Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Side 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 449 A 175 ára afmæli Reykjavíkur: Forseti ís- lands og borgarstjóri koma frá því að hlýða á guðsþjón- ustu. land að ekki var hægt að vinna allan aflann þar og var sumt flutt í bræðslu til Norðurlands. Mjög dró þó úr síld- veiðunum er líða tók á ágústmánuð og mörg skip hættu veiðum. 28. ágúst var heildaraflinn orðinn rúm- lega 1,5 millj. mál og tunnur (790 þús. á sama tíma í fyrra). Tæpar 360 þús. tunnur höfðu verið saltaðar, 1,1 milj. mál brædd og tæplega 24 þús. tunnur frystar. Víðir II úr Garði var aflahæsta skipið með 21.415 mál og tunnur (29.) tTGERÐIN Verðfall hefir orðið á síldarmjöli og síldarlýsi (11.) Norsku síldarbátarnir, sem veiða hér við land tapa hundruðum þús- unda króna þar sem þeir verða sjálf- ir að sigla með aflann heim vegna skorts á flutningaskipum (11.) Heildaraflinn fyrstu sex mánuði ársins varð rúmlega 228 þús. lestir, og er það rúml. 6 þús. lestum minna en á sama tíma í fyrra (12.) 77 erlendir togarar eru að veiðum hér við land auk 50 rússneskra síld- veiðiskipa (13.)' Þrjú ný rækjusvæði finnast hér við land, undan Haganesvík, í Amarfirði og á köntum Seyðisfjarðardýpis (15.) Mikil kolkrabbavaða kom á land á Flateyri (16.) Útflutningur hinnar nýu saltsíldar hófst upp úr miðjum ágúst (16.) Samkvæmt niðurstöðum af rann- sóknarleiðangri „Maríu Júlíu“ undir stjórn Aðalsteins Sigurðssonar fiski- fræðings hefir þorskmagnið hér við land víða minnkað (18.) MENN OG MÁLEFNl Ingi R. Jóhannsson varð Norður- landameistari í skák (1.) íslenzka þokkagyðjan Sigrún Ragn-. arsdóttir varð í 5. sæti í fegurðar- samkeppni á Langasandi í Kaliforníu, þar sem keppt var um titilinn „Miss International“ (1.) Halldór Hansen, yngri, hefir verið skipaður yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur (2.) Nils Langhelle, forseti norska Stór- þingsins, í heimsókn hér á landi í •boði forseta Alþingis (3.) Franskur maður gengst fyrir töku tveggja- stuttra kvikmynda hér á landi, sem sýna á erlendis (4.) Árni Pálsson, cand. theol., kosinn prestur f Miklaholtsprestakalli (13.) íslenzkur listdansari, Helgi Tómas- son, fær mjög góða dóma í dönskum blöðum (13.) Ungfrú Gunnhildur Ólafsdóttir, 16 ára, kjörin blómadrottning í Hvera- gerði (15.) Forseti íslands kom i opinbera heimsókn til bæarstjómar Reykjavík- ur í tilefni afmælis borgarinnar 18. ágúst (19.) Valtýr Stefánsson, ritstjóri, kjörinn heiðursfélagi Skógræktarfélags ís- lands (20.) Maður af íslenzkum ættum, Frank Frederickson, kosinn borgarstjóri í Vancouver í Kanada (22.) Friðjón Sveinbjörnsson frá Snorra- stöðum ráðinn sparisjóðsstjóri í Borg- arnesi (24.) Herra biskupinn, Sigurbjörn Einars- son, sækir biskupafund Norðurlanda í Finnlandi (23.) Friðrik Ólafsson, stórmeistari, bar sigur úr býtum á svæðamóti í skák, sem haldið var í Tékkóslóvakíu (23.) 14 konur og karlar kjörnir heiðurs- félagar Reykvíkingafélagsins 25.) Baldur Möller skipaður ráðuneytis- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu (26.) Þorkell Grímsson, fornleifafræðing- ur vinnur að uppgreftri á Reyðar- felli í Hvítársíðu, sem sagt er frá í Grettissögu (26.) Tveir skógræktarmenn frá Alaska staddir hér á landi (31.) Sjö stúdentar hljóta 30 þús. kr. styrki í fimm ár (31.) Danskir ferðamálamenn heimsækja ísland (31.) Þrír íslendingar, dr. Gunnar Böðv- arsson, Sveinn Einarsson, verkfræð- ingur, og Helgi Sigurðsson, hita- veitustjóri, miðla fróðleik um virkjun jarðhita á ráðstefnu SÞ um nýar orkulindir (31.) FRAMKVÆMDIR Barnaleikvöllur opnaður í Seltjam- arneshreppi, sá fyrsti þar í sveit (1.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.