Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Side 2
438 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS „Persier" villtist úr henni og lauk íerð sinni þarna á Dynskógasandi. Björgun farmsins Þegar frá leið barst svo mikill sandur að skipinu, að ganga mátti að því þurrum fótum um fjöru. Sýslumaður setti þegar varðmenn um borð og vöktu þeir yfir því nótt og dag þangað til björgunar- starfið hófst. Skipaútgerð ríkisins tók að sér að bjarga farmi og skipi, og var Guðmundur Guðjónsson stýrimað- ur á „Ægi“ sendur þangað austur til þess að athuga staðháttu og björgunarhorfur, og eins að ráða menn til starfa. Hófst svo björgunin 12. marz. Strengur var festur í siglu ofan við „salninguna“ og var hann gildur. Síðan var grafin gryfja upp á sjávarkambi og þar ofan í látin keðja, sem vafin var utan um lestarhlera, og svo var allt fyllt með sandi. Þá var vírstrengurinn strengdur í keðjuna og á hann sett hlaupahjól og lágu vírar úr því í vindu á skipinu og eins í land, svo að draga mátti bæði í land og úr landi. Mennirnir sem þarna voru ráðn- ir til starfa, voru úr Mýrdal, Álftaveri og Skaftártungu. Munu þeir hafa verið um 100 þegar flest var. Var þeim búið afdrep í landi úr seglum og timbri, sem sótt var um borð í skipið, en þrír menn höfðust við í tjaldi, sá er þetta ritar og með honum þeir Sigurjón á Bólstað og Andrés í Kerlingardal. Veðri var þannig farið að á var stöðug norðanátt með hörðu frosti um nætur. Urðu menn því aið vera vel búnir er þeir gengu til náða í þessum skýl- um, en þau bötnuðu er frá leið. Flokkur bifvélavirkja var send- ur frá Reykjavík til þess að setja bílana saman, og var Nikulás Jónsson fyrir þeim. Var nú byrjað að bjarga bílunum. Þeir voru all- ir í kössum og raðað þannig nið- ur, að í einum kassa voru tvær grindum með áföstum hreyflum og „hásingum“, en tvö stýrishús í öðrum kassa. Þetta voru 3 tonna G.M.C.-bílar og 5 og 2 tonna Dodge-bílar. Var nú byrjað að draga dótið í hleypiblökk upp að vírstrengnum og eg látinn fara með í hvert skifti til þess að krækja yfir í „kraftlínuna“. Mun eg hafa farið um 500 slíkar ferðir upp á strenginn og gat hver orðið hin síðasta, ef illa hefði farið. En það gekk allt slysalaust. Fyrst voru nokkrir bílar settir saman á strandstað, en síðan var reist skýli úr kössunum uppi í Hafursey og þeim sem eftir voru ekið þangað og þar settir saman. Þarna urðu margir menn bílstjórar án þess að hafa mikið fyrir því að afla sér réttinda, og var Dyn- skógasandur óspart notaður til æf- inga, og þeystu þar fram og aftur þeir sem höfðu gaman af að „taka í stýrið“. Einn bíll var stöðugt í flutning- um milli strandstaðar og byggða, til þess að sækja mjólk og önnur matvæli, og með honum fóru sum- ir verkamenn heim um helgar. Það gekk giftusamlega að bjarga bílunum. Og að því loknu var röðin komin að járninu. Þótti ekki ómaksins vert að hirða það, svo það var dregið upp úr lestun- um og því steypt jafnharðan út- byrðis í sjóinn. Urðu þarna brátt miklir járnbyngir, og hafa þeir síðan orðið frægir og mjög eftir- sóttir. Viðureignin við járnið tók mik- ið lengri tíma en björgun bílanna, og þó var því ekki öllu kastað fyrir borð, eftir urðu um 500 tonn í skipinu. Björgun skipsins Nú var farið að hugsa um björgun skipsins. Varðskipið „Æg- ir“ kom með þung akkeri frá Reykjavík og var þeim sökkt langt úti, en vírar úr þeim um borð í skipið. Síðan komu dælur frá Reykjavík og með þeim Guðni Guðbjartsson vélstjóri á „Ægi“. Leki var ekki mikill á „Persier" til að byrja með, en jókst þá er skipið tók að léttast og lyftast upp úr sandinum. Skipverjar höfðu varpað akkeri fyrir borð þegar skipið tók niðri og það hafði brotið dálítið gat á stjórn- borðskinnung skipsins neðarlega. Varð því að fá kafara til þess að gera við, eftir að framlestin hafði verið tæmd. Þegar öllum undirbúningi var lokið, var beðið.eftir stórstraumi. Að kvöldi hins 13. maí var stærst- ur straumur og þá var allt tilbúið. Vírarnir höfðu verið strengdir á vindurnar á efra þilfari, og valdir menn fengnir til þess að vera þar, og þeirra mestur að afli Brynjólf- ur á Þykkvabæarklaustri. Vél skipsins var tilbúin og stjórnaði henni belgíski yfirvélstjórinn ásamt öðrum vélamönnum. „Æg- ir“ lá fyrir utan og var strengur úr honum um borð í skipið. Var nú allt „sett í gang“ í einu: vél og skrúfa og vindur skipsins, sem toguðu í akkerisvírana, og svo „Ægir“, sem streyttist eins og mest hann mátti. Tók nú skipið að mjakast úr fari sínu og innan lít- illar stundar var það komið á flot. Við íslendingarnir vorum mjög spenntir, og ánægja okkar var mikil er skipið skreið út frá sandströndinni. En þeir belgísku voru ekki jafn glaðir. Þeir munu ekki hafa hlakkað til þess að eiga í vændum að fara aftur út á haf- ið, því að stríðið var þá í algleym- ingi og kafbátahernaðurinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.