Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Blaðsíða 8
624
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Bjarni Benedikts-
son forsætisráð-
herra ræðir við
Jörgensen fyrr.
kennslumálaráð-
herra og Bjarna
Fálsson sendiherra
Dana á íslandi.
ÞETTA CERÐIST í OKTÓBER
HÁSKÓLl ÍSLANDS 50 ÁRA
HÁSKÓLÍ íslands efndi til mikilla,
tveggja daga hátíðahalda í tilefni af
50 ára afmæli skólans. Fóru þau
fram í hinu nýa og glæsilega sam-
komuhúsi Háskólans við Hagatorg.
Meðal viðstaddra voru forsetahjónin,
ráðherrar og fulltrúar fjölmargra er-
lendra háskóla, sem fluttu Háskólan-
um árnaðaróskir og gjafir. Þá voru
útnefndir 24 heiðursdoktorar, þar af
átta innlendir. Meðal gjafanna voru
5 milj. kr. frá Bandaríkjastjórn og 2
milj. kr. frá ónafngreindum Norð-
manni. í tilefni afmælisins gáfu há-
skólamenntaðir menn út bók helgaða
Háskóla íslands, „Vísindin efla alla
dáð“. Þá gaf Háskólinn sjálfur út bók,
Sögu Háskóla íslands, sem Guðni
Jónsson prófessor tók saman.
Menntamálaráðherra gat þess á há-
skóluhátíðinni, að borið yrði fram á
næsta Alþingi frumvarp til laga um
handritastofnun í tengslum við há-
skólann. Þá skýrði borgarstjórinn í
Reykjavík frá því, að bæarstjórn
hefði ákveðlð að gefa háskólanum
kost á viðbótarlóð allt að 100 þús.
ferm.
Núverandi rektor Háskólans er Ár-
mann Snævarr lagaprófessor (6., 7.,
8., 10.)
ALÞINGI
Alþingi kom saman til fundar 10.
október. Forseti ísiands setti þingið
eftir að þingmenn höfðu hlýtt messu
í Dómkirkjunni. Er þetta 82. löggjaf-
arþinglð frá endurreisn Alþingis 1845.
Aldursforseti þingsins, Gísli Jónsson,
stýrði fyrstu fundum (11.)
Friðjón Skarphéðinsson kosinn for-
seti Sameinaðs Alþingis, Sigurður Óli
Ólafsson forseti Efri deildar og Ragn-
hildur Helgadóttir forseti Neðri deild-
ar. Er þetta í fýrsta sinn, sem kona
er kjörin einn af aðalforsetum þings-
ins (12.)
Frumvarp til fjárlaga 1962 var
fyrsta málið, sem lagt var fyrir Al-
þingi. Niðurstöðutölur á sjóðsyfirliti
eru 1721 milj. kr., en á rekstraryfir-
liti 1718 milj. kr.
Kosið í 19 fastanefndir Alþingis
(13.)
Kjartan J. Jóhannsson kosinn for-
maður fjárveitinganefndar (19.)
Vantrauststillaga tveggja þing-
manna Framsóknarflokksins á ríkis-
stjórnina var felld með 32 atkvæðum
gegn 26 (28.)
Viðskiptamálaráðherra upplýsti á
Alþingi að vísitalan hækkaði um 10,4
stig vegna kauphækkananna á s.l.
sumri (28.)
Samþykkt voru á Alþingi með 49
samhljóða atkvæðum (7 sátu hjá)
eindregin mótmæli vegna risakjarn-
orkusprengju Rússa o? neðanjávar-
sprengingum þeirra (28.)
BRÁÐABIRGÐALÖG
Gefin voru út bráðabirgðalög á
framlengingu á samningum milli
læknafélags og sjúkrasamlags, þar
sem samningarnir féllu úr gildi 1. okt.
og samkomulag hafði ekki náðst (1.)
LANDSFUNDUR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Sjálfstæðisflokkurinn hélt lands-
fund í Reykjavík. í upphafi fundar-
ins var lesið bréf frá Ólafi Thors þar
sem hann biðst undan endurkjöri sem
formaður flokksins (20.)
Á landsfundinum voru m.a. sam-
þykktar nýar skipulagsreglur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn (21.)
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra, kjörinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins og Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra, varaformaður (24.)
ÖSKJUGOS
Stórkostlegt hraungos hófst í Öskju
fimmtudaginn 26. okt. Vall rauðgló-
andi hraunið eins og straumþung elf-
ur marga kílómetra frá fjallinu (27.)
Ekkert lát er á gosi í Öskju.
Fimmti gígurinn myndaðist fyrir
miðju Öskjuopi 27. okt. Eldstólpinn
var þá um 400 m. í loft upp. Fjöldi
manns fór í flugvélum yfir eldsvæðið