Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Síða 1
25. tbl. JttHBtm&fft&ð im Sunnudagur 17. september 1961 XXXVI. árg. verslunarmannahelgi Búðum við Hraunhafnarós Gistihúsið á Búðum. Mælifell i baksýn. SUMARIÐ er stutt á íslandi og margt hefir því verið gert til þess að fólk geti notið þess sem bezt. En þó stefnir hér öfugt og minnir á það sem Guðmundur landlæknir Björnson kvað: „Land- ið er fagurt og frítt, en fólkið er helvíti skítt“. Sögur um vaxandi villimennsku ferðafólks á gisti- stöðum virðast bera þessu vitni. Því miður er hér um óheillaþró- un að ræða. En sem betur fer eru ekki allir gististaðir undir eina sök seldir, og nöfnum þeirra ber ekki síð- ur að halda á loft en hinna, þar sem ómenningin veður uppi. Einn af þeim stöðum þar sem hægt er að njóta í friði sólar og sumars og hinnar dásamlegu ís- lenzku náttúrufegurðar, er Búðir á Snæfellsnesi. Það er þó ekki vegna þess að þar sé fáförult. Þangað streymir fólk í stórhóp- um. En þar er ekki þörf lögreglu. Þar njóta menn veðurblíðunnar á daginn, svefns og hvíldar um nætur, hvort sem þeir hvíla í tjöldum eða í húsum inni. Það er lag sem á leggst. Búðir standa á hraunjaðri við Hraunhafnarós. Þaðan er furðu- fögur fjallasýn, og á sér engan líka. Yzt í vestri rís Stapafell, brunnið, svart og úfið, en næst kemur jökullinn með snjóhvítan koll og blánar í hlíðum. Þá kem- ur Axlarhyrna, slétt og strokin og rauðbröndótt á lit. Þar næst er Mælifell og er héðan að sjá með pýramídalagi, blágrátt að lit og eins og heflað alla vegu niður á græn grös, og sér hvergi stein né klett í því. En svo breytist svipurinn skyndilega og koma nú svört og úfin og alla vega um-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.