Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 521 Eftir jarðskjálftann i Concepcion í vor manna. í fornum sögnum er víða getið um jarðskjálfta og að Jpeir hafi valdið hörmulegu tjóni, en venjulega skortir þar á, að engar tölur eru nefndar. Þó er þess get- ið um jarðskjálfta í Kalkútta á Indlandi 1737, að hann hafi orðið 300.000 mönnum að bana. Það sem af er þessari öld er talið að farizt hafi 580.000 manna í jarðskjálftum. Þar af fórust 100.000 í Messina á Sikiley 1908. í jarðskjálftanum í Tokyo' 1923 hrundu og brunnu 576.000 hús, 100.000 menn fórust, en 50.000 var saknað. Chile er eitt af þeim löndum, er hart hafa orðið úti í jarðskjálft- um, einkum borgin Concepcion. Hún hefir hrunið sex sinnum í jarðskjálftum, 1570, 1730, 1751, 1835, 1939 og 1960. TJÓNIÐ sem jarðskjálftar valda í borgum, stafar að miklu leyti af því að menn hafa ekki kunnað að reisa sér bústaði, sem staðizt gæti jarðskjálfta. Stórhýsi hafa hrunið eins og spilaborgir og graf- ið ótrúlegan fjölda manna undir rústum sínum. Á öðrum stöðum hafa verið léleg hús við þröngvar götur. Þegar húsin hrundu komu upp eldar og fólkið gat ekki forð- að sér um hinar þröngu götur, því að eldhafið varð samfelt á augabragði. Engri björgun var hægt að koma við, enda sprungu allar vatnsleiðslur, svo að engin tök voru á að hefta eldinn. Þegar Messina hrundi í rústir og brann 1908, kom þangað jap- anskur byggingameistari til þess að athuga staðinn og vita hvort Jaþanar gæti ekki lært mikið á þessu slysi um hvernig hús ætti að vera byggð í jarðskjálftalönd- um. Sú þekking, sem hann kom með heim, dugði þó lítt, vegna þess hve allt var gjörólíkt í þess- um löndum. Honum tókst því ekki að afstýrá hinum mikla voða sem kom yfir Tokyo 1923. En þessi iör hans varð þó til þess, að vekja menn til umhugs- unar vun þetta mál. Var svo haf- izt handa víða um heim til þess að rannsaka jarðskjálfta enn het- ur og komast að því hvernig hús þyrfti að vera byggð til þess að geta staðizt jarðskjálfta. Síðan hafa tvær alheimsráðstefnur verið haldnar um þetta mál, önnur í Berkeley í Kaliforníu 1956 og hin í Tokyo 1960. Báru menn þar sam- an bækur sínar og miðlaði hver öðrum af þekkingu sinni. Á þess- um ráðstefnum voru bæði jarð- skjálftafræðingar og bygginga- meistarar. Mun margt gott af þessu leiða, einkum um húsbygg- ingar. Nú koma hús sem stand- ast betur jarðskjálfta, og um leið er þá dregið úr því manntjóni, er þeir valda, Reynslan hefir sýnt, að stór verslunarhús með stálgrind, eru nokkurn veginn alveg örugg í jarðskjálftum. Og það ætti að vera hverjum manni augljóst, að þeim mun öruggari eru þau, sem þau eru einfaldari um stíl og ekki með útskotum eða turnum, svo að átök jarðskjálftans komi sem jafnast á þau og ekki reyni meira á í einum stað né öðrum. Turnar eru t. d. hættulegir, því að þeir valda sérstökum átökum og sveigju og reyna stórkostlega á samskeytin við húsið. En enda þótt húsin verði að vera traustbyggð, verða þau þó einnig að hafa þanþol eða vera sveigj- anleg, svo að þau láti heldur und- an átökum jarðskjálfta. Húsum, sem aðeins eru byggð með það fyr ir augum, að þau sé sem sterkust, hættir við að brotna. Það er eftirtektarvert, að tvÖ af þeim húsum, sem ekkert skemmdust í jarðskjálftanum mikla í Conception í vor, voru tvær háskólabyggingar með stál- grind, en gólfbitar þeirra voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.