Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Page 8
508 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS A rústum Pompei-borgar IMýar uppgötvanir varpa birtu á örlagastund staðarins ÞAÐ er vart að efa, að þegar ógæfan dundi yfir Pompei, hafi íbúarnir haldið að heimurinn væri að farast. Þetta skeði í ágústmánuði. Þá var bjart og hlýtt veður um morguninn og Vesúvíus gnæfði yfir borgina í kyrrð og tíguleik. En allt í einu kvað við ógurleg þruma, svo að loftið skalf og upp úr fjallinu gaus rykmökkur, sem huldi himin og sól. Svo varð sprenging og toppur fjallsins þeyttist af því. Yfir borg- ina fell hríð af glóandi vikri með fellibyl af fjállinu. Vikursteinarn- ir moluðu húsveggi og stormurinn svifti þökum af húsum. Vikurinn hlóðst í skafla á götunum. Fólkið flýði æpandi og óttaslegið. Marg- ir þrifu hellur af húsaþökum og heldu þeim yfir höfði sér til þess að verjast grjóthríðinni. En það voru aðallega hinir óbreyttu borgarar. Þeir ríku tímdu ekki að yfirgefa auð sinn. Þeir heldu að þetta mundi aðeins verða él og ætluðu að þrauka í húsum inni. Það varð þeim að bana. Vikurskaflarnir á götunum hækkuðu óðum og nú bættist aska við, baneitruð aska. Það skefldi af görðum og húsum. Brátt náðu skaflarnir upsum húsanna og svo færðust húsaþökin í kaf. Pompei var horfin. En þetta lét Vesúvíus sér ekki nægja. Hann hlóð enn ösku þar ofan á eins og hann vildi afmá rriinjar borgarinnar gjörsamlega. Eftir þrjá daga sá ekki annað en rjúkandi vikurdyngju og ösku, þar sem áður höfðu verið fagrir aldin- garðar og skrautleg hús. Og undir þessari dyngju höfðu 16.000 manna látið lífið, eða 8 af hverjum tíu borgarbúa. — o — Sagan af örlögum Pompei er svo sem ekki sögð hér í fyrsta skipti, og mönnum mun þykja einkenni- legt að eg skuli rifja hana upp. En eg þykist hafa fulla ástæðu til þess. Um 37 ára skeið hefi eg stjórnað uppgrefti og rannsóknum borgarrústanna, og þær rannsókn- ir hafa frætt mig um svo margt viðvíkjandi örlagastund borgar- innar, að segja má að nýir kaflar sé altaf að bætast við þá sögu. Þetta er ósköp auðskilið. Pom- pei fórst ekki í eldi eins og marg- ar aðrar borgir, heldur kafnaði hún. Vikurinn og askan, sem kæfðu hana, hafa verndað þar alla hluti svo vel, að beztu safn- verðir hefði ekki getað gert bet- ur. — Þar má t. d. nefna þau 13 lík, sem vér fundum nýlega. Þau hafa átakanlega sögu að segja um ógn- ir og hugrekki. Vér gerum ráð fyrir að þetta hafi verið þrjár fjölskyldur. Lík- lega hafa tveir bændurnir verið garðyrkjumenn, en sá þriðji kaup- maður. Þeir hafa átt heima í suð- urhluta Pompei — þeim hluta hennar sem fjarst var eldfjallinu. Kaupmaðurinn hefir reynt að brjótast á fætur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.