Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Page 2
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og Krúsjeff hefur nú látið sprengja 50-75 megatonna sprengju við Novaja Semlja. Svar Krúsjeffs hefur bergmálað um heim allan, ekki síður en titringurinn af síð- ustu stórsprengjunni. En þessi fullyrðing hins rússneska ríkis- leiðtoga framan í alheim er þess eðlis, að ekki er unnt að gera hana ómerka með „einu penna- striki“. Hvað hafði Krúsjeff fyrir sér með fullyrðingu þessari? Höfðu rússneskir vísindamenn og kjarn- orkufræðingar sagt honum, að það skipti engu máli, hve margar kjarnorkusprengjur væru sprengd- ar í andrúmsloftinu, og að geisla- virkt ryk væri „þjóðsaga“, helber tilbúningur úr heilabúi heims- valdasinna? Hafi rússneskir vís- indamenn sagt honum þetta, hvar eru þá rússnesk vísindi á vegi stödd, og hvar er þeirra frjálsa hugsun? Hafi Krúsjeff sagt þetta frá eigin brjósti og á eigin ábyrgð, þá birtist í þessum orðum hans hin mesta mannfyrirlitning, sem sagan getur um. En hvar og hver er sannleikurinn? Almenningur, hvar sem er, á siðferðilegan rétt á því að fá að vita umbúðalausan sannleikann í þessu efni, og ekk- ert annað en sannleikann. Óttinn og óvissan fer illa með menn. Það er betra að þekkja staðreynd- ina og horfast í augu við hana, heldur en að þekkja hana ekki. Og hver einasta kjarnorkuspreng- ing, sem gerð er, hvar sem er, viðkemur í raun og veru hverju einasta mannsbami á jörðinni, ef það er rétt, sem vísindin segja. En hvað segja vísindin? Um eðli og afleiðingar kjarn- orkusprenginga hafa verið skrif- aðar allmargar bækur, þótt ekki séu þær aðgengilegar fyrir al- menning. Miklar framfarir hafa átt sér stað í kjameðlisfræði síðan fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd og þekking manna stór- lega aukizt á eðli kjarnorkunnar. En það var raunar ekki fyrr en eftir sprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki sem vísindamönnum urðu ljós hin geigvænlegu geisla- áhrif slíkra sprenginga. Vísinda- mönnum dylst nú ekki hvað í húfi er, og samvizku'samir vísindamenn hafa ekki látið hjá líða að vara leiðtoga þjóðanna við afleiðingum kjarnorkusprenginga í bráð og lengd. Slíkar viðvaranir hafa ekki einungis komið fram í Bandaríkj- unum og Vesturlöndum, heldur einnig í sjálfu Rússlandi, þarsem þessar gengdarlausu kjarnorku- sprengingar hafa átt sér stað að undanförnu. Rússneskir vísinda- menn vita vel, hvað þeir eru að gera, og hvaða afleiðingar verkn- aður þeirra kann að hafa. Þeir hafa einnig varað þjóðarleiðtoga sína við afleiðingum kjarnorku- sprenginga, enda þótt raddir þeirra hafi verið eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni — eng- inn gaumur gefinn. En til þess að almenningur fái skilið hyað hér er um að vera og hvað í húfi er fyrir mannkynið í nútíð og framtíð við áframhald- andi kjarnorkusprengingar, verð- ur hann að fá vitneskju um hvað gerist í raun og veru þegar kjarn- orkusprengja springur. Allt efni er samsett úr atóm- um og sameindum. Atómin mynda sameindina, og sameindir mynda hin ýmsu samsettu efni. Efni, sem samsett er úr samkyns atóm- um nefnist frumefni. Frumefnin eru nú talin 102 að tölu. Atómi er lýst sem sólkerfi, þar sem mis- munandi margar rafeindir snúast umhverfis kjarna. Kjarninn er svo aftur samsettur af nevtrónum, prótónum og fleiri kjarnaeindum. En nú má spyrja: Hver ermun- urinn á kjarnorkusprengju og venjulegri TNT-sprengju?' Trinit- rotoluene (TNT)-sprengiefni er samsett úr toluene, saltpéturs- sýru og brennisteinssýru. Þegar slík sprengja springur, sundrast sameindirnar; atómin fara sína leið ósundruð og gera engan skaða í sjálfu sér. Sprengjukrafturinn byggist á samloðunarorku atóm- anna innbyrðis. í kjarnaspreng- ingu sundrast atómkjarninn. — Sprengjukrafturinn byggist á sam- loðunarorku kjarnaeindanna. Hér höfum við tvenn orkuhugtök: samloðunarorku atóma og samloð- loðunarorku kjarnaeinda. Til sam- anburðar á þessum tveimur orku- hugtökum má geta þess að sprengjumáttur eins kíló af úraní- um - 235 jafngildir 20.000 tonn- um af T.N.T.-sprengiefni. Af þessu má gera sér í hugarlund samloð- unarorku atómkjarnans. Kjarna- sprengjan, sem féll á Nagasaki var 20.000 T.N.T.-tonn. Fullyrt er, að í seinustu heimsstyrjöld hafi ver- ið notuð 5.000.000 tonn af T.N.T.- sprengiefni. Vetnissprengjan, sem Bandaríkjamenn sprengdu á Bikini eyju, var 15 megatonn eða sem svaraði 15.000.000 tonnum af TNT- sprengiefni. Hér skal ekki um það rætt, hversu mikið tjón á mannslífum og eignum 15 megatonna sprengja gæti valdið, hvað þá heldur 50— 75 megatonna sprengja. Það virð- ist sem engin takmörk séu fyrir því, hversu stórar eða öflugar vetn issprengjur sé hægt að framleiða. Það sem okkur skiptir máli er ekki sprengikrafturinn, heldur hið svonefnda geislavirka ryk, sem er afleiðing allra kjarnasprenginga. Það liggur í augum uppi, að hið geislavirka ryk er meira eftir því sem sprengjan er stærri. En hvern-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.