Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Blaðsíða 1
33. tbl.
ing
Sunnudagur 12. nóvember 1961
XXXVI. árg.
S. Sörenson:
(iELRYEí
Hættan sem vofir yfir þjóðum heims
KJARNORKAN er orðin áþreif-
anleg staðreynd í lífi okkar nú-
tímamanna. Við höfum orðið vitni
að upphafi atómaldar. Að leysa
kjarnorkuna úr læðing, ekki að
beizla hana, er tvímælalaust stór-
kostlegasta afrek mannsandans.
En uppgötvun þessi kostaði mann-
inn blóð og tár. Atómöldin hef-
ur raunar innreið sína þegar
kjarnorkusprengjunum tveim var
varpað á Hiroshima og Nagasaki
í seinustu heimsstyrjöld í þessum
tveimur sprengingum fórust, særð-
ust og týndust rúmlega hálf miljón
manna í einni svipan. Þetta voru
fórnarlömb hinna raunhæfu kjarn-
orkuvísinda. Og það væri vonandi
að þessar þúsundir hafi ekki þurft
að láta lífið til einskis. Þegar
þessar sprengjur sprungu, fékk
heimurinn fyrst vitneskju um,
hvílíkur ægikraftur felst í kjarna
efnisins. En jafnframt því sem
manninum tókst að leysa frum-
orku efnisins úr læðing, leystist
önnux orka úr læðing: Óttinn um
algera tortímingu. Upphófst eitt
ægilegt vígbúnaðarkapphlaup í
smíði atómvopna, alveg eins og
friðurinn í heiminum væri undir
því kominn að eiga sem fjölbreyti-
legust og öflugust atómvopn. —
Kjarnorkuþjóðirnar tóku að skaka
atómbranda sína hvor framan í
aðra, og þóttust miklar og vold-
ugar 1 vitundinni úm það, að geta
lagt heimsbyggðina í auðn í einu
vetfangi, ef svo bæri undir. Og
það hefur borið minna á viðleitni
til friðsamlegrar hagnýtingar
kjarnorkunnar en til hernaðar-
þarfa. Og aldrei frá stríðslokum
hefur verið ófriðlegra í heiminum
en í dag, og aldrei hefur ótti
manna verið meiri og öryggisleys-
ið ömurlegra. Hverjir stjórna
heiminum í dag? Eru það viti
bornir menn?
— o —
í haust hófust Rússar handa
um umfangsmiklar kjarnorku-
sprengjutilraunir á norðurslóðum,
S. Sörenson
en þá höfðu slíkar tilraunir í and-
rúmsloftinu legið niðri um þriggja
ára skeið. Þessar sprengjutilraun-
ir Rússa vöktu ugg og ótta í öll-
um löndum heims og til Moskvu
tóku að berast harðorð mótmæli
gegni frekari áformum Rússa um
að demba meira helryki yfir lönd
og lýði. Krúsjeff hafðilofað, að hann
skyldi lofa heiminum að sjá hern-
aðarmátt hins kommúniska alræð-
isvalds með því að sprengja 50
megatonna sprengju áður en
sprengjutilraunum lyki. Mótmæl-
um og bænum þjóða svaraði Krús-
jeff með því einu að segja, að
þessi almenni ótti manna víðs
vegar um heim væri ekkert ann-
að en seíasýki! Málið var afgreitt.