Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Blaðsíða 1
42. tbl. Sunnudagur 4. desember 1960 XXXV árg. Sigurður J. Árness: Hauskúpan í Húsavík eystra Á R I Ð 1938 átti eg heima í svo- nefndu Lúðvíkshúsi í Neskaupstað. Þá um veturinn kom í mig einhver löngun að fara til Borgarfjarðar og hitta þar gamla kunningja eftir ellefu ára fjarvistir. Eg fór svo með skipi til Seyðisfjarðar og ætl- aði að ganga þaðan yfir Heljar- dalsheiði. Hún er bæði há og brött og ekki gott að fara yfir hana í vondum veðrum, enda hleður oft miklum snjó á hana. Varð eg nú hríðtepptur á Dvergasteini í fjóra daga, en þá birti upp, svo að eg komst yfir heiðina og í Loðmund- arfjörð og gisti í Stakkahlíð Það- an fór eg til Húsavíkur og dvaldist nokkrar nætur á bæunum Dallandi og Hólshúsum, en helt síðan til Húsavíkur, sem var höfuðbólið í N Víkinni. í Húsavík hefir frá fornu fari verið kirkja og hafa prestar í Loð- mundarfirði þjónað henni. Húsavík var talin mikil og góð jörð og bún- aðist flestum þar vel. Nú bjó þar Þorsteinn Magnússon bónda á Glettingsnesi, Benónýssonar, hins hugvitssama manns. Kona Þor- Sigurður J. Arness. steins var Kristín Magnúsdóttir bónda í Litluvík í Breiðavík, Jóns- sonar bónda á Jökulsá, Magnússon- ar bónda þar. Jónssonar prests á Eiðum (d. 1800) Brynjólfssonar bónda á Ægissíðu og Sandhólaferju Markússonar; móðir séra Jóns var Sigurveig Einarsdóttir prests (d. 1717) í Guttormshaga, Magnússon- ar sýslumanns í Árbæ Þorsteins- sonar sýslumanns í ÞyKkvabæ (d. 1656), er mikið ritaði um Kötlugos; faðir Einars var Magnús Árnason í Stóradal í Eyafirði, en móðir Magnúss var Þuríður Sigurðar- dóttir prests á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar. Eg vildi ekki sneiða hjá Húsavík, því að Þorsteinn var glaðsinna og gamansamur, bezti drengUr og gestrisinn eins og allir barna í Vík- unum. Þegar eg kom heim að húsinu blasti þar við mér allstór höfuð- kúpa af manni blásin og ber. Henni hafði verið tyllt bar fast við húsdyrnar. Mér þótti þetta fremur óviðfeldin sjón. Eg hafði verið nokkuð hugsandi um dauðann og hvað tæki við á bak við hið mikla fortjald. Og fyrsta hugsun mín var þessi þegar eg sá hauskúpuna: „Ekki þýðir neitt að spyrja þessi andasnauðu bein um það. Og máske hefir þessi maður hvorki verið guði né mönnum þóknanleg- ur í lifandi lífi, fyrst svona fer um hauskúpu hans“------ Þegar eg hitti Þorstein spurði eg hann hvers vegna hann græfi ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.