Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 10
51« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS loft og vatn fyrst f stað, og þar hafa föt og líkamir ekki getað varðveizt. Aftur á móti eru eign- ir þeirra enn við líði, svo sem skartgripir úr gulli, húsgögn úr málmi, höggmyndir, veggmálverk og mósaik. Allt öðru máli er að gegna um þá, sem ætluðu að flýa borgina og urðu úti í öskuhríðinni. Mjúk og rök askan hefir lagst að þeim eins og bezta steypa. Hafa þeir því varðveizt svo vel, að sjá má allt vaxfariag þeirra, andlitssvip og jafnvel brotin í klæðum þeirra. Það er eins og náttúran hafi laun- að hugrekki þeirra með því að varðveita lík þeirra um allar þess- ar aldir. Að sjálfsögðu hafa lík sumra eyðst í öskunni á svo löngum tíma. En utan um þau hefir mýnd- azt hörð skel, sem er eins og steypumót. Þetta uppgötvaðist fyrst 1860. Það var fyrsti forn- fræðingurinn, sem rannsakaði Pompei, Giuseppe Fiorelli, sem uppgötvaði þetta. Hann fyllti þá þessi mót með steypu og fekk við það afsteypu af mönnunum. Þetta hefir verið gert síðan. Að- ferðin er einföld. Þegar vér upp- götvum slíkt mót, hreinsum vér það með ýtrustu nákvæmni og losum það upp úr öskunni. Þegar vér höfum hreinsað það vel, renn- um vér gipsi í mótið. Eftir þrjá daga er það orðið hart og þá brjótum vér mótið utan af því. Árangurinn er furðulegur. — Skyndilega höfum vér fengið af- steypu af manni, sem dáinn er fyrir mörgum öldum, og vér sjá- um hvernig hann leit út á dauða- stundinni. Sumar þessar myndir sýna að maðurinn hefir barizt fram 1 andlátið. Aðrar sýna rólega uppgjöf, líkast því sem andlátið hafi borið að í svefni. Engar mannaleifar höfum vér fundið jafnvél varðveittar og af þessum 13, sem eg talaði um. Þess vegna eru þær svo merkilegar, og þess vegna höfum vér athugað þær svo grandgæflega. Þegar hópurinn hafði afráðið að flýa, hefir önnur 'bóndafjöl- skyldan verið á undan. Fremstur hefir farið þjónn og hann hefir haft á bakinu poka með matvæl- um, er hann hefir gripið með sér. Vér fundum hann rétt hjá grænmetisgarði. Þar hafði verið ræktað kál, eftir beðunum að dæma. (Og vér vitum að í borg- inni var ræktað mikið af káli). Maðurinn var þarna hálfboginn, þó líklega ekki undan þunga pok- ans, heldur vegna þess að hann hefir streizt á móti fellibylnum. Næst komu tveir litlir drengir, líklega 4 og 5 ára, og heldust í hendur. Þeir hafa sennilega verið hræddir 1 myrkrinu og hrópað á hjálp. Hvorugur þeirra varmeð verndargrip um hálsinn eins og önnur börn í borginni. Svo komu næst foreldrar barn- anna og hafði maðurinn stutt konu sína. Þau lágu bæði á grúfu, eins og þau hefði lagzt niður til að reyna að ná andanum. En dreng- irnir höfðu horft upp í loftið, og þótt þeir hafi grátið, var friðar- svipur á andlitum þeirra, líkt og þeir hefði sofnað. Þá komu ung hjón með dóttur sína. Af farinu í öskunni þóttumst vér sjá, að maðurinn hefði vafið silkiklút eða einhverju þess hátt- ar um höfuð sér. Kona hans hafði fallið á kné og hún hafði haldið fötum sínum að munni sér til þess að verja vitin fyrir öskunni. Lík- ami dótturinnar var eyddur og oss mistókst að ná afsteypu af honum. En eftir því sem vér gát- um bezt séð, hefir þetta verið grannt og horað barn. Seinast kom kaupmannsfjöl- skyldan. Það voru tveir piltar á tvítugsaldri, og með þeim móðir þeirra og yngri systir. Piltarnir voru í bendu, eins og þeir hefði leiðst og dottið báðir samtímis niður. Móðirin var með litlu dótt- ur sína og hefir víst reynt að vernda hana á þessari síðustu stund. Seinast kom kaupmaður- Frá uppgreftrinum. Aðalgatan í Fompei, Vesúvíus í baksýn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.