Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Page 12
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vb. Helgi Flóvents- son frá Húsavík sökk út af Langanesi. ÝMISLEGT Greiðslujöfnuður ríkissjóðs var hag- stæður um 10,7 milj. kr. árið 1960 (1.) Togarinn Freyr kom hingað með grænlenzkan fálka, sem settist á skip- ið í rúmsjó (1.) Vegir eru orðnir mjög slæmir, sér- staklega í nágrenni Reykjavíkur, vegna vegavinnuferkfallsins (2.) Færeyingum leyft að stunda hand- færaveiðar á takmörkuðum svæðum innan íslenzku fiskveiðilandhelginnar (2.) Um 45 íslendingar munu nú vera á norska fiskiskipaflotanum (3.) Daníel Pétursson, flugmaður, hefir hafið áætlunarferðir innanlands til ýmissa staða, sem Flugfélag Islands ílýgur ekki til (5.) Tjónið af ríkisábyrgðum nemur nú yfir 200 milj. kr. (5.) Flugvélar Flugfélags íslands fóru 15 ferðir á einum degi til Vestmanna- eya vegna mannflutninga á þjóðhátíð (3.) FÍB hefir tekið upp víðtæka við- gerðarþjónustu á bílum, sem bila á vegum úti um helgar, þegar umferð- in er mest (5.) Gæzluflugvélin Rán og varðskipið Þór tóku brezkan togara í landhelgi út af Austfjörðum (6.) Þrjár nýar káltegundir, toppkál, savoyer-kál og spergilkál, ræktaðar hér á landi (6.) Aætlað að 1500—1600 gestir hafi verið á þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyum (9.) Umferð gekk mjög vel í nágrenni Reykjavíkur um verslunarmannahelg- ina (9.) 900 farþegar flugu með flugvélum Flugfélags íslands á einum degi inn verslunarmannahelgina (9.) Viðskiptasamningur við Tékkósló- vakíu endumýjaður (10.) Mjög mikill drykkjuskapur og svall var víða um verslunarmannahelgina, sérstaklega á skemmtunum í Hall- ormsstaðaskógi, Vaglaskógi og að Laugarvatni, einnig í Húsadal í Þórs- mörk (9.) Rúmlega 7 millj. kr. jafnað niður á Siglufirði (10.) Þýzkur maður, Egon Miiller að nafni, sem stundaði hér ólöglegar fálkaveiðar, tekinn á Flateyardal þar sem hann vann að tamningu sex vals- unga (10. og 11.) Frá stofnun Framkvæmdabanka Is- lands 1953 hefir Bandaríkjastjóm veitt bankanum 20,8 milj. dollara lán (11.) BP semur um olíusölur til Kefla- víkurflugvallar (12.) Skátar taka að sér að hreinsa vír- dræsur frá stríðsárunum, sem hafa verið búsmala í Mosfellssveit hættu- legar (12.) Skógrækt í Heiðmörk gengur mjög vel. Vegakerfi lagt um mikinn hluta markarinnar (13.) Flugvélasprengja írá stríðsárunum festist á línu fiskimanns I Reyðar- firði (16.) Eimskipafélag Islands gefur út ný*> áætlun (17.) Furðubleikja veiðist í Víðidalsá. Samkvæmt tillögu dómsmálaráð- herra hefur þremur færeyskum skip- stjórum, sem voru að handfæraveið- um í landhelgi, verið veitt sakarupp- gjöf (17.) Brotizt inn í stóra vélskóflu í Rauð- hólum og hún stórskemmd (16.) Það er 101 ár milli yngsta og elzta Reykvíkingsins (18.) Kanadísk flotadeild í kurteisisheim- sókn í Reykjavík (18.) Kjötkaupmenn neita að selja nýtt dilkakjöt vegna of lágrar álagningar (18.) Dómnnefnd Fegrunarfélags Reykja- víkur kaus garðinn við Langagerði 60 fegursta garð bæarins á þessu ári (18.) Fjögurra manna sendinefnd frá Suður-Kóreu í heimsókn hér (19.) Kaupfélag Skagfirðinga dæmt til þess að greiða 203 þús. kr. hærra útsvar en á það var lagt í fyrstu (19.) Þjóðkirkjunni gefin Viðeyarkirkja (19.) Ráðstefna um raunvísindarannsókn- ir haldin í Háskólanum (22.) Laxveiði hefir verið misjöfn í sum- ar, en bezt í Miðfjarðará (24.) Vikulegum áætlunarferðum Loft- leiða milli Evrópu og Ameríku fjölg- ar úr 5 í 7 yfir vetrarmánuðina (24.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.