Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Page 2
462
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
gera nú út langferðavagna og halda
uppi samgöngum milli Sands, Ól-
afsvíkur og Reykjavíkur, og hafa
ýmsa viðkomustaði á þeirri leið,
meðal annars á Búðum. í fyrra
komst eg í kynni við samskonar
útgerð á Sleitubjarnarstöðum í
Skagafirði. Sigurður bóndi þar og
synir hans hafa langferðabíla,
bensínsölu og bílasmiðju og reka
þetta sjálfir. Sama máli er að
gegna í Gröf. Þar er einnig bíla-
smiðja og bensínsala. Það er
ánægjulegt þegar bændur sýna
slíkan stórhug og gerast braut-
ryðjendur í samgöngumálum.
Við hjónin stigum á ólafsvíkur-
bíl laugardaginn 22. júlí. Þá var
dumbungsveður í Reykjavík og
rigning með köflum. Helzt það
vestur að Álftá á Mýrum, en þá
skifti um og fór að stórrigna. Og
meiri rigningu hefi eg aldrei séð
en þá var í Kolbeinsstaðahreppn-
um. Þar var látlaust skýfall alla
leiðina frá Hítará að Haffjarðará.
— Sveiflurnar (vinnukonurnar)
höfðu ekki við að ausa vatninu af
framrúðum bílsins. Það var hálf-
dimmt í bílnum og við sem sátum
miðskipa furðuðum okkur á hvern-
ig bílstjórinn færi að rata veginn.
En þegar kom í Eyahrepp fór að
létta til og á Ölduhrygg fór að sjá
til sólar og hin einkennilega fögru
fjöll hreyktu tindum við bláan
himin.
Þegar ekið er fram hjá Staðar-
stað og vestur með Langavatni,
reyni eg að koma auga á rústir
hins mikla garðs, sem eitt sinn náði
frá sjó og upp að vatni, en gat
hvergi séð þær. Má þó vera að
þeirra gæti enn. En þessi garður
var merkilegur fyrir þá sök, að þá
er Brynjólfur biskup Sveinsson
var þarna á yfirreið og virti fyrir
sér rústir garðsins, varð honum á
munni hin alkunna orðaleiks-gáta:
„Það var fyrir fiski að þessi garður
var ull“.
Annars er til þjóðsaga um þenn-
an garð. Segir hún að til forna hafi
búið á Stað á Ölduhrygg (Staðar-
stað) bóndi sé er Grani hét, ágjarn
og auðugur. Þarna var þá alfaraleið
eins og enn er, og kom Grana það
þjóðráð í hug að tolla veginn. Hlóð
hann þá torfgarð mikinn milli
sjávar og Langavatns, en hafði á
honum hlið þar sem vegurinn var
og tók toll af hverjum manni, sem
um hliðið fór. Var það kallaður
Granatollur og garðurinn Grana-
garður. Hefir Grana farið ólíkt og
Langaholts Þóru, enda varð hann
óvinsæll og lauk með því að ferða-
menn einhverjir hengdu hann í
hliðinu. — Sennilega hefir þetta
verið landamerkjagarður og verið
nefndur Grannagarður (sbr. garður
er granna sættir). En garðurinn er
enn talinn merkilegur fyrir það, að
hann deildi hinum gömlu þing-
mannaleiðum. Var talin hálf þing-
mannaleið þaðan að Búðaósum, en
önnur hálf þingmannaleið þaðan
að Göngukonusteini á Sölvahamri.
En frá garðinum inn eftir hálf
þingmannaleið á Hofmannaflöt hjá
Hafursfelli í Eyahreppi, og hálf
þingmannaleið þaðan á Staðar-
hraunseyrar.
— ★ —
Það eru engar öfgar að telja
Staðarsveit og Breiðuvík með bú-
sældarlegustu sveitum landsins.
Þeim mun undarlegra er það þá,
að margt er á huldu um það hverj-
ir hafi numið þarna land í önd-
verðu. Talið er, að Ari fróði hafi
samið hina fyrstu landnámabók,
eða Frum-Landnámu, sem svo hef-
ir verið kölluð. Ari var Snæfell-
ingur og talið er að hann hafi eitt
sinn verið á Staðarstað. Hann
hefði ólíklega hlaupið yfir þessar
sveitir. Hitt er sennilegra, að frá-
sögn hans um landnám þarna hafi
glatazt. Þær gerðir Landnámabók-
ar, sem nú eru til, greinir á um
landnám í Staðarsveit, en minnast
ekkert á landnám í Breiðavík. Ól-
afur prófessor Lárusson hefir fært
líkur að því, þar sem hann ritar
um landnám á Snæfellsnesi, að
Hrólfur hinn digri Eysteinsson hafi
numið land milli Furu og Lýsu, en
þeir feðgar Atli Válason og Ás-
mundur sonur hans fyrir utan
Lýsu, en það er á, sem nú kallast
Vatnsholtsá.
í sambandi við þetta landnám er
sögð ein af hinum mörgu skemmti-
legu sögum, sem prýða Landnámu.
Þar segir að Ásmundur hafi búið í
Langaholti og átt Langaholts Þóru.
Hún var hvers manns gagn, segir
sagan, og lét gera skála um þjóð-
braut þvera og lét jafnan standa
borð og mat á. En hún sat úti á stóli
og bauð hverjum mat, er vildi
þiggja“. En þá er Ásmundur eldist,
skildist hann við Þóru fyrir mann-
kvæmd og fór í Öxl að búa til
dauðadags“. Af þessu mætti skílja
að Þóra hafi verið nokkuð léttúðug
og að þarna hafi orðið fyrsti hjóna-
skilnaður á íslandi vegna afbrýði-
semi. Það má og sjá á sögunni, að
mikill hefir verið aldursmunur
þeirra hjóna, því að Ásmundur fer
gamall frá Langaholti, en Þóra bjó
þar um langa ævi síðan. En það er
að segja af Ásmundi, að hann and-
aðist í Öxl. Var hann þá lagður í
skip og þræll með honum, sá er sér
banaði sjálfur og vildi eigi lifa eft-
ir Ásmund. Þar heitir enn Ás-
mundarleiði, er hann var heygður.
„Litlu síðar dreymdi Þóru, að Ás-
mundur segði sér mein af þræln-
um“, en vísa heyrðist kveðin í
haugi hans. Vísa þessi er í Hauks-
bók, Sturlubók og Þórðarbók, en
talsvert aflöguð. Hygg eg að hún
muni réttast tekin upp hjá Valdi-
mar Ásmundarsyni í Landnámaút-
gáfu hans, þó þannig að fyrsta orð
í seinustu hendingu eigi að vera