Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
401
sýndist ekki ástæða til að leita
öllu lengra en 25 ár aftur í tím-
ann að flugvísum.
Þó kann eg eina flugvísu, sem
ort er fyrir 33 árum. Það var
sumarið 1928, þegar sjóflugvélin
Súlan flaug vestur til ísafjarð-
ar og hafði þá, að sjálfsögðu,
aldrei fyrr sést slíkur fugl þar
vestra. Vakti hann því nokkra
undrun manna og athygli. Þá
kvað Guðm. E. Geirdal þessa
vísu:
Hugur manns í hæðir kleif,
hristi gnýrinn fjöll og sæinn,
er fjaðurvana Súlan sveif
syngjandi yfir „rauða“ bæinn.
Eg tel vafalítið að þetta sé
fyrsta flugvísan, sem ort er hér
á landi.
Að lokum læt ég svo fylgja hér
með fáeinar flugvísur, sem eg hefi
gert. Ekki þó af því, að þær séu
neitt sérlega athyglisverðar, held-
ur geri eg það til að undirstryka
framanskráð*a hugmynd, ef þær
mættu verða til þess að þeir sem
flugvísur hafa ort, eða kunna, létu
þær koma fram í dagsljósið.
RATVÍSI
Viljafastur Faxi svífur,
frjálsa tauma heimtar þá.
Skýjarastir kaldar klýfur
kvikar naumast marki frá.
KVEÐJA
Langar slóðir ljósvakans
léttur vóð með snilli.
Borið hróður heimalands
hefir þjóða milli.
MEÐ HRÍMFAXA
Hraður skundar Hrímfaxi,
hreina loftið klýfur;
yfir Norður-Englandi
innan stundar blífur.
31. 7. ’61.
Yfir himinhöfin breið
hreyfla þrymur veður.
Vængjafimur skundar skeið
skýabrimið treður.
2. 8. '61.
Líkingareikningur
ekki kenndur í neinum skóla en
nauðsynlegur í daglegu lífi
ÞAÐ voru ekki vísindamenn sem
fundu upp líkindareikninginn,
heldur fjárhættuspilarar á 17. öld.
Þeir voru fúsir að veðja við hvern
sem var um það, að sér mundi
takast að láta 6 koma upp á ten-
ing einu sinni í hverjum fjórum
köstum. Og svo kom einn og
sagði, að ef hann hefði tvo ten-
inga, gæti hann kastað tólfunum
einu sinni í hverjum 24 köstum.
Þetta varð til þess, að franski
stærðfræðingurinn Pierre de Fer-
Næstu 3 vísurnar eru kveðnar um
Gullfaxa hinn eldra, á árunum 1950
—’56, er eg flaug með honum milli
landa:
FLUGTAK
Þrífur sprettinn Faxi fljótt,
flýa strangar þrautir.
Svífur léttur, skundar skjótt
skýa langar brautir.
OFAR SKÝUM
Veröld er af undrum full,
oft má þetta sanna.
Skýin breiðast eins og ull
undir fótum manna.
VIÐ FERÐALOK
Fljúgðu, góði Faxi minn
frjáls um víða geima.
Vafinn gæfu sérhvert sinn
sértu aftur heima.
Með Gullfaxa hinum nýja, á heim-
leið frá Noregi:
•
Vængjasláttinn þreytir þrátt,
þræðir átt í vestur.
Líður dátt um heiðið hátt
heima brátt er seztur.
20. 8. ’61.
mat fór að rannsaka þetta, og
hann kom fram með skýringu
sína fyrir réttum 309 árum. Og
vegna þess að útlistan hans getur
skýrt fyrir mönnum hvað líkinda-
reikningur er, þá skal hún birt
hér:
Á hverjum tening eru 6 fletir.
Ef hann er nákvæmlega smíðaður
og engin skekkja á honum, og
hann veltur ekki þegar honum er
kastað, þá eru nákvæmlega jafn
miklar líkur til þess að upp komi
talan 1 og sex, eð*a hver önnur
tala þar í milli. Líkurnar til þess
að 4 (eða hver önnur tala) komi
upp eru því 1:6. Þetta sýnir, að
ef nógu oft er kastað, eru líkur
til þess að 4 komi upp í 6. hvert
skifti. Og eftir því sem oftar er
kastað, eftir því eru líkurnar
meiri.
En þegar tveir teningar eru not-
aðir, breytist viðhorfið og útreikn-
ingarnir. Skýringin á þessu verð-
ur auðskildari ef vér hugsum oss
að annar teningurinn sé grænn en
hinn rauður. Þegar einum tening
er kastað kemur aðeins upp ein
tala, það er að segja einhver af
hinum sex flötum hans veit upp,
og hver flötur er jafn líklegur til
þess að koma upp. En hvernig fer
nú þegar tveir teningar eru not-
aðir? Svarið er, að líkur eru jafn-
ar til þess að hver af hinum sex
flötum hvors tenings komi upp,
en auk þess getur verið sín talan
á hvorum tening. Með öðrum orð-
um, tölurnar sem upp koma geta
verið á 36 mismunandi vegu, eins