Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Side 14
474
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Núllið-sem
TALIÐ er, að einhver merkileg-
asta uppgötvun í stærðfræði sé sú,
er menn fundu upp á því að hafa
tölutákn fyrir „ekkert“. Sú upp-
götvun hefir átt sinn stórkostlega
þátt í að koma nútímatækninni á
það stig sem hún er.
Langt er síðan menn fundu upp
á því að nota talnatákn, til þess að
auðvelda sér reikning. Grikkir hin-
ir fornu notuðu sérstaka stafi úr
stafrófinu til þess að tákna tölurn-
ar frá 1—10, og síðan sérstakan
staf fyrir hvern tug. Ef þeir vildu
t. d. skrifa töluna 238, þá byrjuðu
þeir á tákni sem merkti 200, síðan
kom tákn sem merkti 30 og seinast
tákn fyrir 8. Þarmig gátu þeir
skrifað þessa tölu með þremur
táknum. En það var mikil minnis-
raun að muna hvaða tölu hvert
tákn þýddi, og vera viss um að
nota rétt tákn. Því að alltaf bætt-
ist við táknin eftir því sem tölur
hækkuðu, og þegar gríska stafrófið
hrökk ekki til, var bætt við öðrum
táknum.
Rómverjar fundu upp aðra að-
ferð, og komust af með 7 tákn, svo
að enginn vandi var að muna þau.
Þeir létu vissa bókstafi merkja
tölurnar 1, 5, 10, 50, 100, 500 og
1000. Töluna 238 skrifuðu þeir til
dæmis þannig: CCXXXVIII. Það
var auðvitað miklu auðveldara að
því á milli vegarins heim að Sand-
hólaferju og Hamarsins er 6-þætt
gaddavírsgirðing með einu hliði,
sem er um 600 metra frá Ferju-
hamri.
Þessa sögu hefi eg skráð eftir
frásögn Ingvars Halldórssonar
sjálfs.
Guðjón Jónsson.
táknar ekkert
muna þessi tákn, en þegar um há-
ar tölur var að ræða, voru þau ó-
handhæg, og táknin reyndust mjög
erfið í öllum reikningi. Þess vegna
var fundin upp hin svonefnda
talnagrind (abakus). Hún var
þannig gerð, að í hana voru festir
nokkrir vírar og á hverjum vír-
streng voru 9 perlur, sem hægt var
að færa fram og aftur. Hver perla
hafði sitt sérstaka gildi, alveg eins
og í talnadálkum nú, þar var ein-
ing, tugur, hundrað o. s. frv.
Talið er að Babylóníumenn hafi
verið farnir að nota núll í sínum
útreikningum 500 árum f. Kr., en
þessi þekking breiddist ekki út til
nágrannalanda, og hún féll í
gleymsku þegar babylónska ríkið
leið undir lok.
Indverjar fundu upp núllið um
500 árum e. Kr. Þaðan breiddist
þessi þekking út og um 800 var
hún komin til Bagdad. Þaðan
breiddist hún svo út með Múha-
medsmönnum og varð kunnug í
Evrópu um 1000. En hún átti þar
erfitt uppdráttar, því að allir not-
uðu þá hinar rómversku tölur og
vildu ekki sleppa þeim. Það var
því ekki fyr en um 1400, að vest-
rænar þjóðir voru farnar að nota
núllið.
En það eru fleiri þjóðir, sem
hafa heiðurinn af því að hafa
fundið upp núllið. Maya-Indíánar
í Miðameríku voru farnir að nota
það fyrir nær 2000 árum, og að
þessu leyti voru þeir þúsund árum
á undan menningarþjóðinni Spán-
verjum, þegar hún kom og lagði
undir sig landið.
Á seinni árum hafa fjölmargar
merkilegar uppgötvanir verið
gerðar vegna þess að menn höfðu
núll í útreikningum sínum. Þær
uppgötvanir hefði alls eigi verið
hægt að gera, ef menn hefði aðeins
haft rómverskar tölur til umráða.
Hin örsmáu brot, sem nauðsynleg
eru við útreikninga við smíði
hinna nákvæmustu véla og áhalda,
byggjast einnig á því að núll sé
notað. Þar gildir ekki lengur
kenning íslenzka skáldsins:
Þótt núllin í þúsundum þyrpist í eitt
og þar stæði einn ekki hjá,
það gagnaði lítið, þau gæti ekki neitt,
því að gildið af einum þau fá.
En það er skrítið, þegar um það
er hugsað, að öll vor menning skuli
hafa verið svo mjög háð tákni, sem
merkir „ekki neitt".
Gunnarshólar
og Fuglatjörn
V E G N A getgátu minnar um
Gunnarshóla í seinustu Lesbók,
hafa margir hringt til mín og sagt
að þeir muni vel eftir þessum hól-
um. Þeir voru margir saman, vest-
an við veginn, sem nú liggur niður
í grjótnámu bæarins, og um það
bil sem nú eru Balbobúðir eða þar
rétt fyrir neðan. Hólar þessir voru
brotnir niður þegar grjótnám hófst
á þessum stað, svo að nú er aðeins
einn þeirra eftir. Er það sá hóll,
sem nú er nefndur Grjóthóll. Hól-
ar þessir munu hafa verið merki-
legir því að Guðmundur G. Bárð-
arson fór stundum þangað með
nemendur Menntaskólans í jarð-
fræðitímum. — Ýmsir hafa sagt
mér, að Líkatorfa heiti framan í
Köllunarkletti. — Þetta styður enn
að því, að landamerkin milli Laug-
arness og Klepps hafi verið á þess-