Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 503 Snæbjorn Jónsson Hvernig veit hún það? The lady doth protest too much methinks. — Shakespeare. LÍKLEGT er að annálar okkar telji það með tíðindum ársins 1961 að þá kom mentamálaráð- gjafi Rússlands, frú Jekaterina Furtseva hingað í heimsókn og dvaldi hér í nokkra daga sem gestur ríkisstjórnarinnar. Ég hefi af ráðnum huga viðhaft hér hið eldra orð ráðgjafi, í stað hins yngra og tíðkanlegra, ráðherra, sem að þarflitlu hefir bolað því út. Þetta hefi ég gert fyrir þá sök, að ef ég segði herra um konu þessa (herra Katrín), fyndist mér sjálfum sem væri ég að gera gys að henni en það er mjög fjarri mér að vilja gera svo. Hún hlýt- ur að vera merk og mikilhæf kona. Rússneska þjóðin er ein hinna fjölmennustu í veröldinni, skiptir hundruðum miljóna, og er fyrir víst mjög miklum hæfileik- um búin, eins og allar slavnesku og þegar bíllinn er kominn á mikla ferð, getur hann hafið sig tii flugs og farið yfir skurði, girð- ingar og aðrar ófærur. Hér er aðeins talið fátt af mörgu. En geta má þess, að menn gera ráð fyrir að vængurinn verði með tímanum flugtæki fyrir almenning, hentugra og ódýrara farartæki heldur en bílarnir eru og jafnvel öruggara. Slík flugtæki verða með tvennu móti, annað með hreyfli, en hitt hreyfilslaust eins og sviffluga. Furtseva. þjóðirnar. Þar í landi er nú lögð mikil áherzla á að efla almenna mentun, enda þótt sú mentun sé raunalega hnept í fjötra, gagn- stætt því sem á sér stað í lýð- frjálsum löndum. Sú kona sem Rússar velja til mentamálaráð- gjafa, hlýtur að hafa meir en lítið til brunns að bera. Og svo vel var sú gjöf hugsuð er þessi háttsetta kona færði íslandi við þetta tækifæri, að fyrir hana á hún enn stærri kröfu til kurteisi af okkar hálfu. Gjöfin sýndi einkar fallega hugkvæmni. En þó að við að sjálfsögðu tök- um ofan fyrir henni sjálfri, og raunar líka embætti hennar, þarf það ekki endilega að fylgja þar með að við gleypum sem háleita opinberun hvert það orð er hún mælti. Og til þess ætlast hún von- andi ekki. Enginn maður er ó- skeikull, karl eða kona, og naum- ast enda páfinn hér norður á fs- landi. Og við nokkur orð hennar vildi ég gera athugasemd. Morgunblaðið, langstærsta og víðlesnasta blað landsins, sendi einn af starfsmönnum sínum til þess að eiga tal við þenna tigna gest. Geta má nærri að til þess hefir verið valinn einhver þeirra manna er það treysti bezt, enda var viðtal það er hann birti í blaði sínu skýrt og skilmerkilegt. Má efalaust treysta því, að þar sé alt rétt flutt á milli, enda aldrei nein athugasemd við það gerð. Upp frá því viðtali (Mbl. 10. júní) leyfi ég mér að taka hér örstuttan kafla: „Er frúin alin upp í kristinni trú?“ „Nei, mjög snemma losnaði ég við öll kristileg áhrif.“ „Hvar eruð þér fædd?“ „í nágrenni Moskvu.“ „En segið mér eitt, fyrst við er- um að tala um trúarbrögðin, get- ur kommúnismi og trú á fram- haldslíf farið saman að yðar dómi?“ „Nei, trú á líf eftir dauðann get- ur alls ekki farið saman við hug- sjónir kommúnismans. Maður verður annað hvort að velja trúna, og þá kristna trú í þessu tilfelli, eða hugsjónir komúnismans. Og líf eftir dauðann er í algerri and- stöðu við kenningar kommúnism- ans. Þar getur ekki orðið nein málamiðlun.“ „Ég hefi mjög sterkan grun um að líf sé eftir dauðann. Ekki vildi ég skipta á þeim grun og komm- únismanum.“ „Við skulum veðja að þér eigið eftir að skipta um skoðun. Vís- indunum fleygir fram, eins og þér vitið, og nú er lagt kapp á að kynnast öðrum stjörnum og öðr- um geimum. Uppgötvanir vísind- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.