Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Side 12
472
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
fyrir hvem klyfjahest sem fluttur
var. Einnig fengu þeir menn sem
þá voru, af sama heimili, frían
flutning, ef mennirnir voru ekki
fleiri en áburðarhestarnir. Fyrir
að skipleggja stórgrip voru borg-
aðar 2 álnir (1 króna), fyrir lamb-
ið 5 aurar, fullorðna kind 7 aur-
ar. Þetta var ekki hátt gjald bor-
ið saman við vinnulaun nútímans,
en á þeim árum, sem þetta var, þeg-
ar daglaun karlmannsins voru 1—2
kr., var þetta talin góð atvinna.
Það hefði hún líka verið, þótt til-
kostnaðurinn væri mikill, hefðu
ferjutollarnir allir goldist ,en það
bar út af því, meira vegna fátækt-
ar flestra, en viljaleysis Nokkrir
borguðu á ferjustaðnum samstund-
is, en öðrum varð að lána, sem
drógst að borga eða greiddist
aldrei.
Ferjuhamar er lágur klettarani,
sem skagar út í Þjórsá austan meg-
in. í hamrinum er hvylft með mjóu
undirlendi, sem hægt var að láta
farangurinn á þegar flutt var. Þar
er svo aðdjúpt að skipin flutu vel
að landi, þótt þau væru fullhlaðin.
Á vorin og sumrin þegar hest-
arnir voru reknir í ána að vestan
og þeir komu upp úr henni kaldir
og hungraðir, veltu þeir sér og
voru fegnir að fá sér tuggu á ár-
bökkunum, meðan lestamennirnir
fengu sér matarbita og hressingu.
Þá voru opnaðir nestispokar og
kassar. Þeir voru æði mismunandi
að fyrirferð og gæðum. Sumir fyr-
irferðarlitlir með fábrotnum mat,
aðrir fyrirferðarmeiri með mikl-
um, kjarngóðum og fjölbreyttum
mat. Þar var pottbrauð flatbrauð,
soðnar kökur, harðfiskur, rikling-
ur, smjör, reykt, saltað og vind-
þurrkað kjöt, hleyptur, yztur, veld-
ur ostur og mysuostur o. fl. En
til að skerpa lystina og auka á-
nægjuna var dreypt á Eyrarbakka
kornbrennivíninu þjóðfræga, sum-
ir með skyrhákarl, sem mörgum
þótti eiga vel saman og fannst það
bezta og nauðsynlegasta hressing
ferðamanna.
í Ferjuhamri var oft glatt á
hjalla, þegar margir ferðamenn
voru þar samtímis og gamlir og
nýir kunningjar hittust. Þá var
rabbað um daginn og veginn, hver
sagði öðrum það sem við hafði bor-
ið frá síðustu samfundum, talað
var um tíðarfarið, skepnuhöldin,
aflabrögð, vöruverð og almenn
dægurmál. Höfð voru hestakaup
og ýms önnur viðskipti. Það var
þrasað, kveðnar rímur og sungið,
sérstaklega þegar menn höfðu
hresst sig á ferðapelanum. Þetta
minnti á gleðskap í réttum á
haustin.
Ferjumennirnir íslenzku, sem
fluttu yfir jökulvötnin breiðu og
straumþungu og alltaf urðu að
vera viðbúnir, þegar kallað var,
hvernig sem veður eða aðrar að-
stæður voru, hafa vissulega þurft
að vera ólatir, vaskir og hugrakk-
ir. Til þessa starfa voru valdir
hraustir og harðsnúnir dugnaðar-
menn, sem alizt höfðu upp við svip-
uð vinnubrögð, svo sem sjóróðra,
og vanizt þar áraburði, erfiði og
misjafnri aðbúð. Það var góður
skóli fyrir þá, sem tóku þetta erf-
iða starf að sér. Þar höfðu þeir
stælt og þjálfað þrek sitt og þol
sem kom þeim vel við að hagræða
þungum klyf jum í og úr skipunum,
milli þess að þeir reru þeim hlöðn-
um á móti straumi og stormi, oft
með fleiri eða færri hesta á eftir,
í 10—12 eða 18 klst. hvíldarlítið
eða hvíldarlaust, oftast meira eða
minna votir. Þá var ekkert til að
skýla sér með nema það sem búið
var til heima. Úr ull voru búin til
góð skjólföt fyrir kulda, en þau
voru ónóg fyrir vatni. Úr skinn-
um voru búin til skinnklæði: skinn-
sokkar, skinnhöld, brækur og
skinnstakkar. Þau voru sæmileg ef
ekki þurfti að nota þau lengi í
senn, svo tími ynnist til að þurrka
þau og bera á. Enn væru þau not-
uð daglega entust þau illa, slæpt-
ust, drógu vatn og urðu ónýt.
Þeir menn, sem fyrrum unnu það
þýðingarmikla starf að ferja yfir
stóru árnar, sýndu oft í því fram-
úrskarandi vaskleik og þraut-
seigju í þeirri hörðu baráttu, sem
þeir urðu að heyja, við hina dutl-
ungafullu íslenzku veðráttu. Nú
eru allir ferjumennirnir hér sunn-
anlands horfnir yfir móðuna miklu.
En nöfn þeirra og afrek lifa enn í
þakklátum hugum mannanna, sem
á ungdómsárum sínum nutu hjálp-
semi þeirra og góðvildar. Hjálp-
semi þeirra var kærkomin liðfáum
ferðamönnum með langar lestir og
mikinn flutning, sem flytja þurfti
yfir ána á Sandhólaferju. Þessir
ferðamenn þekkja bezt mismuninn
á því að ferðast núna eða var fyr-
ir 60—70 árum.
Á síðustu áratugum ferjuhalds-
ins á Sandhólaferju unnu þessir
menn mest við flutninginn: Bjarni
Filippusson bóndi þar og vinnu-
mennirnir Magnús Magnússon,
Pálmi Einarsson og Ólafur Guð-
mundsson. Þeir voru mestu vask-
leika- og dugnaðarmenn, skyldu-
ræknir og hjálpfúsir og áunnu sér
traust og hylli vegfarenda.
Þekktastur þessara manna var
Ólafur Guðmundsson (dáinn 1947)
fyrir óvanalegt þrek og karl-
mennsku, meðan heilsan leyfði,
samfara sérstakri góðvild, greind,
glaðværð og lífsfjöri, sem entist
honum alla ævi, þrátt fyrir langa
og mikla vanheilsu.
Með brúnum á vatnsmiklu jökul-
árnar hefur ferjustarfið horfið úr
atvinnulífi þjóðarinnar. Þetta sér-
stæða og þýðingarmikla starf, sem