Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
633
15. Sigfús H. Bergmann, fyrr. kaup-
félagsstjóri frá Flatey.
15. María Danivalsdóttir, Laufás-
vegi 6, Rvík.
16. Pétur Pétursson, fyrrv. vitavörður
á Malarrifi.
16. Sigurður Ág. Sigurðsson, Freyju-
götu 9, Rvík.
16. Eyjólfur Magnússon frá Eskifirði.
16. Jón Sigurðsson, Hringbraut 82,
Reykjavík
17. Sína Ingimundardóttir, Skafta-
hlíð 12, Rvík.
18. Jakobína Jakobsdóttir, kennari,
Reykjavík.
18. Þórarinn Björnsson, Ljósvalla-
götu 12, Rvík.
19. Jóhann P. Jónsson, fyrrum skip-
herra.
19. Helga Sigurðardóttir.
19. Arndís Þorsteinsdóttir, Tómasar-
haga 55, Rvík.
20. Bjarni Magnússon frá Búðardal.
21. Valborg Elisabet Tærgesen,
Flókagötu 27, Rvík.
24. Brynjólfur Stefánsson, fyrrv.
forstjóri, Reykjavík.
24. Loftur Loftsson, útgerðarmaður.
27. Sigurður Sigurðsson frá Arnar-
hvoli, Breiðdalsvík.
26. Ludvig Petersen, kaupmaður,
Víðimel 45, Rvík.
28. Anna Sigfúsdóttir, Freyjugötu 8,
Reykjavík.
29. Karólína Kristjánsdóttir frá
Brimilsvöllum, Snæf.
Englendingur fór að heimsækja
hjón, sem hann hafði ekki séð lengi.
Konan kom til dyra.
— Sæl, Magga. gaman að sjá þig,
sagði gestur. — Hvernig líður Jim?
— Jim? endurtók hún Veiztu það þá
ekki að hann er dáinn. Hann fór út og
ætlaði að ná hv'tkál, en datt dauður
niður einmitt þar sem þú stendur.
— Það var hræðilegt, Magga. Hvað
gerðir þú?
— Hvað átti eg svo sem að gera? Eg
varð að taka ipp niðursuðudós í mat-
inn þann daginn.
— • —
Mæður sem segja að sér hafi a'ldrei
dottið í hug að gera það, sem dætur
þeirra leyfa sér, eru sárar út af því
að sér skyldi aldrei hafa dottið það
i hug.
Jurtir hafa
NÚ ER það sannað, að jurtir hafa
tilfinningu, og sá sem hefir sann-
að þetta er bandarískur kjarn-
orkufræðingur, sem nú starfar í
Bretlandi. Hann heitir L. Ron
Hubbard, og við rannsóknir sínar
hefir hann notað áhald það, sem
nefnist „ósannindamælir“. Þessi
mælir er notaður til þess að mæla
geðshæringar manna og andleg
viðbrögð og hefir því stundum
komið upp um menn þegar þeir
segja ósatt. Af því er nafnið
dregið.
Þegar dr. Hubbard kynnti vís-
indamönnum uppgötvun sína,
byrjaði hann á því að sýna hvern-
ig áhaldið gæti sýnt hugarhrær-
ingar manna og skapbrigði. Síðan
tengdi hann það við tómat, sem
hekk á grein í gróðurhúsi. Svo
var prjóni stungið inn í tómat-
inn, og um leið tók mælirinn við-
bragð, nálin á honum byrjaði að
skjálfa og titra og tók svo stökk
upp á við.
Þarna lýsir mælirinn hinum
sömu viðbrögðum sem mundu
verða hjá manni, er skyndilega
væri gripinn dauðans angist, sagði
dr. Hubbard. Þetta sýnir að jurtin
hefir tilfinningu og kveinkar sér
við sársauka. Eg hygg að vér
verðum að komast í miklu nán-
ara samband við gróður jarðar,
en verið hefir fram að þessu, vér
verðum að skilja líf jurtanna ef
vér eigum að hafa þeirra full not.
Þess vegna hóf eg rannsóknir
mínar á sálfræðilegum grundvelli,
alveg eins og gert er við menn
þegar skilja skal viðbrögð þeirra.
Jurtirnar eru mjög mismunandi,
eins og mennirnir. Sumar jurtir
eru góðar, aðrar vondar. Meðal
tilfmningu
Dr. Hubbard gerir tilraun á tómötum.
vondu jurtanna eru eiturjurtir og
dráptrén hjá Amazon, sem sitja
um að vefja greinum sínum um
háls manna og kyrkja þá. Og svo
eru líka til kaktusar í Arizona
sem skyndilega beygja sig og gefa
manni högg. Þessar iurtir eru
grimmar og illvígar. En svo eru
góðu jurtirnar — þær eru ákaf-
lega viðkvæmar og tilfinninga-
næmar. Mig rak í rogastanz er eg
uppgötvaði það.
Þótt tilraunir dr. Hubbards sé
enn á byrjunarstigi, telur hann að
þær geti orðið mjög mikils virði
fyrir mannkynið. Nú verði hægt
að velja úr nýgræðingum þær
jurtir, sem vænlegastar eru til
þroska og geta borið mestan
ávöxt. Með því að skilja tilfinn-
ingalíf jurtanna geti menn vitað
nákvæmlega hvort þeim líður vel