Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 515 Vér höfum nú náð svo langt að álykta að þessar vitverur hafi höf- uð. Þá kemur spurningin um hvort þær muni ala aldur sinn á landi eða í vatni. Er þá miklu líklegra að þær sé landverur, því að mennihgu mundi veitast allt örðugra í vatni. En þá kemur hið þriðja til greina, hvort þær muni helzt hafast við í loftinu. Ekki er það líklegt ef dæmt er eftir fuglunum. Þeir hafa orðið að sætta sig við lítinn heila til þess að ofþyngja sér ekki á fluginu. Fuglarnir eru að vísu margir glæsilegir, en þeim er það sam- eiginlegt að vera heimskir. Það eru því allar líkur til þess að vitverur á öðrum hnöttum haf- ist við á landi, og þess vegna verða þær að hafa útlimi. Þær verða að hafa fætur til að ganga á, og hendur til að vinna með. Lítið hefði oss miðað í menning- arátt, ef vér hefðum ekki haft hendur. Og vegna handanna hefir heilinn þroskast. Höndunum fylgja fingur, en ó- víst er hvort verur á öðrum hnött um hafa fimm fingur á hvorri hönd eins og vér — ef til vill íleiri, ef til vill færri. Annars virðist talan fimm vera þar mjög hentug, og líklega ekki heppilegt að fingurnir sé færri. En fingur og hendur verða að vera á hand- legg. Og eflaust hafa þessar vit- verur aðeins tvo handleggi. Þrjá handleggi geta þær ekki haft, því að það færi í bág við það sam- ræmi sem alls staðar er í náttúr- unhi. Ekki munu þær heldur hafa fjóra handleggi, því að erfitt væri að stjórna þeim öllum í senn, heldur tvo. Þá komum vér að spurningunni um það hvort þessar verur muni ganga uppréttar eins og vér. Ekki væri þær mannlegar ef svo væri ekki. En verið getur að þær hafi tvo handleggi og fjóra fætur, eins og kentárarnir. Og kentárar gætu gert allt sem vér getum. Að vísu þykjumst vér ánægðir með tvo fætur, en það getur verið vegna þess að vér verðum að sætta oss við það sem er. Mér þætti ,það ekkert óeðlilegt þótt verur á öðr- um hnöttum hefði sex limi, fjóra fætur og tvær hendur. Eru þær litlar eða stórar? Það hlýtur að vera að nokkru leyti undir aðdráttaraflinu komið. Hér á jörð getur viti gædd vera ekki verið mjög lítil, vegna þess að hún verður að hafa stóran heila. Það er engin ástæða til að ætla að heilar þeirra sé skapaðir öðru vísi en vorir heilar, svo að þær ætti þá að vera álíka stórar og vér. Það er líka staðreynd að hin Milliliður ÞETTA gerðist í fyrri heimsstyrjöld- inni, áður en Bandaríkin sögðu Þjóð- verjum stríð á hendur. í Bridgeport í Connecticut var her- gagnaverksmiðja, sem vann að því nótt og dag að smíða sprengikúlur handa bandamönnum. Skammt þaðan var veitingastofa, sem þýzkur maður átti. Hann var enn góður föðurlands- vinur og honum var því mjög illa við verksmiðjuna og alla sem þar unnu. Dag nokkum er hann sat einn í veitingastofunni kom þar inn vinnu- klæddur íri. — Mig langar til að gera samning við þig, sagði hann. Eg vil fá minn bjór hér á hverjum degi og svo borga eg á laugardögum, þegar okkur er greitt kaupið. Hvað segið þér um það? — Eg lána stundum vinum mínum, sagði Þjóðverjinn, en þig þekki ekki. Hvaða atvinnu stundar þú? — Eg vinn hérna hinum megin við götuna, sagði írinn. — Nú í verksmiðjunni! Nei, þá kemur það ekki til mála! — Mér var sagt, að þú hefðir horn í síðu okkar, en mér datt í hug að minni spendýr verða ekki jafn langlíf og þau stærri hér á jörð. En skóli lífsins þarf að vera lang ur til þess að koma að haldi. Þess vegna ættu verur á öðrum hnöttum að vera á stærð við oss. Ekki geta þær verið mikið stærri, því að þá yrði þær að hafa óeðli- lega digra fætur til þess að bera þungann. Það sjáum vér á fíl- unum. Og maður sem gengur á tveimur fótum má sjálfsagt ekki vera öllu stærri en vér erum. Öðru máli er að gegna ef annara hnatta verur eru skapaðar sem kentárar og hafa fjóra fætur. Þá gætu þær verið á stærð við hest, eða stærri, en haldið þó bæði ó- skertum gáfum og verið léttari á fæti. málið horfði nú öðru visi við ef þú vissir að við erum nú að smíða sprengikúlur handa Þjóðverjum. Það kom breitt bros á Þjóðverjann, — Handa Þjóðverjum, segirðu. Það er gleðilegt. Þú átt eitthvað gott skil- ið fyrir þessa frétt. Viltu þiggja glas með mér? Svo bar hann fram bjór og þeir drukku. Jafnskjótt sem glösin voru tæmd fyllti Þjóðverjinn þau á ný, og þannig fór þrisvar sinnum, og hann sagði að írinn þyrfti ekki að borga neitt fyrir þetta. Nú sýndi írinn ferðasnið á sér, en þegar hann var kominn fram að dyr- um, kallaði Þjóðverjinn á eftir hon- um: — Segðu mér, hvernig farið þið að því að koma sprengikúlunum til Þjóðverja? írinn opnaði hurðina í hálfa gátt og svaraði: — Við getum ekki sent þær beint til þeirra, eins og þú hlýtur að vita. — Nú, en hvernig komast þær þá til Þjóðverja? — Við sendum þær til Englendinga og þeir skjóta þeim yfir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.