Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
473
Og nú er komin ný öld. Nú fara menn á vélbátum upp og niður Þjórsá til þess
að veiða sel. Myndin tekin á gamla ferjustaðnum.
um aldaraðir var stærsti og sterk-
asti þátturinn í samgöngumálum
þjóðarinnar. Það gerði mönnum
mögulegt að ferðast landsfjórð-
unganna á milli, sækja sér björg
í bú og reka hin margvíslegu og
örlagaríku málefni sín. Það tilheyr-
ir liðna tímanum og verður aldrei
endurvakið. En saga þess er svo
einstæð og merkileg að hún má
ekki gleymast. Hún verður að varð-
veitast.
VERNDARVÆTTUR
FERJUNNAR
Þau ummæli hafa fylgt ferju-
staðnum að þar þyrfti ekki að ótt-
ast um ferjubáta eða skip af völd-
um vinda eða veðra, því ósýnileg
ur verndarvættur verndaði þau frá
því að fjúka, fljóta burt eða brotna
af þeim sökum. Ekki er vitað hve-
nær eða hvernig þessi ummæli eru
orðin til.
Líklegt má telja að ábúendurnir
á Sandhólaferju og aðrir er að
ferjustarfinu unnu hafi verið mis-
trúaðir á ummæli þessi, og vegna
þess og skyldu þeirrar og ábyrgð-
ar er hvíldi á þeim við vinnu þessa
hafi þeir gætt þess að treysta ekki
á þau og ávallt gengið svo frá skip-
um og bátum að þeim væri ekki
hætta búin.
Þessa varúð og aðgæzlu munu
allir ferjumenn viljað við hafa.
Þeir vissu hvað í húfi var ef út
af bar, skipin flytu á burtu eða
fykju og brotnuðu í spón. Þrátt
fyrir það kom það oft fyrir að
ferjubátar og skip fóru í árnar eða
fuku í spón. Veðrabrigði landsins
eru svo snögg og breytileg að oft
er ómögulegt að sjá þau fyrir.
Engin veit hvort eða hve oft bát-
ar og skip hafi farið í ána eða fokið
á Sandhólaferju í allar þær aldir,
sem ferja var þar. Hins má geta að
fullyrt er að þar hafi aldrei bátur
eða skip fokið eða flotið burt í full
200 ár. Sömu ættmennin hafa búið
þar í rúm 180 ár og fylgzt vel með
helztu atburðum sem þar hafa
gerzt allan þann tíma.
Haustið 1893 eða 1894, þegar um-
ferðin og ferjustarfið var í fullum
gangi, var það einhvem dag að
það hvessti mjög snögglega og
gerði ofsarok. Allir karlmenn af
báðum heimilunum (þar var tví-
býli lengi) fóru vestur á Ferju-
hamar til þess að hvolfa skipi, sem
þar var og illa var gengið frá. Þeg-
ar mennirnir komu að skipinu urðu
þeir undrandi því skipið var á
hvolfi óbrotið, óskaddað og ó-
skrámað. Enginn skildi í atburði
þessum og var oft um hann talað.
Enginn heimamanna hafði hvolft
skipinu. Leið um Ferjuhamar áttu
ekki aðrir en þeir sem þurftu að
fá flutning yfir ána. Það var held-
ur engin barnaleikur að hvolfa
skipunum þar. Þau voru tvö, bæði
nokkuð stór og breiðbotna, bar
annað 1100 kg. hitt 1500 kg. Þurfti
því marga menn til þess að hvolfa
hvoru þeirra svo þau skemmdust
ekki, og það því fremur að mjög
var grýtt þar sem þau voru.
Þó að flutningurinn legðist niður
á Sandhólaferju hafa bændurnir
þar alltaf átt bát sem þeir nota við
selkópaveiði á vorin og til að
skreppa á út yfir Þjórsá.
Þegar mikla rokið skall á hinn
24. október 1948 var Ingvar Hall-
dórsson bóndi á Sandhólaferju
staddur í Hala í Háfshverfi, sem er
um 4—5 km. frá heimili hans. Á
leiðinni heim í veðurofsanum var
hann að hugsa um bát, sem hann
átti, liggjandi á síðunni, í grjót-
urðinni í Ferjuhamri, að hann
hlyti að fjúka og brotna í spón.
Ingvar stanzaði ekki heima, fer
strax vestur í Hamar til að vita
hvort hann sæi nokkuð eftir af
bátnum. Þegar hann kemur þang-
að sem báturinn var, þykir honum
einkennilega við bregða, — bát-
urinn er þar á hvolfi, óbrotinn og
óskemmdur, í grjóturðinni. Þarna
eiga engir leið um. Þeir sem vilja
fara í Ferjuhamar þurfa að fara
alllangan krók, fram og til baka,