Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 12
632 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VerS kvikmynda hækkar um þús- undir dollara vegna samkeppni (4.) Eitrað hefir verið á 20 þúsund stöð- um í Reykjavík fyrir rottur og hefir rottugangur sjaldan verið minni en nú (4.) SÍS og SH deila um markaði í Bandaríkjunum (4.) Við leit tollvarða í Lagarfossi fannst smyglvarningur, hundruð þúsunda virði (5.) Flóðgáttir að vatnsbóli Akraness opnaðar svo bærinn varð vatnslaus um tíma (6.) Risarófa, 7 kílógrömm að þyngd, kom upp úr garði að Eystri-Hellum í Gaulverjabæarhreppi (5.) Hámerar fluttar út frá Patreksfirði (6.) 15 nýar hjúkrunarkonur brautskráð- ar frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands (9.) Vart hefir orðið kúakóleru í Ar- nessýslu (9.) Heilbrigðisnefnd hótar 20 fyrirtækj- um lokun vegna skorts á hreinlæti (9.) Engin mæðiveikieinkenni hafa fund- izt í kindalungum, sem send hafa ver- ið til rannsókna til tilraunastöðvar- innar að Keldum á þessu hausti (10.) Flugfélag íslands hefir leigt Sól- faxa til Grænlands með íslenzkri áhöfn (11.) Maður handtekinn í Vestmanneyum fyrir landabrugg (13.) Lundgaards frímerkjamálið svo- nefnda hefur verið látið niður falla, þar sem ekki þykir ástæða til frekari aðgerða í málinu (13.) Varðskipið Þór kom að brezkum togara í landhelgi, en hann slapp vegna tnyrkurs og dimmviðris (15.) Smyglvarningur, um 80 þúsund kr. virði, fannst í Dettifossi (15.) Brezkur togaraskipstjóri, sem var kærður fyrir landhelgisbrot, sýknaður í Hæstarétti (16.) íslenzkur humar hefir að undan- förnu verið framreiddur á lúxusfar- rými á þotum Pan American flugfé- lagsins (16.) Próf bifreiðastjóra þyngt og öku- skóli stofnaður (17.) Stofnað hefir verið í Reykjavík fyrirtæki, Varðgæzlan sf. Mun það taka að sér að fæla þjófa og gæta eigna viðskiftavina að næturlagi (18.) Litlum dreng bjargað frá drukknun á Akureyri (16.—17.) Farið hefir fram hér á landi saman- burðartilraun á Galloway-holdanaut- um og íslenzkum kálfum (18.) Landsbankinn keypti þrotabúseign- ir Jóns Kr. Gunnarssonar, fiskverkun- arstöð og þrjú skip, á 8 miljónir kr. (19.) Stjórn Kvenfélagsins Hringsins hef- ir afhent heilbrigðismálaráðuneytinu, 400 þúsund krónur til viðbótarbygg- ingar Landsspitalans, vegna væntan- legs barnaspítala (19.) Fyrsti sveinninn brautskráður úr verknámsdeild prentskólans (22.) Hollenzk farþegaflugvél varð að tæma benzíngeyma til þess að geta lent á Keflavíkurflugvelli (22.) Alvarlegur rafmagnsskortur gerir vart við sig á Norðurlandi vegna þess hve vatnslitlar orkulindimar eru orðnar (22.) Umfangsmesta manntal, sem fram hefir farið hér á landi verður fyrsta desember (24.) Fegrunarfélag Reykjavíkur veitti 18 manns sérstaka viðurkenningu fyr- ir hlut þeirra í að prýða og fegra höfuðborgina (27.) Friðrik Bjarnason, tónskáld, og kona hans arfleiddu Hafnarfjörð að öllum eigum sinum eftir sinn dag (29.) Vegleg hátíðamessa í forn-lútersk- um stíl (Grallaramessa) sungin í Bessataðakirkju (29.) Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæar fyrir árið 1961 lögð fram (29.) Danir hafa leitað til Flugfélags ís- lands um að annast könnunarflug á siglingaleiðum meðfram sunnanverðri vesturströnd Grænlands og undan Hvarfi (30.) Fjárhagsáætlun bæarsjóðs Reykja- vikur fyrir árið 1961 lögð fram. Nið- urstöðutölur rekstraráætlunar eru kr. 288,503,000,00 (30.) Allsherjarmanntal fer fram hér á landi 1. des. Um 4000 teljarar taka þátt í að afla upplýsinga (30.) Gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykja- víkur hækkar um 14,6% að meðal- tali (30.) Hert hefir verið á innflutningseftir- liti vegna gin- og klaufaveiki, sem geisar í Bretlandi (30.) ÍÞRÓTTIR Norðmenn unnu bikar forseta Is- lands, sem keppt var um í norrænu sundkeppninni (2.) Tékkneskt handknattleikslið heim- sækir ísland og keppir hér nokkra leika (4., 6., 8., 10., 15., 18.) Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR, setti Islandsmet í 50 metra og 100 metra bringusundi kvenna (18.) Jóhannes Sölvason kjörinn formað- ur Frjálsíþróttasambands íslands (22.) Haukur Óskarsson hefir verið til- nefndur alþjóðadómari í knattspyrnu (24.) Ármann bar sigur úr býtum í 2. flokki karla á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik (30.) / MANNALÁT 1. Hermann Ólafsson, Holtsgötu 41, Reykjavík 1. Guðný Höskuldsdóttir, Melum, Kj alarneshreppi. 2. Magnea Vilborg Guðjónsdóttir, Sólheimatungu við Laugarásveg. 2. Kjartan Eyjólfsson, trésmiður, Lindargötu 41, Rvík. 2. Einar L. Pétursson, Rvík. 3. Rósa Árnadóttir frá Einarsstöðum í Reykjahverfi. 4. Unnur Kristín Eggertsdóttir. 4. Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrum ljósmóðir, Gelti, Grímsnesi. 5. Anna Anika Jakobsdóttir, Bugðu. læk 13, Rvík. 5. Alfreð Jörgensen, trésmíðameist- ari, Barónsstíg 33, Rvik. 5. Þorbjörn Klemensson, húsameist- ari, Hafnarfirði. 6. Sigurborg Halldórsdóttir frá Gröf í Miklaholtshreppi. 7. Sigríður Benediktsdóttir, Loka- stíg 5, Rvík. 8. Sigríður Kristjánsdóttir frá Pat- reksfirði. 8. Andrea Guðlaug Kristjánsdóttir, Hagamel 23, Rvík, 9. Pétur V. Snæland, Haðarstíg 2, Reykjavík 10. Guðrún Ólafsdóttir, Þingeyri. 10. Gróa Kristjánsdóttir frá Súðavík. 10. Herdís Brandsdóttir. 11. Dagmar Þ. C. Bjarnason. kennari. 12. Þuríður Guðjónsdóttir, Eskihlíð 12 A, Rvík. 13. Jón Eiríksson, Njálsgötu 59, Rvík. 14. Jóhanna G. Gísladóttir, Hjalla- vegi 19, Rvík. 14. Sigurgeir Ólafsson, Nýabæ, Garði. 14. Jón Hermannsson, fyrrv. tollstj. 15. Lukka Hálfdánardóttir frá Hafra- aeai.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.