Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 4
892
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
gistihúsinu hefir verið pantað fyr-
ir löngu, en fjöldi fólks hefst við
í tjöldum. 1 hrauninu má finna
skjól fyrir öllum áttum, og í laut-
um og grasbollum milli klettanna
standa tjöldin og sjást stundum
ekki fyr en komið er þétt að þeim.
Þarna eru fjölskyldur, hjón með
börn sín, eða þá ungt fólk, sem
slegið hefir sér saman um bíl.
Á daginn hverfa margir bílarn-
ir og fólkið með þeim. Það hefir
farið að skoða þá undraheima, sem
eru hér fremst á nesinu. Út að
Rifi er 50 km. leið. Þar hefir
hafnarmannvirkjum miðað áfram,
en sandurinn, sem dælt hefir ver-
ið upp úr höfninni, hefir verið
hafður til uppfyllingar upp að
klettunum, sem byggðin stendur
á. Og þess vegna hefir svo slysa-
lega til tekizt, að Bjarnarsteinn,
sem áður var nær mannhæðarhár,
er nú svo að segja kominn í kaf.
Undir þessum steini var Björn
ríki Þorleifsson veginn 1467, níst-
ur upp við steininn. Um steininn
kvað Fomólfur:
Stendur orölaus enn, og reyndar
aldir má hann þar velli halda,
mælir þó fleira málgu skjali
minnisvarðinn í Rifi haröur.
Nú er svo komið að steinninn
heldur eigi velli.
Á leiðinni milli Búða og Rifs
skoðar fólk margt, svo sem Trölla-
kirkju og Dritvík, ef það er svo
vel skóað að það geti gengið þang-
að. Svo eru Lóndrangar og Þúfu-
bjarg, Bárðarlaug, Baðstofa á
Hellnum, Amarstapi og gjárnar,
Sönghellir og Breiðavík, sem er
litauðgust allra sveita á íslandi.
Sumir skreppa til Ólafsvíkur,
Stykkishólms eða Grundarfjarðar,
en allir koma heim að Búðum fyr-
ir kvöldið. En þeir sem halda
kyrru fyrir, fara í sjóbað og sand-
bað, tína ber, eða skoða hraunið
og gróðurinn mikla í því.
Fæstir hafa áhuga fyrir því að
ganga á jökulinn, og er það þó
auðvelt, því að hann er or&inn
hálfgerð horgrind og ólíkur sjálf-
um sér. Einn Englendingur hefir
þó skrifað af nokkru stærilæti í
gestabókina á Búðum, að hann
hafi gengið á jökulinn á 4 klukku-
stundum. Einstaka maður hefir
ekið hinn - nýa veg framan í Bú-
landshöfða; segja þeir veginn 15
metra breiðan og ágætan. En brú
vantar enn í Eyrarsveit til þess að
sá vegur sé fjölfarinn enn sem
komið er. Nú vantar aðeins veg
fyrir. Ólafsvíkurenni, í gegnum
það, eða fyrir ofan það, til þess
að hægt sé að fara á bíl hringinn
í kringum Snæfellsnes.
Einn daginn átti Georg Ás-
mundsson, bóndi á Miðhúsum í
Breiðavík tal við mig í síma.
— Þú sagðir í fyrra, að hring-
urinn úr kirkjuhurðinni á Búðum
væri glataður, mælti hann. En svo
er ekki. Hringurinn er í minni
vörslu.
Mér þótti vænt um að heyra
þetta. Það er alltaf gaman þegar
gamall kjörgripur kemur í leitirn-
ar. Og þessi hringur er kjörgrip-
ur. Þegar Bent Lárusson reisti
kirkju á Búðum 1702, setti hann
forláta hring í kirkjuhurðina með
nafni sínu og Marínar konu sinn-
ar. Kirkja var lögð niður á Búð-
um og rifin 1832, en hringurinn
var geymdur. Og þegar kvenskör-
ungurinn, Steinunn Sveinsdóttir,
fekk að endurreisa kirkjuna 1848,
eftir mikla baráttu við yfirvöldin,
setti hún gamla hringinn í kirkju-
hurðina og lét bæta á hann þess-
ari áletrun: „Kirkjan er endurreist
ár 1848, án styrks þeirra andlegu
feðra“. Stutt og laggott en felur í
sér langa sögu.
Georg sagði mér, að hann hefði
farið með hringinn heim til sín
vegna þess að þurft hefði að gera
við hann. En nú mundi þess ekki
langt að bíða að hringurinn kæm-
ist á sinn stað í kirkjuhurðinni.
Einn dvalargestur vakti sérstaka
athygli okkar. Það var öldruð
þýzk kona, dr. phil. Margaret
Krebs frá Diisseldorf. Þetta var
nú fjórða sumarið í röð sem hún
dvaldist á Búðum í sumarleyfi
sínu. Hún fór mjög einförum og
var að safna alls konar sjávar-
gróðri og grösum.
Einu sinni kom það upp í henni
að vilja endilega fara til Stykk-
ishólms. Veitingamaður bauðst þá
til þess að aka henni þangað og
við fengum að fljóta með. Var
áliðið dags er við lögðum af stað.
Hún var með myndavél og kvik-
myndavél og var alltaf að taka
myndir þótt birtan væri ekki góð
og þoka á Kerlingarskarði. Þegar
til Stykkishólms kom fór eg með
hana niður á bryggju, og þar var
nú eitthvað að mynda: spítalinn,
bókhlaðan, Stykkið, húsaröðin í
þorpinu og mávar á bryggjunni.
Þar lauk filmunni í kvikmynda-
vélinni og nú var um að gera að
setja aðra í. Konan fór á bak við
skúr og var lengi að skipta um
filmu svo birtan úti var nær þorr-
in. En nú þurfti að ná fleiri mynd-
um af mávunum, og svo sá hún
sendlinga niðri í fjörunni. Þeir
voru í skugga bryggjunnar og svo
að segja samlitir grjótinu, en endi-
lega varð að ná þeim á filmuna.
Eg vona að á myndinni sjáist eitt-
hvað kvikt, því að fuglamir voru
á stöðugum hlaupum. Á heimleið-
inni þurfti hún líka alltaf að vera
að taka myndir. Það er mikil
galdravél sem hún hefir. ef nokk-