt að sjá. Það var því ákveðið að fara vestur að Búðum og kynnast þess- um stað, sem gekk mér úr greipum fyrir 34 árum. — ★ — Það er eitt af táknum hins nýa tíma, að nú eru bændur farnir að gera út á landi. Helgi bóndi í Gröf í Miklaholtshreppi og synir hana

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.