Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 635 dögum var læknislistin í Róm ein- göngu í höndum grískra lækna, og þeir munu ekki hafa orðið hrifnir af því að Rómverji skyldi skrifa um læknisfræði. Það var að ganga á einkarétt þeirra. Og vera má að það hafi verið vegna þessarar af- stöðu þeirra, að bókin gleymdist svo lengi. En þegar hún kemur svo út á prenti að lokum, þá hafði læknislistinni í álfunni hrakað stórum frá því sem var á dögum Celsus. Bókina kallaði Celsus „De Re Medicina“. Hefst hún á „meistara- legum“ formála og ar þar rakin saga læknislistarinnar aftan úr grárri fornöld og fram á hans daga. Síðan kemur sagan í 8 köfl- um, og er hver kafli um sérstakt efni. Fyrsti kaflinn er um heilsp- fræði og mataræði; annar kaflinn er um orsakir sjúkdóma og ein- kenni þeirra; þriðji kaflinn er um hitasótt; fjórði kaflinn um líkams- byggingu mannsins; fimmti kafl- inn um meðul. sár og meðferð þeirra; sjötti kaflinn um húðsjúk- dóma og fleiri meinsemdir; sjö- undi kaflinn um skurðlækningar og áttundi kaflinn um liðhlaup og beinbrot. Um þær mundir þekktu menn ekki sýkla og vissu ekki um or- sakir veikinda, en Celsus lýsir ýmsum sjúkdómum svo nákvæm- lega, að auðvelt er að þekkja að það eru sömu sjúkdómarnir sem enn hrjá mannkynið, svo sem lungnabólga, liðagigt, hálseitla- bólga, krabbamein, nýrnaveiki, lifrarveiki, berklaveiki blæðing- ar, sykursýki og malaría. Og hann segir frá því hvernig reynt sé að lækna þessa sjúkdóma og aðra. Á því má sjá, að þá voru notuð margskonar meðul, bæði innvortis og útvortis. Ekki vissu menn þá hvers vegna slæmska hljóp í sár, en Celsus getur um ýmis sóttvarn- Lækningaáhöld á dögum Celsus, fund- in í rústum Pompei. arlyf svo sem bik, arsenik, blóð- bergsolíu og terpentínu. Þótt lyflækningar væri komnar á hátt stig hjá Rómverjum um það leyti er tímatal vort hefst, voru þó skurðlækningar komnar á enn hærra stig. Má sjá á frá- sögn Celsus að læknar víluðu ekki fyrir sér að leggja í hinar stærstu skurðaðgerðir Þeir tóku hálskirtla úr mönnum og skáru upp við gallsteinum og gerðu að kviðsliti. Þeir höfðu uppgötvað að gegn krabbameini dugði ekki annað en hnífurinn, og hikuðu þeir ekki við að skera krabbamein úr vör og brjóstum. Þeir voru og leiknir í að fara með liðhlaup og beinbrot, og notuðu þá spelkur og vaxumbúðir. Alvanalegt var að herlæknar tæki limi af mönnum, sem særzt höfðu eða slasazt, og einnig gerðu þeir stóra holskurði. Celsus lýsir 100 skurðlækninga- áhöldum. Þau áhöld eru nú mörg víða kunn, því að þau hafa fund- izt í rústum Pompei-borgar og eru til sýnis í ýmsum söfnum. Líkjast þau mjög skurðlækningatækjum, sem enn eru notuð. Deyfingarmeðul notuðu læknar þegar þeir gerðu meiri háttar skurði. Segir Celsus að þeir hafi notað ópíum sem deyfilyf og enn- fremur hafi þeir tekið rætur „mandrake“-jurtarinnar lagt þær í vín og gefið sjúklingum síðan vínið til þess að lina þjáningar þeirra eða svæfa þá djúpum svefni. Þessi jurt, sem einnig er kölluð alrún, hefir klofna rót og líkist rótin öll því sem manns- sköpun sé á henni. Þess vegna hefir ýmiskonar hjátrú myndast í sambandi við hana. Það var til dæmis sagt, að þegar hún væri slitin upp, öskraði hún svo ofboðs- lega, að það yrði bani þess manns er á henni helt, eða hann yrði að minnsta kosti brjáiaður. Þess vegna varð að fara varlega að henni. Öruggasta ráðið var að binda hund við plöntuna, fara svo langt í burt og kalla á hundinn; þá reif hann jurtina upp með rót- um. Á miðöldum var þessi rót mikið notuð til lækninga. í henni finnast tvö efni (hyoscyamine og scopolamine) sem bæði eru kunn deyfilyf. Aðalkosturinn við bók Celsus er sá, hvað hún er laus við alla hleypidóma. Hann lýsir læknislist- inni eins og hún var á hans dög- um og hann kunni vel að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum. Þess vegna. er bók hans svo fróðleg. og sumt af því sem hann segir er enn í fullu gildi. ---^(★VN----- Gamlir málshættir „Ef þú hefir lengi farið a mia /íð eitthvað, þá hættirðu að sakna þess“ (Kína). „Menn æða til óhappaverka, en skríða til dáða“ (Þýzkaland). „Unn- ustan getur aldrei verið ljót“ (Holland). „Gifztu ekki stúlku, sem þú heldur að sé gallalaus" (Skotland). „Maður sem aldrei hefir veikst getur ekki orð- ið góður læknir" (Arabía). „Margur fordæmir auðæfi, sem ekki mundi hafna þeim“ (Damnörk). „Æ sér gjöf til gjalda“ (ísland). En — vel á minnst, hafið þér heyrt nokkra nýa málshætti? )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.