Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 16
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 8 4 2 V D 8 6 4 K D 6 + 7 6 4 3 A K D 763 V KG54 3 4 10 5 * G 4 Á 4 Á 10 4 Á G 9 8 7 3 * A K 8 2 Sagnir vx>ru þessar: S V N A i 4 pass 1 gr. pass 3 4 pass 3 4 pass 5 4 pass pass pass 4 G 10 9 5 4 9 7 2 4 4 2 + D 10 9 5 N V A S Þrjú grönd hefði verið betri sögn. Út kom S G. Því næst sló S út lág- tigli undir drottningu, trompaði svo spaða, tók slag á T K og trompaði seinasta spaðann. Nú lét hann út lág- lauf, V lét lágspil og A fekk slaginn á gosa. Og nú varð hann annað hvort að slá út spaða, sem S gat trompað bæði heima og í borði, eða þá hjarta, en þá hlaut S að fá slag á H D. Spilið var hér með unnið. V gerði skyssu er hann lét lág- spil á laufið. Hann hefði átt að drepa með drottningu til þess að A kæmist ekki inn. Síðan átti hann að slá út L10, og þá hefði S tapað spilinu. '—★ y*—^ Svartidauði Þegar Svartidauði var búinn að geisa um Norðurland og kominn vest- ur að Hrútafjarðará var hann í gráu nautsliki og ætlaði vejtur yfir og óð út í ána. En þegar hann ætlaði á land að vestan, kom þar móti honum rautt naut svo að hann sneri aftur. Leitaði hann þá annars staðar aftur yfir ána, en það fór á sömu leið, að rauða nautið var þar komið, svo að BIÐSKÝLI. — Reykjavík er eini staðurinn á Iandinu þar sem biðskýli hafa verið reist á víð og dreif til afdreps íyrir þá, sem bíða eftir strætisvögnum. Biðskýli þessi eru með ýmsu móti, stundum í sambandi við smábúðir. En slík skýli, sem betta hér á myndinni, má víða sjá. Þau standa á steyptum grunni, eru úr málmi og með plastgluggum. Þetta skýli er við Laugarnesveg. það gráa sneri aftur. Fór þá gráa nautið að ganga fram og aftur um austurbakkann, og eftir því sem það færði sig, gekk rauða nautið alltaf á móts við það um vesturbakkann. Gengu þau þarna um bakkann allt sumarið, þar til um haustið að þau hurfu. En Svartidauði komst aldrei vestur yfir Hrútafjarðará. Svo segir í Þjóðsögum dr. Jóns Þorkelssonar. En í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir, að 12 galdramenn vestra tæki sig saman og mögnuðu allir sendingu á móti honum, enda komst Svartidauði aldrei á Vestfjörðu. Örnefni í Kaldalóni Kaldalón er einn fegursti og til- komumesti staður, sem til er við allt ísafjarðardjúp, og eigi mun tónskáld- inu Sigvalda Kaldalóns hafa þótt einkis um vert, er hann kaus sér að heita eftir því. Gengur sú saga að í hvammi einum fríðum, skammt frá Lónhóli, sem vaxinn er hinu fegursta blómgresi, og brekka yfir skreytt skógi, hafi skáldið jafnan áð á ferð- um sínum, er hann átti ferð um Lón- ið, meðan hann þjónaði Nauteyrar- héraði sem læknir. Hvammurinn er síðan nefndur Sigvaldahvammur, en brekkan Tónbrekka. (Jóhann Hjalta- son) Handaverk Fjalla-Eyvindar Vestan við hverasvæðið á Hvera- völlum er Eyvindarkofi í hraun- sprungu. Tóftin er í tvennu Jagi og er hún aðskilin með eins metra þykkum vegg. í rústum þessum fannst tágakarfa 11881, og er hún nú í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaum- bæ. En löngu áður en þessi karfa fannst, var það almælt, að Eyvindur væri snillingur að ríða tágakörfur, og er önnur karfa, sem honum er eign- uð, á Þjóðminjasafninu í Reykjavík. (Ólafur Briem) Hörð nöfn í draumi Ýms nöfn eru kölluð „hörð i draumi“, bæði karla nöfn og kvenna, og „eru þau þeim fyrir illu“, sem dreymir. Öll þau mannanöfn eru hörð í draumi, sem samsett eru af steinn, eða sem eitthvað illt eða óþjált ligg- ur i, t. d. Bergsteinn, Illugi, og þau sem mynduð eru af Þór, og kvenna- nöfnin Valgerður, Valdís, Ragnheiður eða Ragnhildur, sem leidd eru af Val- kyrjum eða tröllkonum, og enn mörg önnur, bæði karla- og kvennaheiti. (Þjóðs. J. A.) k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.