Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 16
476
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
3
A G
V ÁKG84
♦ G 8 7 5
*D64
6 5 3
Báðir voru utan hættu. N gaf og
sagnir voru þessar:
N A s V
1 lauf lhj. 1 sp. pass
1 gr. pass 4 sp. pass
pass pass
V sló út H 10, A drap með gosa og
sló svo út kóng og ás. S drap ás-
inn með S 6, V drap ekki en fleygði
af sér tigli, og það var alveg rétt. S sló
nú út trompi ,og eftir það gat hann
ekki unnið spilið. Hanr. hefði átt að
slá út laufi undir ásinn og trompa svo
lauf Þá gat hann komið borðinu inn
á S K og trompað lauf aftur. Og svo
kemur hann borðinu inn á T Á og
trompar enn lauf. Þar næst lætur hann
T K og TD, en V drepur seinni slag-
inn, og þá verður hann að slá út
trompi svo að S fær báða slagina.
A K
V D 9 7 2
♦ A 9 3
+ A 10 8 7
A D 8 4 2
V 10 3
♦ 10 4 2
* K G 9 5
A A 10 9 7
V 6 5
♦ K D 6
♦ 2
S
V A
N
Ákvæðavísa
tíyolfur Pétursson bjó á Rein 1
Hetranesi um og eftir 1800 við fátæki
mikið, en var vitur maður og vel hag-
mæ'tur. Um aldamótin rak hval að
Fe.ii í Sléttuhlíð. Fóru flestir bændur
úr Skagafirði á hvalfjöru þar á með-
al Éyolfur frá Rein £n hann var svo
snauður að hann gat ekkert keypt.
Skurðarmenn leyfðu honum þá að
reyta sér bita og bita er skornir voru
utan af beinum, og fyilti Eyolfur belg
BRÚARÁ HJÁ REYKJUM. — Á þessum stað á nú að koma ný brú á Brúará,
og opnast þá vegur úr Laugardalnum austur að Geysi. Þegar svo komin verður
sæmilegur akvegur frá Þingvöllum austur í Laugardal, um Gjábakkahraun,
Reyðarbarm og Laugardalsvelli, opnast hér einhver hin fegursta og skemmti-
legasta ferðamannaleið á landinu, en auk þess styttist leiðin frá Reykjavík að
Geysi um mun. (Ljósm. vig)
af hvalbitum. Þegar hann gekk upp
úr Ijörunni mætti hann presti og réð-
ist prestur að honum með illum orðum
og kvað hann hafa stolið hvalnum.
Lauk viðskiftum þeirra svo, að Eyolf-
ur varð að hella hvalnum úr belgnum
og fara með hann tóman. Var hann þá
bæði hryggur og reiður og kvað vísu
þessa til prests:
Á þér hrína ósk mín skal,
allir kraftar styðji,
að gefi þér aldrei guð mirm hval,
grátandi þótt biðjir.
Þetta varð þannig að áhrínsorðum,
að síðan hefir aldrei rekið hval á Felli
(Sögn Pálma Jónssonar)
Hofmóðugir gikkir
Éinhverju sinni kom Látra-Björg að
Moðruvöllum í Hörgárdal og var
Stefán Thorarensen þar þá amtmaður.
Honum var mjög illa Við aila umferð
snauðra manna. Þegar hann frétti að
Björg væri komin, hljóp hann út og
vi'di hafa tal af henm, en hún heilsaði
honum eins og hverjum óbrotnum al-
þýðumanni og sagði: „Sæll vertu,
Stefán minn“ Amtmaður reiddist og
tók að ávíta Björgu bæði fyrir ókurt-
eisi hennar og flakk, og hótaði henni
hörðu, ef hún heldi slíku fram. Þá
kvað Björg vísu þessa:
Þó að gæfan mér sé mót
og mig í saurinn þrykki,
get eg ekki heiðrað hót
hofmóðuga gikki.
Að svo mæltu helt Björg leiðar sinnar,
en amtmaður kallaði til hennar þegar
hun var komin nokkuð út á túnið.
Björg gegndi því engu. Amtmaður
hljóp þá á eftir henni og skipaði henni
að bíða .Nam hún þá staðar og sett-
ust þau amtmaður niður. Þau ræddu
san- an um hríð, og vissu menn ekki
hvoð þeim fór á milli. Loksins hljóp
anitmaður heim aftur og lét gefa
Björgu ull og smjör allríflega (Eftir
sögn gamalla Hörgdæla).
Hallgerðarleiði
í Laugarnesi er leiði Hallgerðar
langbrókar. Það er sagt að tiún hafi
beðið þess, að hún væri grafin þar, af
því að hún hefði átt að sjá það fyrir
að þar mundi siðar verða reist kirkja.
Ekki er það satt að leiði hennar sé
jafngrænt vetur og sumar þó sögur
segi svo, en seinna fölnar þar gras á
haustin en annars staðar á Laugames-
túnum. (Jón Árnason)
4