Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
469
væri vel aðsótt. Það var þeirra
hagur.
Til flutningsins voru höfð tvö
skip, bar annað þeirra 11 hestb.,
hitt 15 hestb. (1500 kg.) Ennfrem-
ur einn minni bátur tit smærri
flutnings og við snúninga.
arbakka og Stokkseyri óx umferð
mjög yfir Þjórsá á Sandhólaferju,
því viðskipti sín sóttu þangað allir
Rangæingar og Vestur-Skaftfell-
ingar, þar til farið var að versla
í Vík í Mýrdal um 1895. Flestir
þeir er þessa leið þurftu að fara
fóru yfir Þjórsá á Sandhólaferju.
Ferjuhaldið var kostnaðarsamt
og ónæðissamt, ef fullnægt var
skyldum þeim, sem á því hvíldi:
— Útvega varð góð og sterk skip
og halda þeim vel við, því þau
vildu ganga úr sér og liðast sundur
af þeim mikla og margbreytta
flutningi, sem fluttur var, auk þess
sem það varð að draga þau á ísi,
sandi og grjóti. Líka varð að gæta
þeirra vel fyrir vatnavöxtum og
ofviðrum. Hvað mikið sem var að
gera og hvernig sem á stóð varð
karlmaður að vera tilbúinn að
sinna flutningnum, því iila var það
liðið, ef lengi þurfti að bíða eftir
ferjunni.
Að sögn elztu manna sem nú lifa
og sjálfir fóru oft á ferju yfir
Þjórsá á Sandhólaferju og heyrðu
talað um ferjuhaldið sem einn
meiri háttar atvinnurekstur þeirra
tíma, ber öllum saman um að við
Sandhólaferju hafi yfirleitt verið
mestu þrek- og dugnaðarmenn, ár-
vakrir, skylduræknir og úrræða-
góðir.
Eigendum ferjunnar var það líka
metnaðar- og hagsmunamál að
ferjuhaldið hefði gott orð á sér, og
Vor og haust var umferðin mest.
Þá var hún oft óslitin allan dag-
inn, sérstaklega um lestirnar,
seinni hluta júní og allan júlímán-
uð, þegar allir sveitabændur fóru
með ull sína (sem þá var aðal kaup-
eyrir þeirra) og aðrar búsafurðir,
í kaupstaðinn. — Skaftfellingar
voru alltaf í stórum hópum og þeir
efnuðustu með marga áburðarhesta
í lest, er þeir fóru sína einu að-
dráttarferð ársins til Eyrarbakka.
Því fæstir fóru nema þessa einu
kaupstaðarferð á árinu og tóku þá
alla kaupstaðarvöru sem þeir
þurftu eða gátu keypt til heimilis-
ins það árið. — Það var ekki und-
ur þótt lestir stóru og mannmörgu
heimilanna væru nokkuð langar.
Um lestirnar voru alltaf 5 valdir
karlmenn við ferjuna. Þeir unnu
oft hvíldarlaust frá kl. 6 að morgni
Ferjuhumar austan Þjórsár. Lendingarstaðurinn var í vík þeirri, þar sem bátur-
Inn er.