Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 8
468 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Guðjön Jónsson, Ási; SANDHÓLAFERJA LANDNÁMSMENN hafa snemma orðið að gera samgöngubætur, og þá einkum að setja ferjur á stórámar. Sennilega hafa héraðs- höfðingjar upphaflega ráðið sérstaka menn til þess að hafa ferju- starfið, en seinna komu þarna lögferjur. Frægust af þeim er Sandhólaferja, því að saga hennar nær um 1000 ára tímabil. Miklar breytingar hafa orðið á Þjórsá á þessum stað síðan á landnámstíð. Hefir hún þá runnið miklu þrengra en nú. Munn- mæli eru um það, að milli Mjósunds og Sauðholts hafi nún runnið svo þröngt, að sláttumenn frá þessum bæum hafi leikið sér að því að kasta brýni á milli sín yfir óna. Austan árinnar þar sem fe”justaðurinn er, gengur fram klettur, sem veitti henni við- nám, en vesturbakkann var hún alltaf að brjóta, breikkaði og bylt- i.'t á eyrum, svo að ferjustarfið varð æ torveldara. Þrátt fyrir það helzt þarna lögferja fram um seinustu aldamót. HÉR verður sagt lauslega frá ein- um þætti í samgönguerviðleikum Sunnlendinga fyrir 70 árum, flutn- ingnum yfir Þjórsá á Sandhóla- ferju. Þjórsá er lengsta og eitt mesta vatnsfall landsins. Þegar lítið er í henni eru þess vöð fær yfir hana á hestum í byggð: Nautavað, Haga- vað og Gaukshöfðavað. í óbyggð: Sóleyjarhöfðavað. Það er farið þegar farin er Sprengisandsleið milli Suður- og Norðurlands um Gnúpverjahreppsafrétt. Á vöðum þessum mun umferð hafa verið allmikil til forna, en er núna mjög lítil. Öll aðai umferðin yfir Þjórsá var á ferjum þar til brúin var sett á hana árið 1895. Ferjustaðir á Þjórsá voru helztir, talið sunnan frá: Selpartur, Ferju- nes, Egilsstaðir og Þjórsárholt — Hrosshylur — allir í Árnessýslu — Sandhólaferja og Krókur í Rang- árvallasýslu. í Landnámu segir svo: „Þeir Steinn hinn snjalli og Sigmundur son Sighvats rauða, áttu för utan af Eyrum og kvámu til Sandhóla- farju, allir senn, Sigmundur og förunautar Steins, ok vildu hvárir fyrr fara yfir ána. Þeir Sigmundur stjökuðu húskörlum Steins og ráku þá frá skipinu. Þá kom Steinn at ok hjó þegar Sigmund banahögg.“ Frásögn þessi gefur til kynna að þegar á landsnámsöld hefur verið ferjað yfir Þjórsá á Sandhólaferju. Mun svo hafa verið óslitið fram Guðjón Jónsson yfir síðustu aldamót, því þó a? Þjórsárbrúin væri komin (1895) fóru margir á ferju yfir ána fyrstu árin eftir að hún kom, á meðan að enginn vegur var kominn að henni eða frá og meðan að menn voru að venjast því að fara heldur „krókinn en kelduna“. Lengra var hjá mörgum að fara yfir ána á brúnni en á Sandhólaferju eða öðr- um syðstu ferjustöðunum. Eftir að verslunin var gefin frjáls, viðskipti jukust við önnur lönd og verslunum fjölgaði á Eyr- Sandhólaferjustaður að vestan. Hér má nokkuð sjá hvernig Þjórsá hefir brotið landið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.