Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Page 16
632 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A G 8 6 5 3 V K 5 ♦ 762 ♦ A 6 4 ♦ — V G 8 3 2 ♦ D G 4 ♦ K G 10 9 5 2 N V A S A K 4 V D 10 9 4 ♦ A K 8 5 ♦ D 7 3 ♦ A D 10 9 7 2 ♦ A 7 6 ♦ 10 9 3 ♦ 8 Þetta spil er úr keppni. A mörgum borðum komust A—V í 5 lauf, en töpuðu 1—2 slögum. En á sumum borðunum fengu S—N að halda 4 spaða sögn. Spilin gengu þá yfirleitt þannig: V sló út TD og T G og síðan lágtigli undir háspil A. Nú er allt undir því komið fyrir spil- arann hvar SK er. Hann fekk nokkra bendingu um það er A sló ekki út T A í um von um að meðspilari sinn kynni að fá þann slag á tromp. Sú. ÖSKJUHRAUNIÐ NÝA — Þessa mynd tók Björn Pálsson flugmaffur af Öskju- hrauninu nýa. Myndin var tekin um seinustu helgi og mun vera bezta mynd- in sem tekin hefir verið af hrauninu úr Iofti og jafnframt sú yngsta. Sýnir hún glögglega hvernig hraunstraumurinn hefir beljað fram og kvíslast. — Einhverjar breytingar hafa orðið á þessu í vikunni, því að altaf hefir hraun spilamennska bar vott um að A hefði spaða kónginn, og eftir því hagaði S sér og spilaði „í gegnum“ hann. leðja streymt frá gígunum. Páll lögmaður Vídalín var af sumum talinn kunna tals- vert fyrir sér. Hann átti í útistöðum við séra Halldór Hallsson á Breiða- bólstað í Vesturhópi, og um það seg- ir Halldór iconrektor Hjálmarsson svo: Líka hefi eg heyrt eitt og annað slað- ur um viðureign Páls lögmanns Vída- líns og séra Halldórs. Skuli þá hafa verið farið í fornu gólfin og ei spöruð kunnátta og fjölkynngi, á prestur að hafa varizt vel svo yfir lögmann hafi gengið. Skyldi hann einhvern tíma hafa sagt glaður við beztu vini sína heima í Víðidalstungu: „Þið kallið mig vitran mann og launslægan, það sér nú á, því í mörg ár hefi eg nú viljað aitja um einn lítt reyndan ungling, til að gera honum knésig, en ekki tekizt hingað til“. — Hvað í öllu þessu kann satt eður logið vera, veit eg alls ekki; hitt veit eg, að lögmaðurinn hefir heldur en ekki náð sniðglímu á presti 1723. Aldrei verður maður úr þér. Þegar Þorvaldur Thoroddsen var í skóla, var hann ekki vel metinn af kennurum sínum sumum, og var svo með vissu um einn þeirra. Mun hon- um hafa þótt lítill dugur í Þorvaldi, því að þau orð eru eftir honum höfð við Þorvald í stúdentaveizlu, er Þor- valdur útskrifaðist: „Aldrei verður maður úr þér, Þorvaldur!" Og eru þau orð síðan fræg orðin. Lifði sá þó það, að Þorvaldur varð embættisbróð- ir hans við latínuskólann Og hlaut margvíslegan vísindaframa. (Merkir íslendingar). Arfi skipt. Ólafur Stefánsson stiftamtmaður andaðist í Viðey 11. nóvember 1812 og skorti þá tvo vetur á að hann hefði verið amtmaður 50 ár. Var hann jarðaður 15 dögum, seinna, skjöldur látinn á kistulokið og voru í 10 spesí- ur. Þeir bræður skiptu með sér, og seldi Bjöm sekreteri etazráði Reyk- hóla fyrir Síðumúla og 19 hundruð dali. Gullpeningi föður síns þeim hin- um mikla, er konungur hafði gefið honum fyrir velgerðir hans og virður var til 60 dala, er sagt þeir hafi skipt í sundur, og svo stiftamtmannskjóln- um. (Espólín). Hinzta kveðja Séra Gamaliel Eyólfsson var prest- ur í Reynisþingum fyrir og um 1600. Hann varð úti á Amarstakksheiði og fannst lík hans undir steini á heið- inni. En á steininn hafði hann pjakk- að þessa vísu með broddstaf sínum: Ein er kindin úti í vindi ef illa fer, stafimir vindir standa blindir á steini hér. Geti þess lýðir að gert hefir smíðið Gamaliel. (Úr Blöndu) t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.