Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 Arni G. Eylands Brattahlíð Bláskógaheiði, Búrfellshlíðar, Breiður og Hlöðufell; Öxará kveður íslenzka stefið sem aldrei i gleymsku féll. Aldanna bragur, Öxará kveður um örlög lítillar þjóðar; hófadynur á Hofmannafleti, Hrauntún — götuslóðar. — Sagan þögul i svörðinn rituð, sumar og Þorranótt; það var haldið út frá Eyrum og inn til fjalla sótt. Kaldidalur og kjörin hörðu, kröfs og fjörubeit, júní-sólfar jafnaði metin, Jónsmessa — Þingvallasveit. n. Hér bætist mér allt sem brugðizt hefur og bilað á liðnum árum, Bláskógakyrrðin græðslu gefur og gerir að öllum sárum. Hugurinn stikar hæstu tinda, en heima í Brattahlið veitist mér aflát allra synda um alla veröld og tíð. Þingvallak Bláskógafriður, bót við meinum, blessuð hin grýtta jörð, fátæka moldin, moslnn á steinum, messu- og þakkargjörð. Kyrrðin er björt og birtan þögul, blessuð Þingvallasveit, til hvers er farið tU framandl landa í fánýta gæfuleit? Er ekki nóg að skynja Skjaldbreið og skoða Hrafnabjörg, getur í heimi musteri meira og meitlaðri sjónarhörg? Er ekki Breiður fjall allra fjalla, fegurð og tignin mest, Hofmannaflöt og Hlöðuvalla heiðalönd stórum bezt? Hvernig sem vötn og vegir falla verður hér kostaflest, undur og töfrar á þig kalla auðnar og hrauna gest. Vatnið og byggðir, Bláskógamörkin býður róður og spor, frelsi og rúm til að rétta bökin, ráðgast við gróður og vor. Hér er einveran allra meina og allra sorga bót, hér stígum við á mjúkastan mosa og minninga-hrjúfast grjót. Indverjinn hvíldist enn nokkrar mínútur. Svo reis hann á fætur, hneigði sig fyrir Sowter og bjóst til að fara. En Sowter bað Kuppuswami að bjóða honum rikulega borgun fyr- ir lækninguna. — Engin gæfa fylgir peningum, þeir drepa niður trúna. En sá sem trúir getur gert þetta, svaraði Indverjinn. Með miklum eftirgangsmunum sam- þykkti hann þó að lokum að þiggja geit af Sowter og íór svo hinn ánægð- astL Kvöldið eftir sagði Sowter læknin- um í Bangalore þessa sögu. Læknirinn var Skoti og hafði lengi verið í Ind- landi. Honum varð að orði: — Ætlarðu að segja mér það að þú hafir séð rauða þræði upp eftir öllum handleggnum á syni þínum? Ef svo hefði verið, þá hefði hann ver- ið dauðadæmdur og hvorki kukl, sær- ingar né nudd hefði getað breytt þar neinu um, og engin meðul heldur. —• Þegar Bill Sowter hafði lokið sögu sinni, varð honum að orði: — Eg hefi ávallt talið mig vel kristinn, en hverju á eg að trúa? Læknirinn hefir auðvitað alveg rétt fyrir sér frá sjónarmiði vísindanna. Hafði Kuppuswami rétt fyrir sér? Eg veit ekki. En eitt veit eg með vissu, að það var trú hins óþriflega Ind- verja sem bjargaði syni mínum frá skjótuxn dauða. — (H. W. Bailey).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.