Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 10
293
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
er fest, og fer 50 faðma, eðia net-
lengdina. Haldið er svo áfram að
kippa í strenginn þar til hinn
veiðimaðurinn hefir heyrt ná-
kvæmlega hvar „jiggerinn" er
undir ísnum. Þar er þá brotin vök
á ísinn og netið dregið á milli
vakanna, og þannig gengur þetta
koll af kolli.
Flestir hafa dráttarvélar við
veiðarnar. Sumir hafa búið sér til
ísbor, sem er í sambandi við
hreyfilinn, og bora með honum
göt á ísinn á nokkrum sekúndum.
Það er annað en áður var, þegar
menn urðu að höggva vakir á ís-
inn, sem oft var orðinn 4 fet á
þykkt seinni hluta vetrar.
Tveir menn geta varla vitjað
um meira en 20 net á dag, og ef
þeir hafa 150—200 net í vatninu,
líður því oft vika milli þess sem
vitjað er um. Fiskurinn er þó tal-
inn óskemmdur að þessum tíma
liðnum.
Síðast liðið ár unnu um 6000
manns að fiskveiðum í fylkinu,
og aflinn varð um 30 milljónir
punda og áætlað verðmæti hans
um 7 miljónir dollara.
Fiskveiðar í vötnunum hafa ver-
ið gott búsílag fyrir þá sem fyrst-
ir settust hér að. Hvítfiskur var
þá nógur og beztur til matar. Þá
voru ekki til neinar reglugerðir
um takmörkun fiskveiða, enda fór
svo, að hvítfiskinum var útrýmt.
Önnur fisktegund, „pickerel“, sem
íslendingar kalla pikk, er nú verð-
mætust, og í vetur sem leið voru
greidd 40 cent fyrir pundið af
honum upp úr vatninu. Hér eru
líka margar aðrar tegundir, svo
sem „sauger“, „pike“, „tullebee“,
„goldeye", „perch“ og „maric“.
Þessa síðast töldu fiska kalla
landar keilu, enda eru þeir ekki
óávipaðir íslenzkri keilu að útliti.
En þetta eru skaðræðisfiskar, sem
gleypa aðra fiska í heilu lagi og
eta fisk úr netjum. Þykir keilan
ekki mannamatur og er því notuð
til minkafóðurs.
Vegna ofveiði var farið að
ganga á stofn pikksins allískyggi-
lega. Þá var farið að reisa klak-
stöðvar til þess að reyna að
bjarga stofninum og veiðunum.
Eina slíka klakstöð eiga íslending-
ar og er hún við Álftaós hjá
Manitobavatni. Þangað skulum
við nú skreppa og skoða hana.
ÞEGAR farið er frá Lundar niður
að vatni, er ekin skemmsta leið í
gegn um íslendingabyggðina og er
hún um 15 km.
Fyrst er haldið suður aðalbraut-
ina, en síðan snúið til hægri og
haldið fram hjá Laufási og síðan
Borg. Sést þá heim að Lundi. Þar
býr Árni útvegsbóndi og stundar
kornrækt á sumrin en fiskveiðar
á vetrum, og hefir nú að undan-
förnu verið stærsti útgerðarmað-
urinn hér um slóðir.
Þegar komið er á vegarenda, er
um tvennt að velja, að fara um
hlaðið hjá Skúla Sigfússyni að
norðan, eða Sigurði Sigurðssyni að
sunnan. Heimili þeirra munu vera
með þeim elztu hér um slóðir og
báðir eru þeir landnemar. Þeir eru
mágar, Sigurður og Skúli, því að
Sigurður er giftur systur Skúla.
Báðir eru þeir komnir yfir nírætt
og að mestu hættir störfum. Synir
þeirra hafa tekið við. Sigurður er
ættað'ur úr Breiðafjarðareyum.
Hann hefir verið yfirmaður klak-
stöðvarinnar frá byrjun, en nú
hefir Óskar sonur hans tekið við.
Ekki verður nú mikið lengra
haldið á bíl. Yfir engjar þeirra
bænda, um 2 km., má þó komast
í þurru veðri, en þá taka við
skurðir og tjarnir, stórar og smá-
ar. Landið hér er lítið hærra en
yfirborð vatnsins og er það vaxið
mannhæðarhárri stör. Hér verður
því að stíga á skip og halda með
því niður að Álftaósi, en það er
um 4 km. leið.
Á þessu fenjalandi veiða Lund-
armenn vatnsrottur snemma á
vorin vegna skinnanna. Góð skinn
hafa að undanförnu verið seld
fyrir 1 dollar hvert, og komið hef-
ir fyrir að veiðimenn hafa fengið
allt að 1000 rottur á veiðitíma-
Séð inn í sal-
inn þar sem
hrognaglösin
eru geymd.