Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
451
mætti þeim í samband með öðr-
um gervihnöttum.
Þessir gervihnettir mundu eigi
aðeins annast útvarpssendingar,
heldur einnig endurvarpa tali, en
ekki er enn ráðið hve stórir þeir
þurfi að vera. Búist er við að
fyrsta tilraun með þá fari fram
innan tveggja ára.
Með Advent og Courier gervi-
hnöttum mundu Bandaríkjamenn
geta tryggt sér beint og tafar-
laust samband við allar herstöðv-
ar sínar um allan heim, einnig
herskip á höfum úti og flugvélar
í lofti.
NÝ TILLAGA
Bell-félagið hefir komið fram
með nýa tillögu um endurvarps-
hnetti. Er þar gert ráð fyrir 50
gervihnöttum dreifðum jafnt í
allt að 500 km. hæð, og 26 stöðv-
um á jörðinni. Eiga flestar þessar
stöðvar að vera í Bandaríkjunum,
en auk þess í Suður-Ameríku,
Ástralíu, Afríku og í borgunum
Lundúnum, Bonn, Moskvu, Pek-
ing, Tokyo, Yakutsk, París og
Bombay.
Eins og á þessu sést er hér gert
ráð fyrir allsherjar sambandi um
alla jörð. Gert er ráð fyrir tvenns
konar gervihnöttum. í öðrum
eru 600 talrásir og kostnaðurinn
er þá áætlaður 50 milljónir doll-
ara á hnettina en 65 miljónir doll-
ara fyrir stöðvarnar á landi. Hin
tegundin á að hafa jafnmargar
talrásir, en auk þess sjónvarps-
rásir f allar áttir. Er gert ráð fyr-
ir að hnettirnir muni þá kosta 100
miljónir dollara, en stöðvarnar á
landi 70 miljónir dollara. Þarna
er ekki gert ráð fyrir endurvarpi
útvarps. Hnettirnir eiga að geta
enzt að meðaltali í 10 ár.
Langfullkomnast verður þó fyr-
irkomulagið með fastahnöttunum,
því að með þeim fengist svo að
segja ótakmarkað svigrúm fyrir
skeytasendingar og talstöðvar.
Auk þess geta þeir borið útvarp
og sjónvarp um allan heim, meira
að segja þrívíddar litmyndir í
sjónvarpi. Þar verður ekki aðal-
kostnaðurinn við gervihnettina,
heldur við sendistöðvarnar.
ALÞJÓÐA SAMVINNA
NAUÐSYNLEG
Það mundi nú ekki þykja heppi-
legt að ein þjóð réði yfir slíku
endurvarpskerfi. Það gæti orðið
skæðasta áróðurstæki allra tíma.
Og ef þjóðir fara að keppa um
það sín á milli að koma upp slík-
um endurvarpskerfum, þá væri
þegar komin ný ólga í kalda stríð-
ið. Hvor mundi þá reyna að spilla
fyrir hinum, og mannkyninu yrði
Móðurást
EG get ekki stillt mig um að segja
frá tveimur spóahjónum, sem eg
kynntist í æsku.
Spóahjónin áttu hreiður ár eftir ár
á sömu þúfunni í mýri fyrir innan
Kotklettinn á Ketilsstöðum. Þetta vissi
eg af því að karlinn var blestur í
máli; skrollaði í honum þegar hann
vall. Alltaf komu hjónin ungunum
upp, en ekki vissi eg til að fjölgaði
hreiðrum í mýrinni, enda var hún
lítil.
Hin spóahjónin áttu þúfu, sem þau
hreiðruðu sig á rétt hjá smalahúsinu
mínu. Mikið þótti mér gaman að
þessu. Móðirin var farin að þekkja
mig og flaug ekki af þó að eg væri
að vakka í kringum hana. Svo komu
ungarnir úr eggjunum hjá hjónunum
og allt virtist í lagi. Ungarnir stækka
og byrja að fljúga. Þá kemur í ljós
að einn unginn getur ekki flogið,
annar vængbroddurinn rakst í aftari
enda hans þegar hann reyndi.
Nú líður; spóar eru .flognir burt
nema spóamóðirin. Hún lá á lamaða
unganum sínum á nóttum, en þau
voru I flóanum á daginn. Svo er
hætt hjásetu því það líður að hausti.
Um haustið þegar komið var fram
yfir vetumætur, snjóföl á jörð og
I
ekkert gagn að þessari framför,
miklu fremur hið mesta ógagn.
Hér er því bráð nauðsyn á al-
þjóðasamvinnu þegar frá upphafi.
Slík samvinna hefir áður átt sér
stað, er þjóðirnar skiptu með sér
bylgjulengdum fyrir útvarp. En
sú samvinna hefir ekki orðið að
fullu gagni vegna þess að hún
hafði enga allsherjar yfirstjórn,
og þjóðir gátu skorist úr leik og
lagt undir sig vissar bylgjulengd-
ir. Að þessu hefir orðið friðar-
spillir, en enn meiri friðarspillir
yrði hitt, ef ekki næðist alþjóða
samkomulag þegar í upphafi um
endurvarps hnattkerfi í háloft-
unum.
(Uppistaða þessarar greinar er 1
„Bulletin . of the Atomic Scientists").
frost, þá á eg leið um hjá smalakofa
mínum, því eg var 1 smalamennsku.
Þá geng eg að spóahreiðrinu af göml-
um vana. Hvað sé eg þá? Móðirin lá
á unganum sínum þar. Eg tók ung-
ann hennar og fór með hann heim,
en hún flögraði yfir. Við skulum
vona að hún hafi komizt úr löngu
ferðinni yfir höfin, þótt áliðið væri
og hún ein á ferð.
Lifið grundvallast á móðurást og
verður vonandi svo og mildar og
bjargar á atómöld, sem á liðnum
öldum.
Kristján Helgason.
PRENTSMIÐJUPÚKINN
klóraði í skýringargrein með mynd
á bls. 429 í seinustu Lesbók, svo að
þar varð úr þessi setning: Hún er
látin eta brauðaldin! — Þetta kemur
þar eins og skollinn úr sauðarleggn-
um, og er alveg út í hött. Myndin er
af dreng sem ríður á skjaldböku.
Hann heldur á viðarteinung og
fremst á honum er bjúgaldin, rétt
yfir nefinu á skjaldbökunni, jen hún
ætlar sér að ná í góðgætið og eltir
það, en það berst jafnhratt undan.
Skýringin með myndinni átti því að
vera: Hún er látin elta bjúgaldin! —