Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 Um 1815 fór H. A. Clausen að versla á Búðum. Hann hefir senni- lega keypt verslunina, því að Guð- mundur er verslunarstjóri hjá hon- um þegar Henderson kom þangað. Árið 1836 breytti A. Clausen kaup- maður múrhúsinu og stækkaði það, og fekk Árna Ó. Sandholt mági sínum íbúð þar. Var húsið síðan nefnt Sandholtshús, og stendur enn að stofni, en hefir verið stækkað og hæð reist ofan á það. Árni Sandholt var sonarsonur Egils Sandholts og Anniku hinnar grænlenzku, sem bjuggu í Sand- holtsbæ við Grjótagötu í Reykja- vík. Um 1850 gerðist Sveinn, sonur Guðmundar Guðmundssonar og Steinunnar Sveinsdóttur, verslun- arstjóri hjá Clausen á Búðum og keypti. seinna verslunina. Var Sveinn höfðingi í sjón og raun og hinn mesti framkvæmdamaður. Hann hafði mikla útgerð og gerði meðal annars nokkur skip út á há- karlaveiðar. Tók lífið á Búðum nýan fjörkipp eftir að hann var orðinn þar allsráðandi. En þá var þó oft illt í ári og varð hann fyrir óhöppum. Rétt fyrir páskana 1864 var verslunin uppiskroppa með kornmat og var bjargarleysi yfir- vofandi. Réðist hann þá í það að senda stærsta hákarlaskip sitt, þil- skipið Skrauta, til Reykjavíkur til að kaupa matvæli. En skipið kom aldrei fram og fórust með því 7 menn. Og þótt Sveinn væri dug- legur maður og hefði mikið í velt- unni, hefir hann átt við marga aðra erfiðleika að stríða. Að lokum gafst hann upp á versluninni 1875 og seldi hana Clausensverslun aftur. En um 1890 er verslunin lögð niður og verður þá dauft yfir Búðum um hríð. Bjuggu þeir þar mágar Hol- gers Clausen, Einar Þorkelsson fyrst (hann varð síðar skrifstofu- stjóri Alþingis) og síðan Kjartan bróðir hans. Smáverslun var alltaf þarna og um skeið rak „Islands Handels og Fiskerikompagni“ þar verslun, líklega útbú frá Patreks- firði. En það blessaðist ekki. Árið 1914 kaupir svo Finnbogi Lárusson í Gerðum Búðaeignina og rak þar verslun, útgerð og land- búnað í stórum stíl fram til ársins 1927. Kom þá nýr fjörkippur í lífið á Búðum, en Finnbogi varð þarna sem héraðshöfðingi. Hann stækk- aði Sandholtshúsið og reisti fleiri hús, þar á meðal verslunarhús er enn stendur, og eru þar enn inni búðarborðið, hyllur og skápar og hið ómissandi skrifpúlt, sem var í hverri krambúð. Á klapþartanga þar fyrir framan gerði hann fisk- reita, sem enn má sjá og þar hafði hann einnig lýsisbræðslu. Hann gerði út fjóra báta, en þó var land- búnaðurinn enn meiri, því að hann hafði 600 fjár, og reisti beitarhús fyrir sauðina að Frambúðum og standa þar enn tætturnar. Vegna þessa mikla landbúnaðar var hon- um nauðsynlegt að auka landrými. Keypti hann þá Hraunhöfn, Landa- kot, Bjarnafosskot, Kinn og Hraun- hafnarbakka (tvö þau seinustu þá komin í eyði) og sameinaði aftur hina fornu Hraunhafnarjörð. Lögð- ust nú þessi býli niður og hafa ekki verið byggð síðan. í stað þess ætl- aði Finnbogi að gera Búðir að höfuðbóli. Og honum mundi hafa tekist það, ef ekki hefði komið kreppuárin eftir stríðið. Þau koll- vörpuðu fyrirætlunum hans. Og svo afréð hann 1926 að selja jörð og hús og verslun, með þeim kosta- kjörum, að engin væri útborgun í bili. Þá var það að lögfræðingurinn í Reykjavík vildi kaupa, ef hann gæti fengið í lið við sig einhvern, sem vildi setjast að þar vestra. Tveir menn keyptu Búðir í fé- lagi, Jónas Gíslason, bróðir Þor- steins ritstjóra og systursonur hana Ósvaldur Knudsen málarameistari í Reykjavík. Eftir nokkur ár seldu þeir svo ríkinu eignina og mun þá hafa verið í ráði að koma þar upp byggðahverfi, en ekkert hefir orð- ið úr því. Búðir eru nú ríkiseign og eru leigðar. Á annari hálflendunni býr Magnús Einarsson frá Knarrar- tungu, en hina hálflenduna hefir félagsskapur nokkurra Snæfell- inga tekið á leigu og rekur þar sumargistihús. — Meira. Á. á Dýramál DÝRIN kunna ekki að tala á sama hátt og maðurinn, en þau hafa sitt eigið mál, segir dr. James C. Braddock, prófessor í dýrafræði við háskólann í Michigan. Ef dýrin gæti ekki gert sig skiljan- leg, gæti þau ekki lifað. öll dýr geta gert sig skiljanleg í sinn hóp, einkum þegar um ástamál er að ræða. Annars geta þau látið í ljós ýmsar tilfinning- ar, svo sem ótta, reiði, sultarkennd o. s. frv. Aðeins ein tegund getur látið í ljós upplýsingar, en það er hunangs- flugan, sem með dansi sínum og lát- bragði vísar öðrum hunangsflugum á hvar góð blóm sé að finna. Yfirleitt er dýrunum það meðfætt að geta gert sig skiljanleg, en þó læra þau nokkuð með aldrinum. Ef hæna er látin unga út andareggi, hagar unginn sér eins og hænuungi, krafsar og forð- ast vatn. En þegar hann verður kyn- þroska, skiftir um. Þá leitar hann lags við endur og reynir að hegða sér eins og þær, þótt honum takist það klaufa- lega fyrst í stað, en þetta lærist smám saman. Dýramál virðist vera nokkuð breyti- legt eftir því hvar þau alast upp. Þannig hefir vísindamaður nokkur tekið eftir því, að krákur í Suðurríkj- um Bandaríkjanna skilja ekki hræðslu- hljóð krákanna í Norðurríkjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.