Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Síða 11
LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS 511 <2\óarhöll (MáMaUl) Bumba er knúð og bogi dreginn, blásinn er lúður og málmgjöll slegin. Svo glatt er leikið af gripfimum drengjum sem gneistar kveikist af fiðlunnar þvengjum. (E. Ben: „1 Dísarhöll“). Þéttsetinn salurinn. — Hljóöfærin hljóma! Hljómburöar-töfrar frá veggjunum óma! Hrun-öldur tónanna hefjast og streyma. Hlustendur bergnumdir sjálfum sér gleyma! Hér er allt spánnýtt í hrifningar-eldi! Hljómsveitin magnast t listrœnu veldi! Hún finnur — aö hér á hún heima! Dísarhöll Háskólans fyllist af friöi, sem flœöir um hjörtun t tónanna kliöi! Hér munu unaöar-óskirnar rœtast: Vmhverfi’ og listin t faömlögum mætast! Og hljómar og hjartsláttur hljótt saman renna. 1 hrynjandi-algleymis sálirnar brenna, — og hljómsveit og hlustendur kœtast! Hugirnir laugast t hrynjandi flaumi! Hugsanir vakna sem ungbarn úr draumi. Hér hnígur hver þrá til hvildar og þagnar, sem hljómtöfra-friöinn í sálunum magnar! Hér hlustandinn öölast í hrifnœmu geöi hljómandi óm sinnar œöstu gleöi, — og Dísarhöll Háskólans fagnar! v. inn og hann vakti hjá mér með- aumkun. Hann lá ekki, heldur sat, studdi hægri hönd á stein og laut áfram eins og hann hefði verið að reyna að standa á fætur og bjóða byrginn þessum djöfli, sem var að kæfa hann. Vér náð- um svo góðri afsteypu af hon- um, að hún líkist með lifandi manni. — o — Þessir segja sína sögu um ógn- ir og skelfingar á örlagastund Pompei. En þeir eru þar ekki ein- ir til frásagnar. Fyrir nokkrum árum fundum vér nokkra flótta- menn sunnan við borgina. Þar var skemmst til sjávar. Hér náð- um vér afsteypum af fjórum flóttamönnum, sem komizt höfðu lífs út úr borginni og borið bein- in örskammt frá höfninni. Sá fyrsti hafði verið kraftalega vaxinn og hann hafði barizt hraustlega til seinustu stundar. Hann lá á grúfu og teygði frá sér fætur og minnti mig á hnefa- leikara, sem hefir orðið að lúta í lægra hald. Þá komu ung kona og ungur maður. Þau höfðu flúið saman og eflaust haldizt í hendur. En svo hefir annað hvort fellibylurinn slitið þau sundur, eða fjúkandi þakplötur hafa rotað þau. Lágu þau svo þarna skammt hvort frá öðru og var eins og þau væri að reyna að ná saman aftur. Sá fjórði var aldraður maður, líklega betlari, eftir fatnaði hans að dæma. En það var einkenni- legt, að hann var með svo fallega skó á fótum, að hver maður hefði getað öfundað hann af þeim. — o — Margt fleira sögulegt hefir kom- íð í ljós. Minnist eg þess þá er vér vorum að grafa upp Leyndar- dómshúsið 1936, þar sem fannst eitthvert merkasta veggmálverkið. Þar voru líka leifar manna. Þar fann eg í litlum klefa bein af manni, sem hafði fallið fram yfir sig á gólfið. Sennilega hefir það verið varðmaður, og hann hefir verið trúr á verðinum til hinnstu stundar. Þarna fundum vér líka beina- grindur manna, sem höfðu verið að gera við brunn þegar gosið hófst. Þeir höfðu ekki komizt upp úr brunninum en kafnað þar af hinu banvæna lofti. sem öskunni fylgdi. Og enn, eftir 19 aldir, helzt eiturloftið þarna við. Brunninn gátum vér ekki grafið upp nema með því að hafá gasgrímur til varnar. Á árunum 1932—35 fundum vér einnig beinagrindur af mönnum, sem höfðu verið að gera við skemmdir, er orðið höfðu á skóla- húsinu í jarðskjálfta 17 árum áð- ur en Vesúvíus gaus. Þegar gos- ið hófst höfðu þeir allir flúið inn í stórt salerni, sem þar var og lokað sig inni, hafa ætlað að láta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.