Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 607 lepphúfu, sem var þá heil kaka með smjöri ofan á fyrir hverja íleppa. Þótti henni mikill fengur að þessu og gerði hún þetta meðan hún vakti yfir túninu. Gvendur dobbari taldi sig mikinn stærðfræðing. — Sagðist hann geta reiknað út hvem stein, sem hann sæi, og metið hann á gullverð. Eg heyrði mann segja frá því, sem verið hafði að garðhleðslu, með karli oft. Var þeim fært kaffi að heiman. Settust þá allir niður nema Gvendur. Geng- ur hann að stórum steini, sem þar var rétt hjá og sagðist nú ætla að segja þeim hvers virði hann væri, ef hann væri úr gulli og bað þá nú að trufla sig ekki. Fór nú karl að spanna steininn, ganga í kringum um hann, með miklum vangaveltum og spekingssvip, þar til húsbóndi hans sagði honum að hætta þessu, hann skyldi taka til vinnu sinnar eins og aðrir. „Nú gjörðir þú illa, húsbóndi minn. Eg var að reikna út síðasta „ortið“, og setja það við háu tölumar, sem var orðin 1% spönn. Þetta er orðið svo mikið, að það ná því engar töl- ur“, sagði karl — og meira hafðist nú ekki upp úr þessu. 1886 átti Guðmundur heima á Sveinseyri í Tálknafirði, þá orðinn gamall og farinn. Kona hans var þá dáin. Var hann þar í vinnumennsku. Þá var þar og víðar sá háttur á, að afhenda vinmífólkinu fiskmat (harð- fisk) og feitmeti til hverrar viku. (Var það kallað „að telja út“). Guð- mundur hafði þann hátt á með harð- fiskinn, sem hann fékk, að hann fór með hann upp í volga laug, sem var á Sveinseyri, og lagði þar fiskinn í bleyti einn sólarhring og lét hann svo blautan milli heydýna í rúminu sínu, og lá á honum, þar til hann var orðinn grænmyglaður. Taldi hann fiskinn þannig meðhöndlaðan, bezta mat. Þá hafði hann þann sið að ganga til altaris á hverju hausti. Átti hann í fórum sínum djásn mikið, sem hann kallaði trefil og notaði aldrei nema við þetta tækifæri. Var það röndótt handklæði sem hann hafði fengið hjá fransmönnum. Var honum sagt, að það væri óviðeig- andi að hafa þetta fyrir hálsklút. En karl sagði að þeir hefði sagt sér á hreinni frönsku, til hvers ætti að nota það og þeir vissu það ekki bet- Samgöngur í INIepal U M aldaraðir haf a samgöngur milli Indlands og Nepal v.erið þahnig, að Nepalbúar hafa borið alla aðdrætti heim tíl sín á bak- inu. Hafa unglingar aðallega verið notaðir til áburðar og byrja þeir á þessu þegar þeir eru orðnir 12 ára. Vörurnar bera þeir í stórum tágakörfum á bakinu og er bandi brugðið upp yfir ennið. Þannig bera þeir matvæli, fatnað, bús- áhöld og byggingavörur og eru ur sem ætluðu að fara að segja sér það á íslenzku. — Fransmenn hefðu aldrei logið að sér, en það hefðu ís- lendingar þrásinnis gjört. Guðmundur dó 1893. Viktoría Bjarnadóttir , baggarnir oft um 130 pund eða meira. Fram til ársins 1960 hafa mestir flutningar milli Indlands og Nep- al farið þannig fram, en um sein- ustu áramót var opnaður vegur, sem gerður hafði verið yfir fjöll- in. Þessi vegur hefir þó ekki enn svift æskulýðinn þeirri atvinnu að bera á bakinu, því að kaup- mönnum í Nepal þykir of dýrt að flytja vörur sínar með bílum, og kjósa heldur að hafa gamla lagið, enda verða piltarnir að bera ábyrgð á vörum þeim, sem þeir taka að sér að flytja. Leiðin sem þeir fara er 65 km. og lengri stundum, og var mjög erfið áður en vegurinn kom. Hitt var þó verra, að 1 fjöllunum leyndust stigamenn, sem sátu um að ræna burðarpiltana. Þeir urðu því jafn- an að vera viðbúnir að verja fé og líf, og þess vegna fóru þeir jafnan saijian margir í hóp. Hér er mynd af einum þessum pilti. Hann er 14 ára, en hefir stundað þessa atvinnu í tvö ár. Nú kemur fregn um það, að Kínverjar og Nepalbúar hafi gert með sér landamærasamning og jafnframt hafi Kínverjar fengið leyfi til þess að gera veg til höf- uðborgar Nepals. Má vera að þá breytist þessi siður að bera á bak- inu. En þá er og hætt við að fleira breytist og haldi Nepal ekki lengi sjálfstæði sínu eftir að Kínverjar eru komnir með veg heim í hlað- ið hjá þeim. Enski lávarðurinn Dundee, sem er ráðherra án stjórnar- deildar, sagði nýlega í þinginu, að brezka stjórnin væri alvar- lega að hugsa um að taka upp tugakerfið. Hann sagði að brezka stjórin hefði alltaf verið að hugsa um þetta siðan Frakkar tóku upp tugakerfið. — Eftir því að dæma þarf brezka stjórn in nokkuð langan umhugsunar- tíma, því að Frakkar tóku upp tugakerfið 1799.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.