Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 441 landnám geti hafizt á öðrum hnöttum, og þar með sé afstýrt þeirri hættu, að jörðin geti ekki fætt mannkynið vegna offjölgun- ar. En því miður er þetta ekki rétt. Setjum svo að næstu jarðstjörn- urnar, Marz og Venus, væri svo líkar jörðinni að menn gæti hafzt þar við (en svo er þó ekki), þá þyrftum vér að senda þangað á hverri mínútu loftfar með 100 landnema, aðeins til þess að geta hamlað upp á móti mannfjölg- uninni hér á jörð. En er þá ekki hægt að græða á geimferðunum? Það er varla nokkur vafi á því, að þess verður ekki langt að bíða að menn hafi náð fótfestu á tungl- inu og Marz. Um Venus er allt á meiri huldu, því að vér vitum ekkert hvernig þar er umhorfs. En eru þá ekki líkur til þess að á tunglinu og Marz finnist svo dýrmæt efni, að hægt sé að stór- græða á því að flytja þau til jarðar? Varla verður það fyrst um sinn. Ýmsir fróðir menn hafa fullyrt, að í framtíðinni verði flutnings- gjöld frá Marz um 10 dollarar á hvert pund, en frá tunglinu að- eins 1 dollar á hvert pund. Nú er þungi góðmálma reiknaður á ann- an hátt, en eftir þessu ætti flutn- ingsgjald frá Marz að nema 2,2 centum á hvert gramm. Það er því augljóst, að verðgildi þess sem flutt er, verður að vera tals- vert meira en 2,2 cent grammið. Nú er verð á hreinu silfri hér á jörð 2,7 cent grammið. Ef menn skyldu finna hreint silfur á Marz, er augljóst að það borgaði sig betur fyrir þá að nota það í raf- magnsþræði í skálum sínum, heldur en flytja það til jarðar. Um gull er öðru máli að gegna. Það kostar nú 1,11 dollar gramm- ið og það mundi því greiða vel flutningskostnaðinn. En það er þó ódýrasta efnið, sem mundi borga sig að flytja milli hnatta. Aftur á móti mundi borga sig vel að flytja á milli platínu, plutoni- um, iridium, ruthenium og osmí- um, vegna þess hve dýr þau efni eru — plutonium kostar nú t. d. 50 dollara grammið. En hvað er þá um gimsteina? Það mundi alls ekki borga sig að flytja þá til jarðar, vegna þess að nú hefir mönnum tekizt að gera gerfisteina, sem eru í engu frábrugðnir gimsteinunum. Það væri þá helzt ef svo ólíklega skyldi fara, að fundinn yrði ein- hver gimsteinn, sem ekki er til á jörðinni. Með öðrum orðum: Það eru að- eins örfá dýr efni, sem hagur væri að flytja frá öðrum hnött- um til jarðar. Vér vitum þó ekki hvernig fara mun í framtíðinni. Þetta er mið- að við það ástand sem nú er hér á jörð. Og þó er varla nokkur vafi á því, að venjulega smásteina frá Marz mætti selja með góðum hagnaði fyrst í stað, vegna þess að þeir yrði taldir kjörgripir. Og hver veit hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu? Ef til vill breytt mati á öllum verð*- mætum, svo að innflutningur frá öðrum hnöttum verði gróðavæn- legur. Þegar Kolumbus fór að leita að nýrri siglingaleið til Indlands, var það gert í því skyni að hægt væri að fá ódýrara silki og krydd. Ekki gat hann grunað, þegarhann fann Ameríku, að það mundi verða til þess að auka eftirspurn á öllum vörum öðrum en silki og kryddi. Sýklar drepnir úr hungri NÚ ER fundið nýtt ráð við tannátu, en henni veldur, að sögn, sýkill sem nefnist „lactobasilli“ og hefst við í munnvatni manna. Ráðið er einfald- lega sérstakt mataræði, og því er haldið áfram þangað til sýklarnir eru dauðir úr hungri. Sýklarnir þurfa sem sé sérstök næringarefni til þess að lifa, og því er nú ver, að það eru einmitt þau næringarefni, sem flestir menn þrífast bezt af, svo sem sykur eða kolvetni. Tilraunir, sem gerðar hafa verið 1 rannsóknastofum með þetta nýa mataræði, sýna að það eru engin skrök að hægt sé að svelta sýklana til bana. A hálfum mánuði fækkar þeim máske úr 100.000 í hverjum teningssentimetra af munnvatni, nið- ur í 2000. Og eftir einn mánuð geta þeir verið aldauða. Þá mega menn fara að neyta sömu fæðu og þeir eru vanir, því að sýklarnir koma ekki aftur. En mjög nauðsynlegt er að fylgt sé nákvæmlega reglunum um mataræði, meðan verið er að útrýma sýklunum. Verði mönnum það t. d. á að láta upp í sig brjóstsykurmola eða hóstapillu meðan á reynslutím- 'anum stendur, þá er allt unnið fyrir gíg, því að þá þjóta sýklarnir upp eins og aldrei áður. Verkfæri fornmanna BANDARÍSKI vísindamaðurinn dr. Leo A. Estel við Ohio-háskólann seg- ir að verkfæri fornmanna-segi miklu greinilegri sögu um íramþróunina heldur en fornar beinagrindur. „Það eru ekki beinin, heldur heilinn, sem hefir stjórnað framþróuninni", segir hann. Og af áhöldum og verkfærum fornmanna og samanburði á þeim sé hægt að leiða getur að því hvernig hugsunin hafi þroskazt. Gömul haus- kúpa gefi engar upplýsingar um hvað hrærst hafi í þeim heila, sem eitt sinn var í henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.