Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Page 8
444 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá Reykjavíkur- sýningunni. Hér eru sýndar gamlar og nýar vinnu- vélar. Þetta gerðist í ágústmánuði FORSETI íslands gaf hinn 1. ágúst út bráðabirgðalög samkvæmt til- lögu ríkisstjórnarinnar um þá breytingu á lögum Seðlabanka Is- lands, að bankinn skuli skrá gengi islenzkrar krónu að fengu sam- þykki ríkisstjómarinnar. í for- sendum að bráðabirgðalögunum segir, að vegna hinna miklu kaup- hækkana, sem átt hafa sér stað að undanfömu, séu fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar í efnahagsmál- um, ef ekki sé að gert (2.) Sam- kvæmt þessum lögum var gengið síðan fellt um 11,6%. Verður nafn- gengi dollars þannig 43 krónur islenzkar (4.) í sambandi við gengisbreyting- una vom sett bráðabirgðalög með ákvæði um hækkun útflutnings- gjalda í þágu sjóða sjávarútvegs- ins (4.) INNGANGA 1 MARKAÐS- BANDALAGIÐ Fulltrúar ríkisstjómarinnar hafa haldið fund með forystumönnum ým- issa heildarsamtaka atvinnuveganna um hugsanlega inngöngu Islands í Efnahagsbandalag Evrópu (Sameigin- lega markaðinn). 15 fulltrúar lýstu yfir stuðningi við inngöngubeiðni í bandalagið. Fulltrúi Alþýðubanda- lags tslands lagðist einn gegn því. (18.) REYKJAVÍK 175 ÁRA 18. ágúst voru liðin 175 ár frá því Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi og var þess minnzt með hátíðahöld- um og kynningarsýningu, sem stóð í tíu daga. Á kynningarsýningunni var þróunarsaga bæarins rakin, en sýn- ingarsvæðið var við Hagatorg svo og í Hagaskóla og Melaskóla. Var sýn- ingin mjög fjölbreytt og fróðleg. Þá voru hátíðahöld og margvíslegar skemmtanir bæði úti og inni á kvöldin þá daga, sem kynningin stóð. I sambandi við afmælið var starf- rækt sérstök útvarpsstöð, sem út- varpað var frá á hverju kvöldi (18.— 28.) HEYSKAPUR Sumarið hefir ekki verið gott til heyþurrka og heyskapur gengið heldur illa þó sérstaklega á Norður- landi og norðanverðum Austfjörðum. í Borgarfirði eystra hafa t.d. aldrei komið tveir þurrkdagar í röð. Erfið- leikar hafa verið miklir í Þingeyar- sýslu og Skagafirði, sérstaklega út- sveitum. geint í ágúst höfðu bændur þar til jafnaðar náð inn innan við 100 hestum. Þeir, sem hafa súgþurrk- un standa þó mun betur að vígi, þótt oft hafi verið svo vætusamt að ekki hafi verið hægt að blása í heyið. Um mánaðamótin voru því mikil hey úti í þessum landshlutum. Á Suðaustur- landi hefir heyskapur aftur á móti gengið vel og bændur á Suðurlandi náð inn miklum heyum, og nýting verið í meðallagi. Um vestanvert landið hefir heyskapartíð verið þolan- leg, en þó hvergi góð. SJÁVARÚTVEGUR Síldveiðarnar fyrir Norður- og Austurlandi hafa gengið mun betur nú en á undanfömum árum. 1 ágúst- mánuði var síldarflotinn að mestu fyrir Austurlandi. Barst svo mikið á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.