Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 4
504 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS anna munu verða banamein trú- arinnar.“ Um þetta efni segir viðtal þeirra, blaðamannsins íslenzka og mentamálaráðgjafans rússneska, ekki neitt annað sem máli skiftir. En ef ég skil rétt, þá staðhæfir hún hér, þessi merka kona, að lífi okkar Ijúki með líkamsdauðanum. Og ég harma það mjög að blaða- maðurinn skyldi ekki spyrja, hvemig hún vissi það. Mér finst að svarið hefði hlotið að verða fróðlegt. Mér er ekki kunnugt um að nokkur maður — þ.e.a.s. nokk- ur málsmetandi maður — hafi fyr talið sig geta algerlega staðhæft þetta. Hinir eru óteljandi, fyr og síðar, er talið hafa framhaldslíf harla ósennilegt, jafnvel máske óhugsandi, og sagst ekki geta trú- að á það. En það er alt annað. Og vitur maður og varkár stað- hæfir ógjarna það sem hann get- ur með engu móti sannað. Granni minn, Jón Jónsson, er gætinn maður og orðvar. Ef ég nú fer út til hans og segi honum, að frá því á hádegi í dag alt til miðaftans hafi grænlenzkur hrafn setið uppi á Geirmundar- tindi á Akrafjalli, en þá flogið upp þaðan og sezt á Keili, þá hygg ég ekki að hann mundi ef- ast um að þetta væri bull. En hann gæti ekki afsannað mál mitt, því að í þessu illviðri mundi eng- inn maður vera uppi á þessum hnúkum til þess að bera vitni í málinu. Jón mundi, að ég ætla, nægjast með að kalla orð mín lygileg og segjast engan trúnað á þau leggja. En hann mundi varla taka dýpra í árinni. Þó er hann “kki í ríkisstjórn á okkar litla landi, og hefir aldrei látið menta- nál til sín taka. Svo að ekki þarf aann fyrir þær sakir að hafa sér- itaka gát á orðum sínum. En það verða þeir að gera sem í ábyrgð- armiklum stöðum eru. — o — Ekki hafði ég hugsað mér að gerast hér skjaldsveinn trúarinn- ar, enda mundi þá margur með ærnum rétti geta sagt, „þér ferst það, Flekkur, að gelta“, því að mörgum er það vitanlegt að í venjulegustu merkingu orðsins er ég lítill trúmaður. Að því get ég ekki gert, og ekki er það svo mjög að vilja mínum. Trúmaðurinn er að öðru jöfnu meiri maður en hinn trúlausi. Hann ræður yfir orkulind sem hinn skortir. En hvorki Rússinn, né íslendingur- inn, né heldur nokkur annar tek- ur það af sjálfum sér að trúa. Það er meðfædd gáfa, rétt eins og listargáfan; báðar má þroska (en líka kefja), ef til eru, en hvoruga getum við hrifsað til okkar með valdi. Mentamálaráðgjafinn rúss- neski talaði hér að sjálfsögðu og augljóslega fyrir munn ríkisstjórn- ar sinnar, og orðin sem Morgun- blaðið flutti, taka af öll tvímæli um það, sem raunar var áður vit- að, að sú ríkisstjórn telur að trú- arleg sannindi séu ekki til, úr því að beinlínis verður að velja á milli trúar (þ.e. guðstrúar) og þeirrar stjórnmálajátningar, sem ein er viðurkend þar 1 landi og nefnd kommúnismi og með þessu gerð að trúarjátningu. Því engin ríkisstjórn mundi leyfa sér að segja við þegna sína: þið skuluð afneita sannleikanum, eða ella ekki njóta fullra þegnréttinda. Þetta virðist mér ótvírætt og ó- umdeilanlegt. Og ég hlýt að harma það, enda er mér með öllu óskiljanlegt hvað við þetta getur unnist. Yfir höfuð vil ég að ríkis- valdið láti trúmál afskiptalaus, og því er það skiljanlegt að ég hefi alla mína æfi, alt frá barnsaldri, verið andvígur ríkisrekstri okkar á kirkjunni. Og mikla vansæmd tel ég okkur það, að lög skuli leyfa að maður sé sóttur til saka fyrir guðníð — og að þessu laga- ákvæði skuli jafnvel hafa verið beitt nú á síðasta mannsaldri. Það sem mér blöskraði og kom mér loks til að taka mér penna í hönd, var hin algera afneitun mentamálaráðgjafans á fram- haldslífi okkar eftir dauðann. Mér er ekki grunlaust um að hin (á sinn hátt) trúaða kona hefði leitt hjá sér að slengja þessu framan í íslenzku þjóðina ef henni hefði verið um það kunnugt að ekki færri en níu af hverjum tíu mönn- um í landinu munu telja sig hafa fengið beinar sannanir fyrir fram- haldslífinu. Og með beinum sönn- unum á ég hér við sjáanleg, heyr- anleg, og jafnvel í sumum tilfell- um áþreifanleg rök. Ekki efa ég að hún hafi heyrt getið um starf- semi hinna brezku og amerísku sálarrannsóknafélaga, sem starfa eftir svo strangvísindalegum regl- um að við engar rannsóknir, jafn- vel ekki þær rannsóknir atómork- unnar og himingeimsins, sem Rússar hafa hlotið alþjóða-frægð fyrir, mun strangari vísindaregl- um fylgt. En hitt er annað mál, að sennilega veit hún lítið um árangur þeirra rannsókna. í grein sem ég skrifaði öndverðlega á þessu ári, gat ég um svar það, er rússneskur sendiherra gaf þegar borðdama hans í veizluboði, Lady Diana Cooper, ympraði á því, að spurningin um líf eftir dauðann væri sér mikið hugðarefni. Hann svaraði því til, að Rússar hefðu engan tíma til þess að sinna slík- um hégóma. Svona var þá sann- leiksleit þessarar miklu þjóðar háttað, að hans sögn. En því gat ég um þetta, að þá voru ýmsir hinna víðsýnustu manna hér í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.